Morgunblaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 32
Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Steinar Fjeldsted, tónlistarmaður og einn af stofnendum Hjólabrettaskóla Reykjavíkur, segir það gríðarlega mikilvægt fyrir hjólabrettasportið að fá það inn á Ólympíuleikana. Seg- ir hann að stefnan sé nú sannarlega tekin á að senda Íslending á Ólymp- íuleikana en til þess þurfi góða að- stöðu og meiri meðbyr. Hjólabrettaskóli Reykjavíkur hef- ur verið starfandi í um sjö ár en gríð- arlega margir sækja námskeið í skólanum að sögn Steinars, aðallega börn, en einnig fólk á öllum aldri. Í viðtali við Ísland vaknar í vikunni sagði hann að elsti nemandinn hafi verið 70 ára þegar hann sótti nám- skeið hjá skólanum. Steinar benti þó á að ekki séu allir, „skeitarar“ sammála um hversu gott það sé fyrir íþróttina að vera nú orð- in hluti af Ólympíuleikunum. „Það eru skiptar skoðanir á því að vera á Ólympíuleikunum, vegna þess að sumir vilja halda í lífsstílinn. Að vera á götunni. Svona jaðarfíling- inn,“ útskýrði Steinar. Mun minna um fordóma í dag „Samt sem áður er þetta rosalega gott fyrir hjólabrettið. Það fær þessa viðurkenningu sem mér finnst hjólabrettið eiga skilið,“ sagði hann. Steinar sagði að fordómar gagnvart hjólabrettasportinu og „skeiturum“, eins og hjólabrettafólk kallar sig, hafi verið miklir á þeim tíma sem hann byrjaði á hjólabretti á síðasta áratug 20. aldar. „Ég var bara handtekinn niðri í bæ,“ sagði hann. „Svo var bara sagt að ég væri að keyra niður gamlar konur, sem ég var ekki að gera. Og stela, sem ég var ekki að gera. Ég var stimplaður vandræðagemsi. En fæstir af okkur voru vandræðagemsar,“ sagði Steinar sem benti á að andrúms- loftið hafi sem betur fer breyst til muna síðan þá og að mun minna sé um fordóma í garð hjólabrettafólks. 13 ára ólympíumeistari Hann segir alveg frábært að geta fylgst með keppendum á Ólympíu- leikunum og bendir á, að af stelp- unum þremur sem keppa séu tvær þrettán ára. Sú þriðja er sextán ára. Momiji Nishiya, þrettán ára, varð á mánudag yngsti ólympíumeistari sögunnar þegar hún sigraði í keppni á hjólabrettum. Sagði Steinar að markmiðið væri að senda Íslending á Ólympíu- leikana, en svo það verði að veruleika þurfi góða aðstöðu innanhúss, enda sé erfitt að æfa sig úti allan ársins hring hér á landi. Einnig þurfi góðan meðbyr, en Steinar benti á að í ná- grannalöndum okkar, Svíþjóð og Danmörku, væri verið að setja mikið fjármagn í hjólabrettasportið, þar sem það sé jafnvel komið inn í skóla- kerfið. „Ef innanhússaðstaðan er góð þá getum við sent keppanda á Ólympíu- leikana. [Við] stefnum að því að senda „hjólabrettaskeiter“ á Ólymp- íuleikana,“ sagði hann. Hjólabrettaskóli Reykjavíkur er löggilt íþróttafélag sem er í eigu Steinars, Sigrúnar Guðjohnsen, Freymars Þorbergssonar, Óðins Valdimarssonar og Sigurðar Pálma- sonar. Hægt er að hafa samband við félagið á Facebook og á hjola- brettaskoli@gmail.com. Stelpur og strákar Forsvarsmenn Hjólabrettaskóla Íslands eru stoltir af því að jafnt kynjahlutfall sé hjá krökkum sem sækja námskeið skólans. Undir berum himni Kennsla á hjólabretti fer hér fram undir berum himni en sprittið er að sjálfsögðu ekki langt undan á æfingum um þessar mundir. Flott Kátir krakkar sækja námskeið í íþróttafélaginu Hjólabrettaskóla Reykjavíkur en Steinar Fjeldsted, hjólabrettakennari og einn af stofnendum skólans, kennir krökkunum hjólabrettasportið. Breyting Steinar Fjeldsted segir að margt hafi sem betur fer breyst síðan hann var ungur og stimplaður vandræðagemsi fyrir að vera á hjólabretti. Mikið breyst síðan hann var handtekinn á bretti Ljósmyndir/Hjálabrettaskóli í Reykjavíkur MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021 ...algjör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flæ kjur Ekkert v esen Ómissandi í eldhúsið Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni og Húsasmiðjunni www.danco.is Heildsöludreifing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.