Morgunblaðið - 26.06.2021, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 26.06.2021, Qupperneq 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021 HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Leyfðu samböndum þínum að þróast eðlilega. Það borgar sig ekki að ýta um of á hinn aðilann. Einhverjar kjaftasögur eru á kreiki, ekki hlusta á þær. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú ert að fara í gegnum breytinga- tímabil og minningarnar streyma fram í hugann. Færðu þig um set innan fyrir- tækisins ef það gerir þig glaðari. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Reyndu að nýta áhrif þín á yf- irboðara eða stjórnendur til þess að gera öðrum gott. Ef þú horfist í augu við óttann þá minnkar hann og hverfur jafnvel. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Fátt er dýrmætara í lífinu en að eiga góða vini, svo leggðu þig fram um að halda þeim. Ekki láta segja þér fyrir verkum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Taktu það ekki nærri þér þótt aðrir hafi eitthvað við þínar skoðanir að athuga. Hjálpaðu til við flutninga ef þú getur. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þolinmæði þín við að ná tiltekinni færni skilar þér árangri að lokum. Sumt er manni ofviða, sættu þig við það. Góður vin- ur missir vinnuna, vertu til staðar fyrir hann. 23. sept. - 22. okt. k Vog Hættu að hugsa um hið ómögulega og einbeittu þér þess í stað að því sem er framkvæmanlegt. Þú ert potturinn og pann- an í öllum partíum. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þótt verkefni þitt virðist lít- ilfjörlegt þá mun nú lausn þess samt færa þér frama. Þú ert glaðlyndið uppmálað og vilt njóta dagsins eins og unnt er. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Gefðu von byr undir báða vængi og láttu ekkert aftra þér frá því að láta draum þinn rætast. Vertu opin/n fyrir breytingum sem tengjast börnunum. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú ættir að setjast niður og fara yfir sviðið og athuga hvort þú getur ekki fært eitthvað til betri vegar. Makinn er við- skotaillur, reyndu að finna út af hverju. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Stundum getur smá dirfska borgað sig en sígandi lukka er ekki verri. Fólk sem eitt sinn forðaðist þig leitar til þín. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi fjármál. Skipu- leggðu tíma þinn betur, þá kemstu yfir fleiri verkefni með góðu móti. unnar frá 2001-2007. Þá kenndi hún á sviðslistadeild Listaháskóla Ís- lands og var stundakennari við tón- listardeild. „Ég útskrifaðist árið 2006 með meistaragráðu í mennt- unarfræðum frá Kennaraháskóla Ís- lands og doktorsprófi frá sama skóla í janúar 2019.“ Þegar staða deildarforseta nýrrar deildar við Listaháskólann var aug- lýst 2008 ákvað Kristín að sækja um. „Ég fékk það draumstarf og síðustu Kristín starfaði í fimm ár við Vesturbæjarskólann eftir útskrift úr KHÍ og hélt áfram í píanó- og söng- námi. Hún var í Austurríki 1990-92 í framhaldsnámi í tónlistar- og dans- kennslu við Orff Institut í Salzburg. Eftir heimkomuna kenndi Kristín fyrst í Vesturbæjarskóla og var síð- an aðjunkt við KÍ til 2008. Einnig starfaði hún við Tónlistarskólann í Reykjavík og hún stofnaði og stýrði Barna- og unglingakór Dómkirkj- K ristín Valsdóttir fædd- ist í Reykjavík 26. júní 1961. „Foreldrar mínir voru báðir með berkla þegar ég fæddist og ég því sett beint í fangið á föðurömmu minni og nöfnu og hún ól mig á mjólkurblandi og spínati úr garð- inum, enda varð ég kröftug og óx hratt.“ Eftir tvö ár flutti fjölskyldan í austurbæinn meðan foreldrar hennar voru að byggja í Breiðholti og þegar Kristín var níu ára fluttu þau í nýja raðhúsið. „Þá var Mjóddin kofabyggingarsvæði fyrir krakkana úr hverfinu og Seljahverfið ekki til – bara mýri og frábært skautasvell.“ Kristín hóf píanónám sex ára gömul í Tónlistarskóla Sigursveins og hélt því áfram þar til handboltinn tók við, en hún spilaði með ÍR fram til 18 ára aldurs. „Ég er mikil félags- vera og var á kafi í dansi og hand- bolta og fannst ekki spennandi að sitja ein við hljóðfærið í marga klukkutíma á dag. Ég tók mér þess vegna pásu, en byrjaði aftur að læra á píanó undir tvítugt.