Bændablaðið - 15.04.2021, Side 32

Bændablaðið - 15.04.2021, Side 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 202132 „Norðausturhornið er fyrir mörg- um ókannað land, en býður upp á ýmsa möguleika til gönguferða og þar er fjölbreytni mikil,“ segir Halldóra Gunnarsdóttir, formað- ur Ferðafélagsins Norðurslóðar. Félagið hefur boðið upp á göngu- ferðir um Langanes undanfarin ár en nú hafa ábúendur á Ytra Lóni á Langanesi þróað þær ferðir upp á hærra stig í samvinnu við Ferðafélagið og bætt við ýmsum gæðum. Mirjam Blekkenhorst og Sverrir Möller hafa rekið ferðaþjónustu á Ytra Lóni í ríflega tvo áratugi. Hafa þau alla tíð boðið upp á útivist og gönguferðir auk þess að kynna búskapinn fyrir þeim ferðalöngum sem þess óska. Þá hafa þau lagt áherslu á kyrrð og frið sem einkenn- ir Langanesið. Ytra Lón stendur 14 kílómetra norðan við Þórshöfn, en þar er fjöl- breytta þjónustu að finna. Mirjam segir að á komandi sumri verði í boði alls 6 skipulagðar gönguferðir um Langanes, frá byrj- un júní og fram yfir miðjan ágúst. Sú fyrsta hefst þann 7. júní og síð- asta ferðin sem í boði verður í sumar hefst 15. ágúst. Gönguferðirnar eru fjögurra daga og gist er í fimm nætur. Mirjam segir að í ferðunum sé áhersla lögð á að kynna menn- ingu og sögu svæðisins. Gestir geta fylgst með búskapnum, en ábúendur hafa marga bolta á lofti auk þess að reka stórt sauðfjárbú með 460 vetr- arfóðruðum kindum. Þar fer fram þjálfun smalahunda, trjárækt hefur verið stunduð um árabil og votlendi hefur verið endurheimt. Öllu þessu geta göngugarpar fengið að kynnast í sumar því farið er í heimsókn í fjárhúsið þar sem allt er skoðað í krók og kring og sagt frá ýmsu í nútímalegum búskap. Jafnvel verð- ur hægt að sjá smalahundaþjálfun í gangi. Ferðaþjónustan á Ytra Lóni hefur upp á 9 stúdióíbúðir að bjóða með baðherbergi og litlu eldhúsi sem vel rúmar 2 til 3 einstaklinga. Veitingasala er á staðnum og áhersla lögð á afurðir af býlinu. Þau Mirjam og Sverrir hafa boðið upp á fuglaskoðunar- og fræðsluferðir um Langanes á Land Rover jeppum og hafa þær notið vinsælda. Farið um gamlar kirkjuleiðir, eyðibýlahring og upp á Heiðarfjall „Í sumar verða í boði nokkrar skipulagðar ferðir þar sem við leggjum ríka áherslu á að göngugarpar tengist náttúru Langaness, sögu þess og menningu,“ segir Halldóra, sem verður aðalgöngustjóri og sögu- maður í ferðunum. Í gönguferðunum er komið við í eyðiþorpinu Skálum, farið er um lífleg fuglabjörg, litið á rekavið- arhrannir og farið út á ysta odda Langaness. Ein stærsta súlubyggð landsins er svo barin augum í bakaleiðinni. „Við göngum yfir grösug svæði meðfram tærri bergvatnsá og það er áð í birkilundi við lækjarnið, en einnig er gengið um fallegar fjörur sem eru fullar af lífi. Við þræðum gamlar kirkjuleiðir og tökum eyðibýlahring. Förum upp á Heiðarfjallið þar sem ratsjár- stöð varnarliðsins stóð og skoðum ummerki um veru þess á svæðinu. Þá er sungið hástöfum í vitum sem verða á leið okkar og á kvöldin eru í boði dásamlegar kvöldvökur með sögum og fróðleik,“ segir Halldóra. Meðal þess sem við sögu kemur á kvöldvökum eru prestar og prestsmaddömur, baráttu- konur, sterkir menn og ísbirnir, tundurdufl, stríðsrekstur, skrímsli og Skálar, þorpið sem einu sinni var, en sögurnar sem sagðar eru á kvöldvökunum eru bæði úr nútíð og fortíð. Síðdegis suma daga verður hægt að skjótast í sundlaugina á Þórshöfn, sem er bæði falleg og góð. Allt innifalið Gist er í fimm nætur í fallegum íbúðum á Ytra Lóni þar sem bæði er heitur pottur og kaldur. Þátttakendur greiða eitt verð og er innifalið í því gisting, morgunmatur, nesti og kvöldmatur, akstur, leiðsögn, að- gangseyrir og göngukort af svæðinu. Mirjam nefnir að í veitingasölu Ytra Lóns sé lögð áhersla á afurðir beint frá býli, gæðakjöt, silung úr lóninu, egg, rabarbara og sitthvað fleira, en síðasta kvöldið er slegið upp veislu þar sem þessar afurðir eru í öndvegi í bland við skemmtun með glensi og gamni. Þeim sem bóka ferðir fyrir 1. maí býðst 10% afsláttur en allar upplýsingar um gönguferðirnar má finna á vefsíðu Ytra Lóns, ytralon.is. Góð gönguþjálfun Halldóra segir að gönguferðirnar sem í boði verða frá Ytra Lóni í sumar byggi m.a. á þeim ferðum sem Ferðafélagið Norðurslóð hafi boðið upp á í nær áratug. „Það er komin góð reynsla á þessar ferðir sem nýtist vel við skiplag ferðanna frá Ytra Lóni og þátttakendur hafa verið ánægðir. Og við munum einnig eiga í sam- starfi við fleiri sem stunda ferða- þjónustu á þessu svæði,“ segir hún. Erfiðleikastig ferðarinnar er mælt í tveimur skóm, en dagleiðir eru á bil- inu frá 9 kílómetrum og upp í 16. Á köflum er gengið um óslétt land og þýfða móa, þannig að þátttakendur þurfa að vera í góðri gönguþjálfun. Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Gæði og gönguferð um Langanes í boði í sumar: Norðausturhornið er fyrir mörgum ókannað land – Áhersla lögð á að göngugarpar tengist náttúru Langaness, sögu þess og menningu ÍSLAND ER LAND ÞITT Ýmislegt leynist undir björgum Langaness en það er betra að fara varlega. Brim við ysta haf. Áð í birkihvammi við Stífluá á eyðibýlahring. Séð yfir Kumblavík á austanverðu Langanesi. Þar var búið um aldaraðir. Rekaviðarhrönn í Skoruvík á Langanesi. Gengið í fallegri fjöru. Heiðarfjall og Eiðisskarð í baksýn.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.