Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 56
54
Fyrstu tvö árin var aðeins notaður steinaefnaáburður, 100 kg kalí og
200 kg superlosfat á ha, en þrjú síðustu árin 100 kg kalí og 300 kg am-
monphos. Tilraunin var tvíslegin fjögur ár (1940 aðeins einslegin). Fyrstu
tvö árin var rauðsmári allríkjandi í reitunum og mest þar sem sáðmagn
smárans var 60% af fræblöndunni, en þrjú síðari árin var hvítsmári ein-
göngu ráðandi og mest þar sem sáðmagn hans var hæst.
Tafla XLV. Tilraun með vaxandi magn a£ smára í venjulega fræblöndu.
Venjuleg 20% smári 30% smári 40% smári 60% smári
Ár frœblanda
1939 .............. 44.5 61.0 62.3 60.9 64.4
1940 .............. 36.0 35.8 35.4 36.4 41.9
1941 .............. 60.4 57.3 62.3 62.2 68.6
1942 .............. 67.5 67.4 62.5 64.3 70.9
1943 .............. 52.7 54.7 55.0 57.2 63.7
Meðaltal ........... 52.2 55.2 55.5 56.2 61.9
Hlutföll ............. 100 106 106 108 119
Tilraunin sýnir, að allverulegur vaxtarauki hefur fengizt fyrir smár-
ann, að meðaltali 3—9.5 hestar hey af ha.
Hefnr því smárasáningin sýnt töluverðan árangur, miðað við að nota
eingöngu því sem næst smáralausa blöndu.
c. Samanburður á hvítsmárastofnum og sænsku umfeðmingsgrasi.
í töflu XLVI er gerður samanburður á Morsöhvítsmára, enskum hvít
smára I og II og einnig umfeðmingsgrasi sænsku. Sáð var í tilraun þessa
1938 án skjólsáðs og ekki tekin uppskera sáðárið. Áburðurinn var 60 smá-
lestir haugur á ha, en uppskeruárin öll var notaður tilbúinn áburður.
Fyrstu tvö árin 100 kg kalí og 200 kg superfosfat, en síðustu þrjú árin
100 kg kalí og 300 kg ammonphos. Tilraunin var tvíslegin öll árin nema
1940, en það var slæmt grasár.
í tilrauninni hefur Morsö-hvítsmárinn reynzt beztur, enda var hann
mjög ríkjandi í grassverðinum. Enski smárinn I og II var smávaxnari en
Morsösmárinn, enda óx hann seint og gaf litla uppskeru og aðallega í
síðara slætti. Umfeðmingsgrasið varð aldrei ráðandi, og gætti þess lítið í
heyinu, enda gaf sá liður minnsta uppskeru.