Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Qupperneq 50
48
Þrjár fræblöndunartilraunir verða hér tilgreindar, tvær samstæður,
þ. e. I og II með sama fyrirkomulagi og fræblanda með innlendu og er-
lendu fræi í blöndu saman. Tilgangur tilraunanna var að vita, hvort fræ-
blöndur af íslenk-ræktuðu fræi gæfu eins mikla uppskeru eða eins gott
tún og sú fræblanda, sem mest var þá notuð í landinu, þ. e. grasfræblanda
S. í. S. 1931, og var hún höfð sem mælikvarði í tilraun I og II, er sáð var
í vorin 1931 og 1932. Tilraunirnar voru hvor um sig í sex liðum, og með
þessar fræblöndur:
1. Fræblanda S. í. S.: 36% háliðagras, 23% vallarfoxgras, 18% vallar-
sveifgras, 12% língresi, 4.5% túnvingull, 4.5% hávingull og 2% hvítsm.
2. 70% túnvingull, 20% vallarsveifgras, 10% snarrót.
3. 70% vallarsveifgras, 20% túnvingull, 10% snarrót.
4. 70% amerískt vallarsveifgras, 20% túnvingull, 10% snarrót.
5. 70% snarrót, 20% túnvingull, 10% vallarsveifgras íslenzkt.
6. 70% ísl. háliðagras, 10% túnvingull, 10% snarrót, 10% túnvingull.
Útsæðismagn var haft 45 kg á ha, og reyndist sáðmagnið nóg, því að
allir reitir af erlenda og innlenda fræinu voru bæði haustin þéttgrónir.
Árangur af báðum tilraununum er í töflum XL og XLI.
Tatla XL. Tilraun nr. I með fræblöndur 1932—1941.
(Uppskera hey hkg/ha).
Ar 1. 2. 3. 4. 5. 6.
1932 .............. 68.9 35.8 34.8 37.1 34.9 42.6
1933 .............. 47.8 40.3 36.4 43.8 34.8 57.7
1934 .............. 96.1 90.6 82.6 82.3 84.0 89.9
1935 .............. 70.7 72.0 61.5 63.6 59.3 77.0
1936 .............. 83.1 59.6 54.5 66.2 59.6 81.1
1937 .............. 68.5 52.8 50.6 57.0 58.2 79.8
1938 .............. 72.5 56.5 58.9 70.1 72.1 74.3
1939 .............. 81.9 72.5 62.8 68.6 69.9 83.1
1940 .............. 62.4 60.3 50.5 69.1 57.7 61.9
1941 .............. 47.0 46.9 43.0 53.3 49.2 49.0
MeSaltal 10 ára . . 69.9 58.7 53.6 61.1 58.0 69.6
Hlutföll .......... 100 84 77 87 83 100