Bændablaðið - 15.04.2021, Page 27

Bændablaðið - 15.04.2021, Page 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 Samskip Kvitnos, flutningaskip Samskipa, kom til Íslands 1. apríl síðastliðinn en skipið gengur fyrir fljótandi jarðgasi (LNG) og er það fyrsta sinnar tegundar til að sigla með vörur til og frá Íslandi. Í skipaflota Samskipa eru tvö skip sem ganga fyrir LNG, Samskip Kvitnos og Samskip Kvitbjørn, en sumarið 2018 voru þau einnig þau fyrstu í flota Samskipa til að flytja vörur frá Rotterdam. Að þessu sinni er um að ræða tilfallandi flutninga til og frá Helguvík utan hefðbund- inna siglinga Samskipa til og frá landinu. Samskip tóku við rekstri flutningaskipanna Samskip Kvitnos og Samskip Kvitbjørn við kaupin á Nor Lines árið 2017. Skipin eru því nýleg en þau voru hönnuð af Rolls- Royce Marine og afhent Nor Lines árið 2015. Losar ekkert köfnunarefnisoxíð Í tilkynningu frá Samskip kemur m.a. fram að umtalsverður umhverfisá- vinningur fylgir notkun LNG og falla skipin því vel að umhverfis- stefnu Samskipa. Þau losa til dæmis ekkert köfnunarefnisoxíð (NOx) út í andrúmsloftið, lágmarka losun á brennisteinsdíoxíði (SOx) og losa 70 prósent minna af koltvísýringi en vöruflutningabifreiðar á hvert flutt tonn. Þá eru þau umtalsvert hagkvæmari þegar kemur að orku- nýtingu í samanburði við skip sem brenna hefðbundinni skipaolíu. Samskip Kvitnos er svokallað RoRo- skip en þau flytja bíla og vagna sem hægt er að aka um borð og frá borði. „Við höfum það að markmiði að draga úr umhverfisfótspori starfseminnar eftir fremsta megni og LNG-skipin styðja félagið í því markmiði, og horfa Samskip mjög til reynslunnar af þeim við ákvarðanatöku um nýjustu lausnir þegar kemur að endurnýjun í skipaflotanum. Ör þróun er á því sviði, en notkun raforku á lengri flutningsleiðum fylgja vandamál því enn er mjög dýrt að geyma raforku. Mikið magn orku þarf til að sigla yfir hafið og þar er engar hleðslustöðvar að finna. Við horfum til sjálfbærni og umhverfismarkmiða á öllum sviðum en félagið hefur um áratugaskeið unnið með gámaframleiðendum við að bæta hönnun og efnisval gáma, sem hefur skilað sér í sem eru fimmtungi léttari gámum en fyrir tveimur áratugum. Eins hefur félagið unnið markvisst að því að draga úr notkun pappírs og plasts og unnið gegn matarsóun á vinnustöðvum sínum,“ segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa. /MHH HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Nánari upplýsingar gefur: Grétar Hrafn Harðarson S: 892-1480 Nf: gretarhrafn@simnet.is MEIRA FÓÐUR, LYSTUGRA FÓÐUR Nánari upplýsingar gefur: Grétar Hrafn Harðarson Sími 892-1480 Nf: gretarhrafn@simnet.is Silostop Max stæðuplast er sterkt, einfalt og þunnt og með einstaka súrefnisheldni. www.silostop.com/uk/ Nánari upplýsingar gefur: Grétar Hrafn Harðarson Sími 892-1480 Nf: gretarhrafn@simnet.is GRÆNU VELFERÐARGÓLFIN www.comfortslatmat.com RAFBYLGJUMÆLINGAR OG VARNIR! Kem á staðinn og framkvæmi fyrstu mælingu ókeypis. Uppl. gefa Garðar Bergendal í síma 892-3341 og Rósa Björk Árnadóttir í síma 776-7605. Leitið upplýsinga á www.gardar.info Garðar byrjaði að mæla rafbylgjur sem kom úr tenglum, tölvum, farsímum og ljósum. Allar þessar bylgjur hafa áhrif á fólk og skepnur og geta valdið ýmsum kvillum, svo sem: Lamba- og ærdauði gæti verið út af rafmagni ‒ Mígreni ‒ Höfuðverk ‒ Svefntruflunum ‒ Vöðvabólgu ‒ Exemi ‒ Þurrk í húð vegna tölvu ‒ Fótverkjum ‒ Júgurbólgu ‒ Myglusvepp ‒ Skepnudauða ‒ Fósturskaða í dýrum Kristinn Sigurbjörnsson Löggiltur fasteignasali og byggingafræðingur. Sími: 560-5502 Netfang: kristinn@allt.is Sérsniðin þjónusta að þínum þörfum Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Samskip Kvitnos, flutningaskip Samskipa: Skip sem gengur fyrir fljótandi jarðgasi TÆKNI&VÍSINDI Samskip Kvitnos, flutningaskip Samskipa, sem kom nýlega til Íslands, en skipið gengur fyrir fljótandi jarðgasi (LNG) og er það fyrsta sinnar tegundar til að sigla með vörur til og frá Íslandi.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.