Bændablaðið - 15.04.2021, Side 25

Bændablaðið - 15.04.2021, Side 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 25 að hringrásarhagkerfi og eru aðlöguð að því magni úrgangs sem er í boði. Þó að ferlið sjálft á bak við kolefn- isvatnshitun hafi verið þekkt í 100 ár þá hefur það ekki verið notað í iðnaðartilgangi nema síðustu 20 árin. Áburðurinn verður til við vinnsl- una en hráefnið sem verður notað breytist annars vegar í þurrefni, sem inniheldur að megninu til hreint kolefni, og hins vegar að vatni sem inniheldur meðal annars steinefni, sykrur og lífrænar sýrur. Þau efni sem eru í hvað ríkustum mæli í frávatninu eru nitur, fosfór og kalíum – og líkt og með annan tilbúinn áburð verða þau uppistaðan í áburðinum sem KindaKol kemur til með að framleiða. Kindakolin sjálf, það er þurrefnið sem verður til, virka einnig vel í landbúnað- artilgangi en rannsóknir hafa bent til þess að þau auki bæði frjósemi og vöxt plantna. Svo eru að sjálfsögðu miklir kost- ir fólgnir í því hversu mikið kolefni binst í jarðveginum ásamt því að stór yfirborðs- flötur lífkola gerir það að verkum að þau geta haldið miklu vatni sem stuðlar að rakari jarðvegi. Slíkur jarð- vegur losar betur næringar- efni sem hafa safnast upp í þurrkum.“ Hvað verður um úrganginn okkar? „Stöðugt er verið að þróa og betrumbæta vinnsluferlana og möguleikar þess eru margir, eins og til dæmis þróun áburðar fyrir land- búnað og landgræðslu, nýtist sem orka fyrir kísilver, lífeldsneyti, snyrti- vörur og annars konar nýsköpun með mögulegum útflutningi. Í lífrænum úrgangi má finna mörg tækifæri til grænnar atvinnusköpunar. En líka möguleika til að binda koltvísýring og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það eru kynslóðirnar í dag sem ákveða með aðgerðum eða aðgerðarleysi hvað verður gert við úrganginn okkar – og það mun hafa áhrif á loftslag og umhverfi komandi kynslóða,“ segir Ársæll. Hann bætir við að verkefnið sé nú statt þannig í þróunarferlinu að verið sé að þróa frumgerð af Kindakolunum, með rannsóknum og söfnun gagna. Hann vonast til að hægt verði að kynna vöruna að ári liðnu. /smh Hjá okkur færðu allt fyrir háþrýstiþvottinn Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is BYKO býður nú ýmsar stærðir steinbita fyrir nautgripi á lager Hvort sem verið er að endurnýja eldri fjós eða byggja nýtt bjóðum við steinbita sem henta fyrir öll verkefni. Steinbitarnir eru framleiddir í vottuðum verksmiðjum og uppfylla allar kröfur um evrópustaðla. Steinbitana er mögulegt að fá fyrir allt að 6 tonna öxulþunga. Við bjóðum einnig sérsniðin velferðagólf fyrir steinbita. GÓLF Í GRIPAHÚS NAUTGRIPIR, SVÍN OG SAUÐFÉ Til á lager bondi@byko.is Skræður er þurrkað hrossakjöt, byggt á matarhefð úr Þykkvabænum. Startarar og Alternatorar - Vinnuvélar - Ly�arar - Drá�arvélar - Bátar Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 ára Þarft þú að selja fasteign? Persónuleg þjónusta Fagleg vinnubrögð Loftur Erlingsson Löggiltur fasteignasali s. 896 9565 loftur@fasteignasalan.is Fasteignasalan Bær • Austurvegi 26 • 800 Selfoss Sími: 512 3400 • www.fasteignasalan.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.