“ Eftir útskrift úr Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti tók Kristín sér árs frí úr námi og réð sig í kennslu við grunnskólann á Eskifirði og haustið eftir fór hún í Kennaraháskólann. „Mér fannst kennslan gífurlega skemmtilegt og fjölbreytt starf og dásamlegt að vinna með börnum. Ég hafði verið í píanótímum á Eskifirði og að sjálfsögðu í kirkjukórnum með Hannesi Þorsteinssyni, sem leiddi mig svo í Dómkórinn hjá Marteini H. Friðrikssyni er ég kom í bæinn. Þar með var framtíð mín sem tón- menntakennara og kórstjóra ákveð- in. Í tæp þrjátíu ár var Dómkirkjan mitt annað heimili og kórinn mín önnur fjölskylda. Sú vinátta og kór- fjölskyldutengsl lifa enn þó rúmlega tíu ár séu liðin frá því að Marteinn féll frá og ég ákvað að kveðja kórinn. Kórastarf og söngur eru stór hluti af lífi mínu og hef ég verið hluti af öðr- um sönghópum eftir að ég hætti í Dómkórnum, m.a. í Ljóta kór og Söngfélaginu. Síðustu fimm árin hef ég svo verið hluti af dásamlegri hljómsveit eða bílskúrsbandi sem kallar sig Kvennabandið.“ tólf árin hef ég leitt uppbyggingu meistaranáms í kennslufræðum fyr- ir listamenn. Samhliða uppbyggingu og kennslu við deildina fór Kristín í doktorsnám og var lokarannsókn hennar samofin starfinu því það snerist um kennslufræði lista. Árið 2018 gaf Háskólaútgáfan út bókina Framtíðarmúsík sem Kristín ritstýrði og innheldur greinar og nýjar rannsóknir á tónlistarkennslu á Íslandi. Sama ár ritstýrði hún ásamt þeim Nönnu Hlíf Ingvadóttur og Elfu Lilju Gísladóttur og tónlist- arkennurum frá Finnlandi námsefn- inu Nordic Sounds, sem er opið vef- efni fyrir kennara og aðra. https://www.nordicsounds.info/app/ #/0/start Fyrr í þessum mánuði var Kristín að ljúka stóru Evrópusam- starfsverkefni fyrir hönd Listahá- skólans þar sem áherslan var lögð á að mennta listamenn til að nýta þekkingu sína með hópum sem eru í hættu á að verða jarðarsettir. Hægt er að kynna sér verkefnið á vefslóð- inni: https://swaipproject.lhi.is/ „Listkennsla og nám eru líf mitt og yndi. Það er hluti af minni lífs- skoðun að hver einstaklingur og hvert einasta barn eigi rétt á tæki- færi til þess að prófa sig áfram og tjá sig á fjölbreyttan hátt í gegnum list- ir og skapandi starf.“ Kristín Valsdóttir, deildarforseti og fagstjóri tónmenntakennslu – 60 ára Deildarforsetinn Kristín er hér eldhress á námskeiði í Listasafni Íslands. Listkennsla er líf mitt og yndi Fjölskyldan EM í Hollandi 2017, f.v.: Kristín, Hrafnhildur Erla, Bergrós Þyrí í fanginu á Birnu Kristínu, Eiríkur, Ingibjörg Anna, Benedikt, Valur Páll, Embla í fangi Unu, Orri. Sigrún Hanna var ófædd þegar myndin var tekin. 30 ára Valgeir er Hafnfirðingur og byggði sér hús í Skarðshlíðinni. „Ég er lykilmaður hjá fyrir- tækinu Kerfóðrun ehf. og er kallaður herra ómissandi.“ Áhuga- málin eru veiði, kappakstur og heim- ilislífið. Maki: Sandra Baldursdóttir, snyrtifræð- ingur og launafulltrúi hjá Kerfóðrun ehf., f. 1988. Börn: Hrefna Dís, f. 2010; Arnar Elí, f. 2013; Gabríel Máni, f. 2016; Óliver Breki, f. 2019; og Aþena Rut, f. 2020. Foreldrar: Páll Sigurðsson múrarameist- ari, f. 1952, og Helen Gunnarsdóttir, áhugaleikkona, ljóðskáld og dagmamma, f. 1953. Valgeir Pálsson Til hamingju með daginn Skagafjörður Kristófer Elmar Sigurð- arson fæddist 3. mars 2020 kl. 20.10. Hann vó 4.180 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Sigurður Heiðar Birgisson og Sigurlína Erla Magn- úsdóttir. Nýr borgari 30 ára Elísabet fædd- ist á Akranesi en ólst upp í Staðarsveit í Snæfellsbæ. Hún er þroskaþjálfi í Grunn- skólanum í Borgarnesi og sauðfjárbóndi í Haukatungu syðri 1 í Kolbeinsstaðahreppi. Hún hefur mikinn áhuga á garðyrkju og að spá í innanhúss- hönnun og svo samveru með börnum og manni Maki: Arnar Ásbjörnsson, sauðfjárbóndi og járningamaður, f. 1990. Börn: Baldur Rafn, f. 2014 og Íris, f. 2020. Foreldrar: Bjarni Vigfússon verktaki, f. 1947, og Sigrún Hafdís Guðmundsdóttir, starfsmaður í Lýsuhólsskóla í Snæ- fellsbæ, f. 1960. Elísabet Ýr Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.