Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Page 24
22
Tafla XI. Sáðskiptitilraun.
(Uppskera f.e./ha).
1. sáðskipti 2. sáðskipti 3. sáðskipti 4. sáðskipti
Ár Teg. F.e. Teg. F.e. Teg. F.e. Teg. F.e.
1938. ... Kartöflur 4930 Grænfóður 2340 Bygg 3425 Hafrar 3073
1939... . Grænfóður 2300 Bygg 4672 Hafrar 3166 Ivartöflur 6614
1940.... Hafrar 1894 Kartöflur 2709 Grænfóður 1813 Bygg 2569
1941.... fiygg 1775 Hafrar 2209 Kartöflur 3638 Grænfóður 2932
Meðaltal 2725 2983 3011 3797
1942.... Kartöflur 3784 Grænfóður 2491 Bygg 3363 Hafrar 3689
1943.... Grænfóður 2981 Bygg 2649 Hafrar 3327 Kartöflur 3613
1944.... Hafrar 2683 Kartöflur 5876 Grænfóður 2561 Bygg 1990
1945.... Bygg 2800 Hafrar 2550 Kartöflur 3353 Grænfóður 2500
Meðaltal 3062 3392 3151 2948
1946... . Kartöflur 7476 Grænfóður 4729 Bygg 4732 Hafrar 4177
1947.... Grænfóður 1632 Bygg 1863 Hafrar 1967 Kartöflur 2578
1948.... Hafrar 2534 Kartöflur 3962 Grænfóður 3933 Bygg 2540
1949.... Bygg 2084 Hafrar 2238 Kartöflur 5055 Grænfóður 3546
Meðaltal 3432 3198 3922 3210
Mt. 1938-49 (12 ár) 3073 3191 3361 3318
Meðaltal allra sáðskiptanna í 12 ár er 3238 f.e. Sé þetta meðaltal lagt
til grundvallar við mat á því, hver ræktunarröðin er hagkvæmust, er það
sáðskipti 3 og 4. Munurinn er þó svo lítill, að vafasamt er, hvort hann
er raunhæfur. Meðaltal hvers sáðskiptis virðist hækka eða lækka upp-
skeru í f.e., eftir því, hvort kartöflur hafa lent í góðu ári eða slæmu, og
hvort kornfok hefur orðið eða ekki. Kornfok hefur orðið árin 1940 og
1941 (sjá 1938—1941), einnig á byggi 1944 og 1947.
Árferðið í þessi tólf sumur hefur verkað misjafnlega á hverja teg-
und, sem í sáðskiptunum er reynd, en þá alls ekki eins og í sams konar
tilraun á Akureyri. Ætti því, eftir þessu, að vera betri skilyrði fyrir akur-
yrkju á Suðurlandi en á Norðurlandi.
Tafla XII sýnir, hvernig liver tegund hefur reynzt hin einstöku ár.
Eftir töflu XII að dæma, virðist grænfóðrið ekki taka neitt fram byggi
og höfrum til þroskunar. Þessar þrjár jurtategundir virðast vera álíka ár-
vissar. Gildir þetta bæði um hin einstöku ár og svo meðaltalið. Aðeins
tvö ár (1940 og 1947) hefur kornið haft 24 af þeirri 1000 korna þyngd,
sem þessar tegundir eiga að hafa í meðalári. Engin af þessum jurtum
hafa brugðizt. Kartöflurnar hafa alltaf gefið uppskeru og oft ágæta.
Til þess að gera sér grein fyrir, hvaða munur er á uppskeru hinna