Morgunblaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021 Ákveðið hefur verið að fresta Landsmóti UMFÍ 50+ sem átti að fara fram í Borgarnesi í lok ágúst. Ástæðan er mikil útbreiðsla kór- ónuveirunnar í samfélaginu. Er þetta annað árið í röð sem fresta þarf landsmótinu vegna veiru- faraldursins. „Við vorum einróma hjá UMFÍ og mótshaldarar í Borgarbyggð um að leggja lóð okkar á vogarskálarnar í baráttunni við útbreiðslu veirunnar og fresta mótinu til að tryggja ör- yggi þátttakenda og þeirra sjálf- boðaliða sem ætluðu að vinna við það. Þótt við þurfum að taka þung- bærar ákvarðanir þá verður bar- áttan ekki unnin öðruvísi en með samheldni,“ er haft eftir Ómari Braga Stefánssyni, framkvæmda- stjóra móta UMFÍ, í tilkynningu. Landsmóti UMFÍ 50+ er frestað Alls 718 brimla, urtur og kópa bar fyrir augu í selatalningu um sl. helgi á 107 km strandlengju Vatns- ness og Heggstaðaness fyrir norð- an. Selasetur Íslands stóð nú í ell- efta sinn að Selatalningunni miklu, eins og viðburðurinn er kallaður, sem nú var efnt til í ellefta sinn. Þátttakendur voru 58; Íslendingar og fólk frá Þýskalandi, Finnlandi, Ísrael, Bandríkjunum og víðar. Þau ár sem selatalningin hefur farið fram hafa sést að meðaltali 757 selir hvert sinn. Árin 2008 og 2009 sáust flestir selir, eða yfir 1.000 bæði árin, en árið 2012 sáust aðeins 422 selir. Í ár sáust 718 selir sem er meira en síðustu þrjú skipti, en þó minna en árlegt með- altal. Töldu fleiri seli nú en þrjú síðustu árin Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Einnig getum við úvegað startara og alternatora í allskonar smávélar frá Ameríku Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði í alternator og startaraviðgerðum. Við höfum áratuga reynslu í viðgerðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verkstæðið er með öll nauðsynleg tæki og tól til þessara verka. Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í prufubekk til að tryggja að allt sé í lagi. Þeim er einnig skilað hreinum og máluðum. Áratuga reynsla Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Fjallahlaupið Súlur Vertical fer fram á Akureyri næstkomandi laug- ardag, 31. júlí, en með breyttu sniði. Undirbúningsnefnd hefur undanfarna daga ráðið ráðum sín- um og metið hvort og þá hvernig hægt sé að halda þetta vinsæla fjallahlaup í ljósi þróunar faraldurs- ins og hertra samkomutakmarkana. Metur nefndin það svo, að höfðu samráði við sóttvarnayfirvöld og samstarfsaðila, að mögulegt sé að halda hlaupið með ábyrgum hætti og víðtækum ráðstöfununum. Flestöllum öðrum dagskrárliðum sem auglýstir höfðu verið á Akur- eyri í tengslum við hátíðina Ein með öllu hefur verið breytt eða hætt við þá. Þannig hefur hliðar- viðburðum Súlna Vertical, menn- ingarhlaupi og krakkahlaupi í Kjarnaskógi, verið aflýst auk þess sem ekkert verður af fyrirhugaðri dagskrá í endamarki í miðbæ Akur- eyrar. Starfsfólk skimað Þar sem því verður viðkomið er gengið lengra en kveðið er á um í núgildandi reglugerð stjórnvalda, fyrst og fremst til að tryggja öryggi keppenda og starfsfólks. Kepp- endur verða beðnir að yfirgefa svæðið eins fljótt og auðið er að hlaupi loknu. Þá má nefna að hlaup- ið verður ræst í hópum sem hver um sig er fámennari en 100 manns, rástímar dreifast því yfir lengra tímabil en upphaflega var áætlað. Flögutími gildir til úrslita, grímu- skylda er í rásmarki og við afhend- ingu gagna, en afhendingartími keppnisgagna hefur verið lengdur til að koma í veg fyrir hópa- myndum. Starfsfólk drykkjarstöðva ber viðeigandi hlífðarbúnað og gæt- ir ýtrustu sóttvarna. Stefnt er að því að skima starfsfólk fyrir Covid-- 19 á föstudaginn. Keppendum er óheimilt að afgreiða sig sjálfir á drykkjarstöðvum. Þátttakendur eru hvattir til að biðja aðstandendur að koma ekki í rásmark eða endamark. Keppendur sem finna fyrir minnstu einkennum eru beðnir að mæta ekki til leiks. Ný krefjandi 55 km leið Fram kemur í tilkynningu að vilji skipuleggjenda standi enn til þess að halda glæsilegt Súlur Vertical- fjallahlaup sem standi undir vænt- ingum hlaupara á öllum getustig- um. Að þessu sinni verður í fyrsta sinn keppt í nýrri og mjög krefj- andi 55 kílómetra vegalengd með 3.000 metra hækkun þar sem farið er meðal annars inn Glerárdal og upp á bæjarfjöllin Súlur og Hlíðar- fjall. Auk þess eru 28 og 18 kíló- metra vegalengdirnar á sínum stað. Mikill undirbúningur hefur átt sér stað undanfarnar vikur og mán- uði og allt að verða tilbúið. Merk- ingum er að mestu lokið á öllum leiðum, brautirnar eru í góðu standi og veðurspáin frábær. Margir af bestu utanvegahlaupurum landsins hafa boðað komu sína í Súlur Verti- cal og er útlit fyrir spennandi og skemmtilega keppni. Gengið lengra í að tryggja öryggi - Fjallahlaupið Súlur Vertical fer fram á Akureyri - Hliðarviðburðum aflýst Súlur Keppendum er óheimilt að afgreiða sig sjálfir á drykkjarstöðvum en starfsfólk þeirra ber viðeigandi hlífðarbúnað og gætir ýtrustu sóttvarna. Hlaup Merkingum vegna fjalla- hlaupsins er að mestu lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.