Morgunblaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 20
Árás Krían getur verið talsvert ágeng við þá sem fara um golfvöllinn og gerir sig líklega til að gogga aðeins í kollinn á þeim með tilheyrandi gargi. „Þetta virðist ætla að verða fínasta kríusumar þar sem ég hef skoðað kríuna í vor og sumar. Það er óvenjugott varp hjá henni,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fugla- fræðingur á Stokkseyri. Ástandið er með betra móti á Innnesjum og mjög gott í Grímsey, þar sem hann var staddur í gær. „Seltjarnarnesið er mjög fínt. Ég held að varpið þar hafi lengi ekki verið jafn gott og það er nú,“ sagði Jó- hann Óli. Eins var kríuvarpið ágætt á Stokkseyri. Ný- lega var hann á Snæfellsnesi og þar voru komnir ungar og krían að bera í þá æti. Hann fór meðal annars að Rifi en þar er mikið kríuvarp. Þar var mikið líf. „Þar sem krían verpir hér er ástandið á henni mjög gott,“ segir Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði. Stærsta kríuvarpið í Austur- Skaftafellssýslu er við Hala í Suðursveit og gróft áætlað urpu þar meira en 2.000 pör í vor. „Það er ekki óvenjulegt að um 40% af ungunum drep- ist í þokkalegu ári. Annar unginn étur þá hinn út á gaddinn. Núna er alger undantekning að finna dauða unga,“ sagði Brynjúlfur. Varpið var um viku seinna en venjulega, líklega vegna kulda í vor. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Seltjarnarnes Mikið kríuvarp er í næsta nágrenni við Nesvöll, sem er mjög vinsæll golfvöllur. Þeir sem spila á vellinum verða vel varir við kríurnar sem eru næstu nágrannar golfvallarins. Kríuungi Margir ungar eru komnir á legg og orðnir fleygir. Þessi fann golftí og var að skoða það. Þetta virðist vera fínt kríuár 20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is GRAND CRU TÍMALAUS KLASSÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.