Morgunblaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 9. J Ú L Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 176. tölublað . 109. árgangur . SÓL BUBBA SKÍN BJART HJARTAÐ SLÓ EKKI Í ELLEFU MÍNÚTUR KEPPNISGLEÐIN VARÐ AÐ KVÖÐ HJÁ BILES SIGURBJÖRN BJARNASON 22 HÆTTI KEPPNI Á ÓL 49SJÁLFSMYND dddde 52 „Staðan er í raun ekki ólík því sem verið hefur,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. 122 greindust með kórónuveiruna í gær. Því munar að- eins einu smiti á deginum áður, sem var sá stærsti í sögu faraldursins hér á landi, ef tekið er mið af innanlands- smitum. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Landspítalanum í gærkvöld eru 921 nú í umönnun Co- vid-19-göngudeildar og eru 905 af þeim grænir, eða með væg einkenni. Tólf teljast gulir og því með svæsn- ari einkenni. Fjórir eru þá rauðir og með verulega slæm einkenni vegna veirunnar. Gífurlegur fjöldi sýna var tekinn í fyrradag, en 4.454 sýni voru tekin við einkennasýnatöku, 506 sýni voru tekin á landamærunum og 1.484 sýni voru tekin við sóttkvíar- og handa- hófsskimanir. Fleiri sýni hafa ekki verið tekin á einum og sama degin- um frá því faraldurinn hófst hér á landi. Karl G. Kristinsson, yfirlækn- ir sýkla- og veirufræðideildar Land- spítala, segir mikið álag á sýnatöku- teyminu og á deildinni. „Í fyrradag greindum við 5.400 sýni. Það er lang- mesti fjöldi sem við höfum greint nokkurn tímann. Það var unnið fram á nótt.“ Sigríður Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar og starf- andi forstjóri á Landspítalanum, segir hættustig hafa verið sett á vegna þess að spítalinn var þegar byrjaður að starfa eftir þeim verk- ferlum. Hún segir einnig að margt bendi til þess að færri gjörgæsluinn- lagnir verði sökum bólusetninga en bendir á að sökum dreifðrar veiru í samfélaginu sé hún nú komin inn í viðkvæmari hópa sem sluppu betur í síðustu bylgjum. Þeir einstaklingar séu að leggjast inn á spítala núna. Nýgengi smita er komið yfir 200 samkvæmt nýjustu tölum. Það þýðir að Ísland mun líklega færast yfir á rauðan lista í flokkun Sóttvarna- stofnunar Evrópu í dag, að sögn Ka- millu S. Jósefsdóttur smitsjúkdóma- læknis. Ferðafrelsi Íslendinga kann að skerðast til muna við það. Kortið er uppfært vikulega yfir tveggja vikna tímabil og Kamilla segir það verða að teljast mikil bjartsýni að ætla að Ísland verði komið af rauða listanum fyrir næstu viku. Það þýðir að Ísland mun líklega vera rautt næstu tvær vikurnar, hið minnsta. Til þess að Ísland losni við rauða lit- inn þyrftu smit innanlands að vera töluvert færri það sem eftir er vik- unnar og fram á þá næstu. Faraldurinn á fullri ferð - 98% smitaðra með væg einkenni - Álag á spítalanum - Rauði listinn líklegur M 122 greindust … »6, 27 og 28 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki fengið marga sól- ardaga í sumar og því nýttu margir sér blíðviðrið í gær til úti- veru. Þétt var setið fyrir utan veitingastaði í miðborginni og fjölmennt var í sundlaugum. Búast má við að færri hyggi á ferðalög en ella um helgina vegna samkomutakmarkana en margir hugsa sér þó gott til glóðarinnar. »4 og 14 Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólþyrstir Reykvíkingar nutu blíðunnar í gær 30. JÚLÍ - 10. ÁGÚST FLUG OG GISTING VERÐ FRÁ 75.900 KR. FLUG, GISTING OG INNRITAÐUR FARANGUR WWW.UU.IS | INFO@UU.IS STÖKKTU TIL TENERIFE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.