Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Side 64
62
Tafla LIV. Sáðmagnstilraun nr. 2 með tvær fræblöndur 1939—1941.
(Uppskera hey hkg/ha).
I. Venjul. fræblanda kg/ha II. Smárablanda kg/ha
Ár 40 30 23 20 40 30 23 20
1939 .............. 61.2 58.1 57.3 60.0 80.4 77.5 77.5 74.8
1940 .............. 36.8 36.3 37.7 38.4 30.3 28.5 34.9 35.0
1941 .......... 58.7 56.2 59.8 55.6 59.1 56.2 60.4 61.7
Meðaltal ........... 52.2 50.2 51.6 51.3 56.6 54.1 57.6 57.2
Hlutföll ....... 100 96 99 98 108 104 110 109
var smitað. Hér er ferns konar sáðmagn fyrir hvora fræblöndu. Fræinu
var sáð án skjólsáðs og ekki tekin uppskera til vigtunar sáðárið. Það skal
tekið fram, að fræinu var sáð í myldna jörð og vel undir búna og jafnt
sáð í reitina. Fræið kom jafnt og vel upp.
Enginn teljandi munur virðist vera á mismunandi sáðmagni; 20 kg
sáðmagn virðist gefa eins grasgefið tún og 40 kg sáðmagn.
Smárablandan gefur fyrsta uppskeruárið talsvert meira lieymagn en
tilsvarandi sáðmagn af venjulegri fræblöndu, og er það aðallega að þakka
rauðsmáranum, sem var mjög ríkjandi í öllum liðum tilraunarinnar. A
öðru ári var rauðsmárinn mjög til þurrðar genginn, og sést það á upp-
skerutölunum, en á þriðja ári er allútbreiddur hvítsmári í öllum reitum.
Smárablandan hefur með jöfnum áburði gefið 4—10% meiri uppskeru
en smáralaus fræblanda.
Af þessum þrem tilraunum má ráða það, að ekki virðist ástæða til að
nota meira en 20—30 kg á ha af fyrsta flokks grasfræi, ef fræinu er jafnt
sáð, og ef allur undirbúningur og framkvæmdir við ræktunina eru vel
af hendi leystar.
c. Samanburður á sáðtímum grasfræs.
Þær fimm tilraunir, sem hér verður skýrt frá, eru gerðar á tveggja
ára forræktuðu landi. Fyrstu tvær tilraunirnar eru með venjulega fræ-
blöndu (S. í. S.-blöndu) á framræstri mýrarjörð, en hinar þrjár á venju-
legri móajörð. í allar tilraunirnar er fræinu sáð án skjólsáðs og ekki tekin
uppskera sáðárið. Áburður sáðárið var um 60 tonn haugur, niðurplægður.
Tilgangur tilraunanna var sá, að finna, hver munur yrði á því að sá á
mismunandi tíma, bæði að vori, á sumri og að hausti.
í tilraun í töflu LV, A og B, eru reyndir 12 sáðtímar í tveim tilrauna-
flokkum. Tilraun A sýnir árangur af sáðtíma á mýrarjörð, og var sáð frá
14. maí til 14. júlí. Virtust allir sex sáðtímarnir gefa gott tún, en sáðtím-