Bændablaðið - 15.04.2021, Qupperneq 11

Bændablaðið - 15.04.2021, Qupperneq 11
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 11 Flutningur Búnaðarstofu frá MAST til ráðuneytis: Ráðuneytið telur flutninginn hafa verið framfaraskref – Enn er beðið eftir áliti umboðsmanns Alþingis við fyrirspurn BÍ Bændasamtökin óskuðu fyrr á árinu eftir áliti umboðsmanns Alþingis á flutningi starfsemi Búnaðarstofu frá MAST til atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins. Bent var á að í slíkum flutningi fælist mögulega brot á lögum um opinbera stjórnsýslu. Bændablaðið óskaði því eftir upplýsingum um fyrirkomulag á verkefnum sem snúa að fram- kvæmd búvörusamninga innan ráðuneytisins. Bændasamtökin bíða enn eftir áliti umboðsmanns Alþingis, en í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Bændablaðsins segir: „Verkefni sem áður tilheyrðu búnaðarstofu Matvælastofnunar voru flutt til ráðuneytisins með lögum nr. 84/2019 sem samþykkt voru á Alþingi 13. júní 2019. Með lögunum voru stjórnsýsluverkefni við framkvæmd búvörusamninga og söfnun hagtalna um búvörufram- leiðslu færð frá Matvælastofnun til atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins og heyra þau verkefni nú undir nýja skrifstofu landbúnaðar- mála í samræmi við markmið um að efla stjórnsýslu landbúnaðarmála innan ráðuneytisins.“ Telur tilfærslu verkefnanna frá Matvælastofnun til ráðuneytisins hafa verið framfaraskref „Nýtt skipurit atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins tók gildi í október 2020 en með breytingunum urðu til þrjár nýjar fagskrifstofur í stað tveggja áður. Markmið skipulagsbreytinganna var að efla stjórnsýslu, skilvirkni og þjónustu ráðuneytisins með bættum vinnubrögðum, öflugu skipulagi og skýrri verkaskiptingu sem styður við fjölbreytt verkefni. Hlutverk skrifstofu landbún- aðarmála er að skapa skilvirka umgjörð um landbúnaðarfram- leiðsluna. Á skrifstofunni starfa 11 starfsmenn með fjölbreytta þekkingu sem nýtist vel í þeim verkefnum sem þar er sinnt. Verkefni er varða framkvæmd búvörusamninga og söfnun hagtalna heyra undir verkefni skrifstofunnar og eru þannig afmörkuð með skýrum hætti innan ráðuneytisins. Starfsmenn skrifstofunnar vinna saman að því að tryggja skilvirka framkvæmd samninganna, framþróun í staf- rænni þjónustu og upplýsinga- söfnun og -miðlun. Ráðuneytið telur tilfærslu verk- efnanna frá Matvælastofnun til ráðu- neytisins hafa verið framfaraskref sem er til þess fallið að efla stjórn- sýslu og stefnumótun á málefnasviði landbúnaðar.“ /HKr. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. VIÐ HESTAFRÆÐIDEILD HÁSKÓLANS Á HÓLUM er laus staða lektors. Við erum að leita eftir einstaklingi sem hefur þekkingu og reynslu á sviði hestafræða eða í skyldum greinum, s.s. búvísindum eða dýralækn- ingum. Þekking á kennslufræði er kostur. Mikilvægt er að búa yfir reynslu og miklum áhuga á hestum. Í STARFINU FELST: • Kennsla í grunn-og framhaldsnámi • Rannsóknir og öflun rannsóknastyrkja • Virk þátttaka í gæðastarfi og stjórnun deildarinnar og háskólans • Erlent og innlent samstarf MENNTUNAR- OG HÆFNIKRÖFUR: • Meistaragráða eða sambærilegt, doktorspróf er kostur • Reynsla af rannsóknum og stjórnun • Hæfni í samskiptum og geta til samstarfs í nútímaháskólaumhverfi • Ábyrgð, frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni Hestafræðideild Háskólans á Hólum býður upp á BS nám í reiðmennsku og reiðkennslu auk meistaranáms í hestafræðum. Markmið Hestafræðideildar er að veita fagmenntun á sviði reiðmennsku, reiðkennslu, tamninga og hestahalds og að vinna að þróun og nýsköpun með rannsóknastarfsemi. Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opin- bera háskóla nr. 85/2008 og reglna um nýráðningar og framgang akademískra starfsmanna við Háskólann á Hólum. Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Um 100 % stöðu er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2021 og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinn Ragnarsson, deildarstjóri, í síma 861 1128, netfang sveinn@holar.is. Umsóknir skulu berast á netfangið umsoknir@holar.is merktar „lektor hestafræði“. Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum, ferilskrá og samantekt fræðastarfs. Einnig skal fylgja kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir störfum sínum við kennslu og rannsóknir. Umsækjandi skal útvega tvenn meðmæli sem meðmælendur sendi beint á ofangreint netfang. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. HÓLASKÓLI - HÁSKÓLINN Á HÓLUM Hólum í Hjaltadal, 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 · holaskoli@holar.is · www.holar.is STAÐA LEKTORS VIÐ HESTAFRÆÐIDEILD HÁSKÓLANS Á HÓLUM Kirkjubæjarklaustur: Gestastofa í útboð Framkvæmdasýsla ríkisins fyrir hönd umhverfis- og auðlinda- ráðuneytisins hefur nú opnað fyrir útboð á byggingu nýrrar gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Kirkjubæjarklaustur. Gestastofan mun rísa á lóð sunn- an Skaftár á móts við sundlaugina á Kirkjubæjarklaustri og mun tengjast við þorpið með göngubrú. Gestastofan mun þjóna upplýsinga- gjöf til ferðamanna um þjóðgarðinn og nágrannasvæði hans, auk þess sem þar verður vönduð fræðslusýn- ing um náttúru og mannlíf svæðisins. Í útboðinu kemur fram að byggingin er einna hæðar bygging með kjallara undir hluta hennar og mun hún falla vel að landinu og verður þakið lagt með torfi. Nú þegar er búið að grafa fyrir húsinu en sú framkvæmd var boðin út sérstaklega. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs. /MHH Íbúum fjölgar stöðugt í Ölfusi Íbúum í Sveitar- félaginu Ölfuss hefur fjölgað mikið á síð- ustu tveimur árum og held- ur enn áfram að fjölga. „Já, fjölgunin hefur verið hröð því á rúmum tveimur árum hafi fjölgað um rúmlega 10% og ekki sé annað að sjá en að áframhaldandi fjölgun verði. Siðan 1. desember síðastliðn hefur íbúum t.d. fjölgað um 47 eða 2%. Til samanburðar fjölgaði íbúum í Árborg um 0,6% og Hveragerði um 0,2% á þessum tíma,“ segir Elliði Vignisson, bæj- arstjóri. Íbúar sveitarfélagsins eru í dag um 2.500. /MHH Elliði Vignisson.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.