Bændablaðið - 15.04.2021, Side 31

Bændablaðið - 15.04.2021, Side 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 31 Stígagerð í fólkvanginum í Glerárdal verður framhaldið á komandi sumri, en verkið hófst síðastliðið sumar við stíg sem lggur fram dalinn að austanverðu, frá bifreiðastæði að Lamba, skála Ferðafélags Akureyrar. Verkefninu er skipt upp í þrjá áfanga, þeim fyrsta er lokið og hafist verður handa við þann næsta í sumar. Akureyrarbær fékk 24 milljónir króna í styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna þess áfanga en sá fyrsti hlaut einnig styrk úr sjóðnum. Næsti áfangi hefst þar sem hinum fyrri lauk, um fjóra kílómetra inni í dalnum. Í verkinu felst að rista fyrir stíg og setja stalla í hann, einnig að koma fyrir ræsum og brúm mýrlendis og lækja á um fjögurra kílómetra kafla. Síauknar vinsældir Stór hluti Glerárdals var friðlýstur sem fólkvangur árið 2016. Dalurinn er mótaður af jöklum og einkennist af stórbrotinni náttúru, fjölbreyttum berggerðum og gróðri, en mólendi og votlendi setja svip á dalinn. Fólkvangurinn nýtur síaukinna vin- sælda sem útivistarsvæði en hefur verið erfiður yfirferðar. Markmiðið er að auka aðgengi að honum og almenna nýtingu. Eftir að stíga- gerð hófst hafa fleiri en áður notið gönguferða um dalinn, segir í frétt á vefsíðu Akureyrarbæjar. /MÞÞ ÍSLAND ER LAND ÞITT Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra við rafræna undirritun samningsins. Mynd / SSNV Markaðsstofa Norðurlands tekur að sér hlutverk áfangastaðastofu Áfangastaðastofa verður opnuð á Norðurlandi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferða- mála-iðnaðar- og nýsköpun- arráðherra hefur undirritað samning við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra um stofnun slíkrar stofu. Með undirritun samningsins eru orðnar til áfangastaðastofur í öllum landshlutum að undanskildu höfuð- borgarsvæðinu en stofnun áfanga- staðastofu þar er í undirbúningi. Þar með er leidd til lykta vinna við upp- byggingu stoðkerfis ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem hófst í raun með útgáfu áfangastaðaáætlana fyrir alla landshluta árið 2018. Áfangastaðastofur hafa það að meginmarkmiði að stuðla að jákvæðum framgangi svæðisbund- innar ferðaþjónustu með fram- kvæmd áfangastaðaáætlunar fyrir viðkomandi landsvæði og tryggja að sú áætlun sé í samræmi við m.a. aðra lögbundna áætlanagerð og aðal- og deiliskipulag viðkomandi svæði. Um árabil hafa landshlutasam- tökin tvö á Norðurlandi átt far- sælt samstarf við Markaðsstofu Norðurlands. Markaðsstofan mun í framhaldi af fyrrgreindum samningi taka að sér hlutverk áfangastaðastofu fyrir Norðurland. /MÞÞ Stígagerð um Glerárdal verður haldið áfram í sumar Glerárdalur er mótaður af jöklum og einkennist af stórbrotinni náttúru. Sláttutraktorar, sláttuvélar, slátturóbotar og margt fleira Allt fyrir garðsláttinn MHG Verslun ehf / Víkurhvarfi 8 / 203 Kópavogi / S: 544-4656 / mhg.is Fatnaður og aukahlutir Slátturóbot 315X Slær allt að 1500m2 545RX Hestöfl: 3hp 550 XP MKII Hestöfl: 4,2hp Traktor TC238T Hestöfl: 18hp LC353AWD Hestöfl: 4,8hp Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 29. apríl

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.