Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 27

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1953, Side 27
25 reynzt mjög vel, og virðist það mjög lystugt fóður. Efnagreiningar verða gerðar á nokkrum sýnishornum í vetur, og verður sennilega síðar hægt að greina frá niðurstöðum þeirra. d. Reyndur heyblásari. Fyrir tilmæli Tilraunastöðvarinnar smíðaði Landsmiðjan í Reykjavík lieyblásara, sem ætlazt var til að gæti blásið inn í hlöður bæði þurru heyi og nýslegnu grasi. Blásari þessi var reyndur hér í sumar og reyndist ágætur til þess að blása inn í votheysturna (hálfturna), og afkastaði 6—8 tonnum á klukkutíma. Við hálfþurrt hey varð að nota meiri aðgæzlu við að láta í hann, einkum, ef lieyið var stórvaxið, en afkcist reyndust vera 20—30 hestar á klukkutímanum. Þótt blásari þessi saxi ekki, þá marði hann og sleit í sundur allt safa- ríkt gras, svo sem hafra og arfa, sem hann tætti mjög vel í sundur. Blásarinn var drifinn af 11 kw rafmótor. Rörin, sem frá honum liggja, eru 12 tommur í þvermál. e. Fjárhagurinn. Rekstursframlag ríkissjóðs hefur verið sem hér segir þessi ár: Árið 1951 kr. 125 þús., og 1952 kr. 145 þús., og auk þess árið 1952 kr. 75 þús. til stofnframkvæmda, eða alls árið 1952 kr. 220 þús. Er þetta í fyrsta sinn, að fé er veitt hingáð beint til stofnframkvæmda úr rikissjóði, þótt upp- hæðin sé að vísu lág og segi lítið upp í allar þær framkvæmdir, sem gerðar hafa verið undanfarin ár. Skuldir í árslok 1951 voru kr. 144.604.68, en í árslok 1952 voru þær kr. 392.570.31. Þessi mikla skuldaaukning á árinu 1952 stafar fyrst og fremst af því, að býlið Háteigur var keypt. Auk þess var endurbyggð hlaða, og kostaði það 65 þús. kr. Þar að auki var keypt 5 ha land, eins og þegar er getið á kr. 17 þús., svo að stofnframlagið 1952 fór allt í hlöðu- bygginguna og landkaupin og meira til. Við áramótin 1951 og 1952 fór fram endurvirðing á lausafé því, sem Tilraunastöðin tók á leigu frá Ræktunarfélagi Norðurlands 1947, eins og gert er ráð fyrir í leigusamningi, og var matið hækkað um kr. 93.351.32. Samkvæmt þessu hækkar leigan til Rf. Nl. á þessu ári úr rúmlega 9000 kr. upp í rúmlega 15000 krónur. Eignaaukning þessi ár varð samkvæmt bókfærðu verði: Árið 1951 kr. 21.161.16, ogárið 1952 kr. 140.103.93. Bókfærð eign ríkisins í Tilraunastöðinni er samkvæmt bókum: í árs- lok 1951 kr. 103.604.68, og í árslok 1952 kr. 243.783.09.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.