Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Síða 60
58
Grasfræblandan íyrir utan smárann: 50% vallarfoxgras, 20% háving-
ull, 20% rýgresi, 10% axhnoðapuntur. Útsæðismagnið var 30 kg á ha,
40% grasfræ og 60% smárafræ.
Fyrsta uppskeruárið voru öll rauðsmáraafbrigðin ráðandi í reitun-
um, annað árið allgisið, en þriðja árið voru þau að mestu horfin, að und-
anskildum norskum Molstadrauðsmára. Tidlig 0tofte-rauðsmári reynd-
ist óþolnastur og gaf minnsta uppskeru. Báðir stofnarnir, Ostgota sein-
vaxin og Molstad norskur, héldu bezt velli og gáfu mesta uppskeru.
Tilraunin virðist benda til þess, að með því að hafa 60% rauðsmára í
fræblöndunni megi fá góð rauðsmáratún í 1—2 ár.
g. Samanburður á fjórum rauðsmárastofnum við smáralausa fræblcndu.
Tilraunin í töflu L er gerð með sama sniði og síðasta tilraun, en nti
er breitt til og notuð smáralaus fræblanda til samanburðar.
Tatla L. Samanburður á fjórum rauðsmárastofnum og venjulegri fræblöndu 1941—43.
(Uppskera hey hkg/ha).
Grasfr.bl. 50% Grasfr.bl. 50% Grasfr.bl. 50% Grasfr.bl. 50%
Grasfrœbl. Tolen- Molstad- Merkur- Offerstam-
Ar smáralaus rauðsm. 50% rauðsm. 30% rauðsm. 50% rauðsm. 50%
1941 .... . 49.9 66.4 58.6 55.1 63.7
1942 .... . 84.3 103.0 96.8 94.2 94.4
1943 .... . 80.3 95.9 94.9 84.2 89.0
Meðaltal . 71.5 88.4 83.4 77.8 82.4
Hlutföll . 100 124 117 109 115
Áburður var sem hér segir á ha: Árið 1941: enginn. Árið 1942: 90 kg
kalí, 90 kg þrífosfat, 183 kg brennisteinssúrt ammoníak. Árið 1943: 100
kg kalí og 300 kg ammonphos.
Uppskerutölurnar bera það með sér, að töluverður vaxtarauki hefur
orðið vegna sntárans, eða að meðaltali 9—24%.
Rauðsmárinn var ráðandi í öllum smárareitum tvö fyrstu árin, en
síðasta uppskeruárið var hann mjög farinn að gisna, og fjórða árið var
smárinn svo til horfinn. Aðeins einstaka plöntur voru eftir.
Tilraunir þær, sem hér hefur verið greint frá, benda allar til þess, að
vel megi með hagnýtum árangri nota í fræblöndur rauðan og hvítan
smára, og að fræið sé bezt að fá frá Noregi eða Svíþjóð og einnig frá Dan-
mörku.