Bændablaðið - 11.03.2021, Síða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 202130
C120.7-6 PCAD
Verð áður 34.900 kr.
Tilboðsverð
24.430 kr.
Premium 180-10
Verð áður 123.800 kr.
Tilboðsverð
86.660 kr.
C125.7-6 PC X-tra
Verð áður 32.800 kr.
Tilboðsverð
22.960 kr.
Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | 515 1100 | Austurvegi 69 | 800 Selfossi | 480 1306 | Olís Njarðvík | 260 Reykjanesbæ | 420 1000 | rekstrarland.is
C135.1-8 PC
Verð áður 39.799 kr.
Tilboðsverð
27.859 kr.
LAGERHREINSUN
Á NILFISK HÁÞRÝSTIDÆLUM 30%AFSLÁTTUR
UTAN ÚR HEIMI
Indverskir bændur mótmæla
Bændur á Indlandi sem hafa mót-
mælt í Delí undanfarna mánuði
segja að ekki sé hægt að líta ein-
göngu á landbúnað sem hagfræði-
lega stærð sem skuli reka sam-
kvæmt lögmálum markaðarins.
Að sögn bændanna er landbúnað-
ur hluti af lífi þeirra, hvort sem á
hann sé litið út frá félags-, menn-
ingar- eða trúarlegum forsendum.
Landbúnaður og fæðuframleiðsla
á Indlandi er gríðarlega mikil enda
voru Indverjar taldir vera tæplega
1,4 milljarðar um síðustu áramót
og um 60% þjóðarinnar starfa í
tengslum við landbúnað og fæðu
framleiðslu. Talmaður bænda segir
að landbúnaður sem er miðlægur
í lífi og trúarbrögðum þjóðarinnar
hafi hnignað mikið á síðustu ára
tugum og eigi í dag við djúpstæðan
vanda að stríða.
Hundruð þúsunda
bænda mótmæla
Frá því í nóvember á síðasta ári hafa
hundruð þúsunda bænda á Indlandi
safnast saman í þremur búðum í
útjaðri Delí til að mótmæla nýjum
lögum og stefnu stjórnvalda í land
búnaði og endurheimta það sem
bændurnir segja rétt sinn til að
stunda landbúnað á eigin forsendum.
Búðirnar þar sem bændurnir hafa
safnast fyrir eru vel skipulagðar, með
húsvögnum, stóreldhúsum og svefn
skálum og mögulega gætu mótmæl
in því staðið í nokkur ár. Auk þess
sem sett hefur verið upp bókasafn og
önnur aðstaða til afþreyingar.
Óánægja með lagasetningu
Í september síðastliðinn samþykkti
ríkisstjórn Indlands þrenn ný lög
sem áttu að leiða til mestu framfara
í indverskum landbúnaði í áratugi.
Lögin voru samþykkt án samráðs
við bændur eða forsvarsmanna þeirra
í landinu og í framhaldinu hefur
lögunum verið mótmælt kröftug
lega. Með samþykkt laganna þykir
bændum freklega framhjá þeim
gengið og þeir segja að lögin tak
marki rétt sinn þegar kemur að
samningum við stór matvælafyr
irtæki. Enda hugmyndin með lög
unum að auka vægi einkafyrirtækja
í indverskum landbúnaði og draga
úr afskiptum ríkisins.
Mótmæli vegna setningar laganna
hófust í landbúnaðarhéruðum í norð
urhluta landsins þar sem síkar eru í
meirihluta. Mótmælin fóru hægt af
stað og fólust aðallega í fjöldasetum
við opinberar byggingar og í að loka
götum og stöðva flutninga á vörum.
Í nóvember varð breyting á þegar
samtök bænda í landinu tóku hönd
um saman og hvöttu félagsmenn sína
til að taka þátt í mótmælagöngu sem
halda skyldi til Delí.
Viðbrögð bænda við kallinu voru
mikil og í framhaldinu tóku hundruð
þúsunda bænda sig upp og stefndu til
borgarinnar gangandi, á dráttarvél
um eða öðrum farartækjum. Á þeim
tímapunkti fór að hitna í kolunum
og sums staðar kom til átaka milli
bænda og yfirvalda sem reyndu að
hefta för þeirra með lögregluvaldi þar
sem beitt var bareflum, táragasi og
vatnsfallbyssum.
Í kjölfarið var fjöldi mótmælenda
fangelsaður og nokkrir blaðamenn
sakaðir um rangfærslur, meðal
annars eftir að hafa sagt að lög
reglan hafi skotið einn mótmælenda
til bana. Stjórnvöld í landinu hafa á
sama tíma brugðist illa við fréttum af
mótmælunum í erlendum fjölmiðlum
og sagt þær óþörf afskipti af innan
ríkismálum. Stjórnvöld hafa einnig
farið fram á að nokkur þúsund færsl
ur frá stjórnmálamönnum, bændum
og blaðamönnum verði fjarlægðar af
samfélagsmiðlum á þeim forsendum
að þær séu villandi.
Viðbrögð stjórnvalda hafa ein
göngu orðið til að stappa stálinu í
bændurna og efla samhug þeirra um
að halda mótmælunum áfram þar til
lögin verða dregin til baka.
Um hvað snúast mótmælin?
Samkvæmt opinberum tölum á Ind
landi starfar hátt í 60% vinnandi fólks
í landinu við störf sem tengjast land
búnaði og samtök bænda í landinu
því öflug.
Meðal þess sem er verið að mót
mæla er að lágmarksverð fyrir það
sem bændur framleiða verður af n
umið og kaupendum því frjálst að
þvinga verð niður eins og hægt er
og engin trygging lengur fyrir því
að bændur fái fyrir framleiðslukostn
aði. Rök stjórnarinnar fyrir því að
afnema lágmarksverð er að kaupend
um muni fjölga og samkeppni aukast
og verð til bænda hækka í kjölfarið.
Bændur segja aftur á móti að með
því að afnema lágmarksverð geti stór
fyrirtæki ákveðið sjálf hvaða verð
þau vilja greiða fyrir landbúnað
arvörur og hagur bænda því versna. Í
kjölfarið munu þeir verða gjaldþrota
og neyðist til að hætta búskap og
selja jarðir sínar.
Fylgjendur laganna segja að í dag
séu það eingöngu vel stæðir bændur
sem njóti þess að fá greitt lágmarks
verð sem tryggi afkomu þeirra en
að bændur sem stundi nánast sjálfs
þurftarbúskap njóti þess ekki.
Annað sem fylgjendur laganna
hafa bent á er að stór hluti landbún
aðar í Indlandi sé ótæknivæddur og að
það verði að uppfæra hann að kröfum
nútímans til að mögulegt sé að fæða
Indverskir bændur á leið til Delí að mótmæla viðhorfi stjórnvalda og stórfyrirtækja til landbúnaðar.
Þrátt fyrir að mótmælin hafi að mestu verið friðsamleg hafa brotist út átök milli bænda og lögreglunnar.