Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Qupperneq 86
84
6. Tilraunir með búfjáráburð á tún.
Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar á Sámsstöðum með búfjáráburð,
svo sem með dreifingartíma, útþvott á mykju, samanborið við venjulega
yfirbreiðslu, og með það að setja mykju undir plógstrengi í gömlu túni
með og án köfnunarefnisáburðar. Allar þessar tilraunir eru gerðar á þurr-
lendri, fremur magurri leirmóajörð, og gróður er að mestu alinnlendur.
Með þessum tilraunum hefur verið stefnt að því að rannsaka hagnýtt
notagildi búfjáráburðar við mismunandi notkunaraðferðir. Fyrir bændur
getur það haft hagnýta þýðingu, að vita um það, hvers vænta megi af bú-
fjáráburði við mismunandi notkun.
a. Samanburður á þremur dreifingartímum á kúamykju.
Tafla LXXX. TUrann með dreifingartíma á mykju 1941—1949.
(Uppskera hey hkg/ha).
a. b. c. d.
Ár Enginn áb. Haustbreidd Miðsv.br. Vorbreidd
1941 ................... 28.1 37.9 40.1 35.3
1942 .................. 35.9 49.1 52.4 59.5
1943 .................. 23.7 35.4 34.9 31.4
1944 .................. 14.8 26.4 28.2 29.3
1945 .................. 30.7 58.5 61.4 59.9
1946 .................. 13.3 38.3 47.4 33.7
1947 .................. 23.1 48.0 53.6 48.6
1948 .................. 28.6 49.7 51.6 51.6
1949 .................. 15.5 37.6 38.0 34.7
MeSaltal 9 ára ... 23.7 4245 45J 4W
Hlutföll ................ 56 100 107 100
Áburðurinn á b-, c- og d-lið var jafn á alla liðina, 26.4 tonn mykja.
í töflu LXXX er greint frá þremur dreifingartímum á kúamykju:
haustdreift, miðsvetrardreift og vordreift. Tilraunin nær yfir níu ár og
er alltaf gerð á sömu reitum með innlendum gróðri, sem var sveifgras,
túnvingull og língresi. Jarðvegurinn var ófrjór heiðarmói að uppruna,
en var búinn að vera tún í sjö ár (sáðslétta), þegar tilraunin var hafin.
Alltaf hefur verið fylgt þeirri reglu við framkvæmd tilraunarinnar, að
hagkvæm í framkvæmdinni fjárhagslega séð. Með lélegum tækjum nær