Bændablaðið - 11.03.2021, Page 27

Bændablaðið - 11.03.2021, Page 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 2021 27 Örslátrunarverkefninu og var ákærður af Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra fyrir brot á lögum um slátrun og sláturafurðum í október 2019, en sýknaður ári seinna um að hafa gerst brotlegur við þau ákvæði laganna sem ákæran náði til. Matvælastofnun sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu þar sem áréttað var að óheimilt væri að dreifa eða selja kjöt úr heimaslátrun til annarra. Þar kom fram að dýrum sem slátra eigi til að dreifa afurðum þeirra á markað skuli slátra í sláturhúsum með starfsleyfi. Bændum væri hins vegar heimilt að slátra sínu búfé til eigin neyslu. Í örslátrunartillögum Matís var ekki gert ráð fyrir kröfu um beina aðkomu dýralækna til heilbrigðis- skoðunar; hvorki fyrir, né eftir slátr- un. Dýralæknum væri hins vegar heimilt að skoða dýrin, samkvæmt tillögunum. Í hópi sauðfjárbænda í aðgerðar­ hópi um heimaslátrun eru hjónin Hafdís Sturludóttir og Matthías Lýðsson í Húsavík á Ströndum. Matthías er ánægður með fram­ vindu mála varðandi heimaslátr­ unarverkefnið frá síðasta hausti og fagnar því að atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytið muni hafa fulltrúa úr aðgerðahópnum með í ráðum varðandi útfærslur á ýmsum atriðum í væntanlegri reglugerð um heimaslátrun. Hann telur að breytingarnar muni geta gagnast þeim sem hafa verið að taka heim skrokka úr sláturhúsunum til vinnslu og sölu afurða beint frá býli, þeim sem hafa selt kjötafurðir beint frá afurðastöðvum – og þeim sem hafi aðstöðu, getu og vilja til að fara út í heimaslátrun og sölu. Fyrirhugaðar breytingar muni hins vegar ekki breyta afkomumöguleik- um greinarinnar sem slíkrar. Talsverður sparnaður „Ég þekki talsverðan fjölda bænda sem selja verulegan hluta af inn- legginu strax í sláturtíðinni og fyrir þá verður þetta góð breyting. Einnig þeir sem eru með eigin vinnslu, eins og við erum með, fyrir þá getur orðið talsvert hagræði af breytingunni. Það kostar auðvitað að láta slátra fyrir sig, vinna kjötið og flytja það til baka. Staðan hjá okkur er þannig að miðað við núverandi forsendur myndum við spara okkur um milljón krónur ef við gætum sjálf slátrað þeim fjölda sem við tökum heim til vinnslu úr slátur- húsinu. Þá er ég að miða við um 200 skrokka, bæði lömb og ær. En staðan á lambakjöts mark aðnum er hins vegar þannig að það er offram- boð á markaði þannig að það bjargar ekki greininni þó að fleiri framleið- endur færi sig yfir í hóp þeirra sem selja frekar beint frá býli. Það er kaupendamarkaður með lambakjöt en ekki seljendamarkaður,“ segir Matthías. Hann bætir við að fyrir þau sé ekkert endilega víst að þau muni taka stærri skerf til sín til slátrunar og vinnslu en sem nemur þessum skrokkum sem þau taka heim núna. Slátrun og kjötmat Matthías telur að það þurfi að huga að ýmsum hagnýtum atriðum í reglugerðinni; til að mynda hvað verður um úrgang eins og vambir og gor – og hvernig gæðastýringin verður á þessum bæjum til dæmis. „Sumsé, það þarf að ganga frá ýmsum atriðum varðandi eftirlit og umgjörð fyrir þessari starfsemi,“ segir hann. „Það þarf líka að gera kröfur um lágmarkskunnáttu þeirra sem munu starfa við slátrun og hægur vandi að verða sér úti um viðeigandi menntun auðvitað – ég bendi til dæmis á námskeið á vegum Matís sem heitir Slátrun og kjötmat sem leið.“ Ánægð með niðurstöður skýrslu um heimaslátrunarverkefnið Að sögn Matthíasar er ánægja í aðgerðahópunum með skýrsl- una um heimaslátrunarverkefni ANR. „Fyrst og fremst erum við ánægð með niðurstöður mæling- anna. Þá á ég við örverumæl- ingarnar og sýrustigsmælingarnar. Sýrustigsmælingarnar er áreiðan- legur mælikvarði á kjötgæði af- urðanna; hvað varðar meyrni og áferð. Niðurstöðurnar voru hreint út sagt frábærar – enda höfðu lömbin ekki þurft að ferðast um langan veg til slátrunar. Síðustu dvalarstaðir lamb anna voru þeirra eigin fjárhús. Síðan eru það örverumælingarn- ar, sem komu mjög vel út þrátt fyrir að slátrunin fari fram við mismun- andi aðstæður, á mismunandi stöð- um og fólk stóð að slátruninni sem hafði mismunandi reynslu. Tilraunin sýnir mér það að ef gerðar eru kröfur um ákveðnar ytri aðstæður og innri þekkingu slátraranna þá sé þetta bara í góðu lagi.“ Hafdís Sturludóttir og Matthías Lýðsson í kjötvinnslunni í Húsavík á Ströndum. Mynd / Húsavík Um 200 skrokkar fara frá Húsavík hvert haust í sláturhús og til baka í vinnslu. Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson í Birkihlíð eru þátttakendur í aðgerðahópi sauðfjárbænda um heimaslátrun. Mynd / Þórkatla Björt Sumarrós Þrastardóttir Eva Margrét Jónudóttir við mælingar í tilraunaverkefni Matís á bænum Birkihlíð í Skagafirði, þar sem slátrað var samkvæmt örslátrunartillögunum. Kjötafurðir beint frá Birkihlíð. Matthías Lýðsson í Húsavík á Ströndum: Grundvallarbreyting fyrir möguleika sauðfjárbænda – en breytir ekki afkomumöguleikum greinarinnar Steinsagir – Kjarnaborvélar – Gólfsagir Allt fyrir atvinnumanninn MHG Verslun ehf / Víkurhvarfi 8 / 203 Kópavogi / S: 544-4656 / mhg.is Husqvarna K770 Sögunardýpt 12,5cmDM400 kjarnaborvél Hámark: 350mm LF75 LAT Jarðvegsþjappa Þjöppuþyngd 97 kg Plata 50x57cm Steinsagarblöð og kjarnaborar FS400 LV Sögunardýpt 16,5cm K7000 Ring 27cm Sögunardýpt 27cm

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.