Bændablaðið - 15.04.2021, Qupperneq 7

Bændablaðið - 15.04.2021, Qupperneq 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 7 LÍF&STARF L ítið gengur mér að afla kveðskapar af Austurlandi. Þó ber ekki að vanmeta þær vísur sem mér bárust úr safni Braga Björnssonar frá Surtsstöðum, og munu þær skreyta þáttinn frekar þegar fram líður. Samt barst þættinum verðmætt bréf frá Jóhannesi bónda á Gunnarsstöðum, en þar segir: „Eitthvað var mér þungt í skapi út í þau öfl sem hér hafa vaðið yfir samfélagið og sölsað undir sig hlunnindi og land í ríkum mæli, líkt og rómuðustu nýlenduherrar mannkynssögunnar væru endurbornir. Eins og stundum vill verða féllu hugsanir í hendingar:“ „Blessuð sértu sveitin mín.“ Sjást nú endalokin, þegar yfir öllu gín auðvaldið og hrokinn. Í síðasta þætti birtust stökur eftir Orm Ólafsson. Nokkuð gekk af því efni, og verður þar um bætt hér. Fyrir eitt af Landsmótum hagyrðinga orti Ormur gleðisöng sem fluttur var við góðar undirtektir viðstaddra: Hér í glaumi glaðværðar gefum tauminn slakan. Oft í flaumi fagnaðar fæðist draumastakan. Lífsins teyguð lindin er, lokka veigar glasa, enda mega ýmsir hér eiga fleyg í vasa. Þótt vínið gylli villustig, vart að snillin flýi. Lítið illa leggst í mig að lenda á fylleríi. Gleymist stress í gleðisöng, glasi hressir bifa. Nóttin blessuð nógu löng. Njótum þess að lifa. En að öðru og eldra efni. Jón biskup Vídalín orti um Guðmund Bergþórsson, fatlaðan gáfumann og skáld: Heiðarlegur hjörvagrér, hlaðinn mennt og sóma. Yfir hann ég ekkert ber utan hempu tóma. Guðrún Þórðardóttir var kona vel hagmælt. Eitt sinn kom til hennar Símon Dalaskáld og kvað á gluggann: Svifinn norðan svönnum frá Símon Bjarna niður. Guðar svona gluggann á, gisting húsa biður. Guðrún svaraði um hæl: Amafrír og orðheppinn, æ með frjálsu sinni, veri Símon velkominn vor í húsakynni. Illugi Einarsson, mývetnskur hagyrðingur, kvað við Gamalíel í Haganesi: Ég er að tálga horn í högld. Hagleiks snilld er burtu sigld. Gamalíel botnaði að bragði: Illugi felldi tröllið Tögld. Trúi ég hún væri brúnayggld. Guðmundur Friðjónsson á Sandi í Aðaldal orti um Erling bróður sinn ungan: Elli er mikið upp á heim, eigi ‘ann Helgu í næði. Kvensemis af kynjum tveim komin eru bæði. Erlingur Friðjónsson sjálfur orti svo á skömmtunarárunum: Komin er þjóð í krappa nauð. Kelur gróðahrókinn. Nú er orðið náðarbrauð náttkjóllinn og brókin. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 271MÆLT AF MUNNI FRAM Reynir Þór Jónsson og Fanney Ólafsdóttir með verðlaunin sín fyrir að vera með afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi árið 2020. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson Búnaðarsamband Suðurlands: Hurðarbaksbúið og Birtingarholt verðlaunuð Nýlega kallaði Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, kúabændurna á Hurðarbaki í Flóa, þau Fanneyju Ólafsdóttur og Reyni Þór Jónsson, ásamt Fjólu Ingveldi Kjartansdóttur, kúabónda í Birtingarholti í Hrunamannahreppi, á sinn fund. Ástæðan var sú að hann var að veita þeim verðlaun. Annars vegar fékk Hurðarbaksbúið verðlaun fyrir að vera afurðahæsta búið á Suðurlandi 2020. Hins vegar fékk kúabúið í Birtingarholti verðlaun fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2020, sem var Ösp hjá Fjólu Ingveldi og Sigurði Ágústssyni. Hún mjólkaði 14.062 kg. Meðalafurðir voru 8.445 kg á árskú á Hurðarbaki 2020 en búið var líka afurðahæst árið 2019. Á bænum eru um 50 mjólkandi kýr. /MHH Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir með verðlauna­ gripina sem þau Sigurður Ágústsson fengu fyr­ ir Ösp, en hún mjólkaði 14.062 kg á síðasta ári. Hanzi er eini hundur landsins sem er með vottun til að leita að myglu „Hanzi er frábær hundur sem er að reynast mjög vel. Hann er fjögurra ára, fluttur inn frá Svíþjóð og þjálfaður frá grunni af mér. Það er meira en nóg að gera hjá okkur en við erum í samstarfi við Mannvit þegar kemur að því að leita að myglu í húsum,“ segir Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir hundaþjálfari, sem býr á bænum Selási í Holtum í Rangárþingi ytra. Hanzi er fyrsti og eini mygluhundurinn á Íslandi með vottaða úttekt til leitar frá þýsku umhverfisstofnuninni. Brjálað að gera um páskana „Það var brjálað að gera hjá okkur um páskana en Hanzi var þá að leita á stöðum þar sem enn var að greinast mygla þrátt fyrir að búið væri að lagfæra sjáanlegar skemmdir. En þar nýtist hann einmitt best, þar sem við sjáum ekki ummerki. Ég hvet fólk, ef það hefur grun um leynda myglu í húsum, finnur fyrir óútskýrðum höfuðverkjum, raddleysi eða öðrum veikindum sem tengjast ákveðnum rýmum og vilja athuga hvort mygla gæti verið að hreiðra um sig, hafi samband við mig í tölvupósti á allirhundar@ gmail.com og fyrir frekari skoðanir, úttektir og mat á byggingum að hafa samband við verkfræðistofuna Mannvit,“ segir Jóhanna enn fremur. /MHH Hanzi er vinnuhundur og að vinna við leit er það skemmtilegasta sem hann gerir, ekki síst þegar um myglu er að ræða. Hann er þjálfaður upp af Jóhönnu Þorbjörgu. Hér er Jóhanna Þorbjörg og tíkin Hallbera, sem hún er að þjálfa upp í efnaleit. Hallbera er innflutt frá Lettlandi, rúmlega eins árs og einn efnilegasti vinnuhundur sem Jóhanna hefur komist í tæri við.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.