Bændablaðið - 11.03.2021, Page 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 2021 17
Nýlega kom í ljós
alvarleg bilun í vél
varðskipsins Týs.
Land helgis gæslan
á ekki nauðsynlega
varahluti, smíði þeirra
er tímafrek og ekki
yrði um var an lega við-
gerð að ræða. Reynt
var að fá varahluti úr
varð skipinu Ægi en
þá kom í ljós að sama
bilun var í vél hans. Ríkisstjórnin
hefur því samþykkt tillögu þess
efnis að þegar verði hafist handa
við kaup á nýlegu skipi.
Í frétt á heimasíðu Landhelgis
gæslunnar segir að nýlega hafi
kom í ljós alvarleg bilun í vél
varðskipsins Týs. Landhelgisgæslan
á ekki nauðsynlega varahluti, smíði
þeirra er tímafrek og ekki yrði um
varanlega viðgerð að ræða. Reynt
var að fá varahluti úr varðskipinu
Ægi en þá kom í ljós að sama bilun
var í vél hans. Einnig kom í ljós
við slipptöku í janúar að tveir af
tönkum skipsins eru ónýtir sökum
tæringar og sjókælikerfi skipsins
lekur. Slíkur leki ógnar öryggi skips
og áhafnar.
Varðskipið Týr er 46 ára gam
alt og ástand þess orðið bágborið.
Ómögulegt er að sjá fyrir næstu
alvarlegu bilanir. Kostnaður við að
gera skipið siglingarhæft er talinn
nema meiru en sem svara verðmæti
skipsins, eða um 100 milljónum
króna.
Staða á mörkuðum fyrir kaup
á nýlegum skipum, til dæmis
þjónustuskipum úr olíuiðnaðin
um, er talin einkar góð um þessar
mundir. Um er að ræða skip sem
henta vel til að sinna verkefnum
Landhelgisgæslunnar með mikla
dráttargetu, góða stjórnhæfni, gott
dekkpláss og fullkominn slökkvi
búnað. Skip þessi eru vel útbúin
til björgunarstarfa og til aðstoðar
við almannavarnir. Þá eru þau mun
umhverfisvænni en eldri skip.
Þjóðaröryggi og almannavarnir
Í ljósi þess um hve brýnt mál er að
ræða sem varðar þjóðaröryggi, al
mannavarnir, öryggi sjófarenda og
auðlindagæslu hefur ríkisstjórnin
samþykkt tillögu dómsmálaráðherra
þess efnis að þegar verði hafist
handa við kaup á nýlegu skipi. Geta
má þess að skv. 6. gr. fjárlaga fyrir
árið 2021 kemur fram að heimilt
sé að selja varðskipin Tý og Ægi
og leigja eða kaupa hagkvæmari
skip í staðinn. Starfshópur þriggja
sérfræðinga sem skipaður verður
fulltrúum dómsmálaráðuneytis,
Landhelgisgæslunnar og Ríkiskaupa
mun vinna að undirbúningi og fram
kvæmd kaupanna. /VH
Stuðningsgreiðslur við
dýralæknaþjónustu í Dölum og Ströndum
Samningar lausir til umsóknar
Matvælastofnun auglýsir eftir sjálfstætt starfandi dýralæknum til að taka að sér
almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu í Dölum og á Ströndum. Markmiðið
er að tryggja dýraeigendum nauðsynlega almenna þjónustu og bráðaþjónustu við
dýr á landssvæðum þar sem fjöldi dýra er takmarkaður og/eða verkefni dýralækna af
skornum skammti.
Starfið felur í sér að gegna dýralæknisþjónustu fyrir búfé og gæludýr í Dölum og á Ströndum og að
taka að sér tiltekin störf fyrir Matvælastofnun. Þjónustusamningur er gerður til tæplega fjögurra ára,
gildir frá 1. júlí 2021 til og með 30. apríl 2025.
Um þjónustusvæði 2 er að ræða sem hjúpar Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Árneshrepp,
Kaldrananeshrepp og Bæjarhrepp.
Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á netfangið starf@mast.is merktar “Dýralæknir – þjónustusvæði
2”, ásamt starfsferilskrá, prófskírteinum og kynningarbréfi. Umsóknarfrestur er til og með 29. mars
2021. Nánari upplýsingar um samninginn er að finna á vef Matvælastofnunar: www.mast.is.
Austurvegi 69 // 800 Selfoss // 480 0080 // buvelar@buvelar.is // www.buvelar.is
• Dyna 4 skipting: 16 + 16
Rafskiptur með 4 gírum og 4 milligírum
Vökvavendigír
• 4 strokkar 115 hestöfl
• Ámoksurstæki með vökvadempun, 3ja sviði, Euro-SMS ramma og innbyggðum stjórntækjum
• 100 lítra vökvadæling
• 3 vökvasneiðar (3x2)
• Vökvavagnbremsuloki (1+2)
• Lyftukrókur með vökvaútskoti
• 3. hraða aflúrtak, 540-540E-1000
• Frambretti, sveigjanleiki í beygju
• Dekk 540/65R34 og 440/65R24
• Húsfjöðrun
• Loftkæling
• Stillanlegt loftpúðasæti
• Farþegasæti m/öryggisbelti
• Útvarp m/CD, MP3, USB og Bluetooth
• Visio glerþak fremst á ökumannshúsi
• 2 vinnuljós framan og 2 aftan
• Vinnublikkljós
Verð með ámoksturstækjum kr.
12.680.000
án vsk.
ve
rð
m
ið
að
v
ið
g
en
gi
E
U
R
1
5
5
MF 5S.115
Búnaður:
Í skýrslu Hafró í desember síðastliðinn, er meðaltal aldursskiptra vísitalna í
fjölda næstliðinna sjö árganga í ýsu 2014 til og með 2020 rúmum fjórðungi
hærra en tímabilið 1999 til 2005.
Landssamband smábátaeigenda:
Ýsan vanmetin
Samkvæmt því sem segir á vef
Landssambands smábátaeigenda
er ýsustofninn við landið vanmet-
inn og því ástæða til að bæta við
veiðiheimildir.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambandsins, segir að niður
stöður rallsins 2020 sýndu að ýsu
stofninn er í góðu ásigkomulagi
og samkvæmt aflareglu ráðlagði
Hafrannsóknastofnun um 9% aukn
ingu frá fiskveiðiárinu 2019/2020.
„Í skýrslu Hafró í desember síð
astliðinn, er meðaltal aldurs skiptra
vísitalna í fjölda næstliðinna sjö
árganga í ýsu 2014 til og með 2020
rúmum fjórðungi hærra en tímabilið
1999 til 2005. Ráðlagður heildar
afli nú er hins vegar aðeins 45.389
tonn en var fiskveiðiárið 2005/2006
105.000 tonn. Jafnframt er meðal
þyngd allra þeirra árganga sem nú
er verið að veiða yfir langtíma með
altali.
Nú er fiskveiðiárið hálfnað
og staða margra útgerða farin að
þrengjast. Í krókaaflamarkinu er
búið að veiða um fjórðungi meira
en það sem bátarnir fengu úthlut
að samkvæmt aflahlutdeild. Með
því að skipta þorski út fyrir ýsu úr
aflamarkskerfinu hafa þeir aukið
heimildir um 1.655 tonn. Þrátt
fyrir það eru aðeins þúsund tonn
eftir sem endast verður til loka fisk
veiðiársins. Sambærilegur vandi er
í aflamarkskerfinu, 11 þúsund tonn
óveidd.
Fyrirsjáanlegt er að fjölmargar
útgerðir, jafnt stórar sem smáar
þurfa að óbreyttu að stöðva veiðar
á næstunni. Við því þarf ráðherra að
bregðast með því að bæta strax við
heimildum en ekki bíða með það til
1. september.“
Örn segir að Landssamtök smá
bátaeigenda og Sjómannasamtökin
hafi átt fund með sjávarútvegsráð
herra um stöðuna og hafi ráðherra
í framhaldinu komið á fundi milli
samtakanna og hafrannsóknastofn
unar. /VH
Varðskipið Týr. Mynd / Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan:
Samþykkt að kaupa nýlegt
skipi í stað varðskipsins Týs
Nýhöfn fasteignasala hefur til sölu jarðirnar
Gestsstaði og Höfðatún í Fáskrúðsfirði,
ásamt öllum fasteignum og hlunnindum.
Gestsstaðir og Höfðatún eru næstu jarðir
sem liggja að þéttbýli Fáskrúðsfjarðar, og
örskammt frá Fáskrúðsfjarðargöngum.
Hlunnindi eru malartekjur úr Dalsá,
silungsveiði í Dalsá og rjúpnaland upp
á Hoffellsdal.
Mikið og gott útsýni er frá Gestsstöðum
og Höfðatúni yfir sveitina og fjörðinn.
Óskað er eftir tilboðum í jarðirnar báðar
ásamt mannvirkjum.
Stærð íbúðarhúsa:
Gestsstaðir 163,2 fm og
Höfðatún 76,6 fm.
Stærð jarða samtals:
ca. 900 hektarar.
Gestsstaðir og Höfðatún í Fáskrúðsfirði
Hafið samband við Elvar Lund fasteignasala
í síma 693 3518 eða elvar@nyhofn.is