Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Síða 89
87
Tafla LXXXII. Tilraun með að þvo út mykju 1941—1945.
(Uppskera hey hkg/ha).
a. b. c. d. e.
AburÖar- 22 tonn 22 t mykja 11 t mykja 5.5 t mykja
Ár laust mykja þvegin út þvegin út þvegin út
1941 ................ 40.5 45.5 50.7 46.5 47.5
1942 ................ 43.9 65.3 69.1 55.9 53.7
1943 ................ 27.3 40.7 45.8 37.4 35.2
1944 ................ 17.8 37.4 47.9 38.5 28.8
1945 ................ 27.0 48.1 58.3 48.2 34.3
Meðaltal ............. 31.3 47.4 54.4 45.3 39.9
Hlutföll .............. 66 100 115 96 84
Eftirskeið 1946-1950:
1946 ................ 37.9 58.2 59.6 52.4 47.5
1947 ................ 46.7 63.2 66.4 63.4 54.8
1948 ................ 49.6 60.2 60.7 59.6 52.9
1949 ................ 32.0 38.6 40.1 36.0 33.1
1950 ................ 39.2 47.6 49.2 44.1 45.9
Meðaltal 1946-50 41.1 53.6 55.2 51.1 46.8
Hlutíöll .............. 77 100 103 95 87
Mykjunni var dreift að vorinu á alla liðina, b—e. Eftirskeiðið: Borið var á alla
liðina, b—e, 500 kg saltpétur, en engin mykja.
það engri átt að þvo út mykju, því að vinnukostnaðurinn verður marg-
faldur á við venjulega breiðslu.
Eftirskeið þessarar tilraunar með köfnunarefni eingöngu bendir til
þess, að steinefnaforði b- og c-liða liafi nægt til þess að gefa viðunandi
uppskeru með saltpétri þrjú fyrstu árin, en tvö síðari árin dregur mjög
úr uppskerunni, svo að auðsjáanlega er mikill steinefnaskortur farinn
að gera vart við sig, svo að uppskeran minnkar verulega. Gróðurfar allra
reitanna breytist mjög á tilraunatímabilinu 1946—50 í það liorf, að tún-
vingull og língrös urðu ríkjandi tegundir, en önnur grös, svo sem sveif-
grös og vallarfoxgras og smári, hverfa svo til alveg. Virðist mega draga þá
ályktun af þessu, að ekki sé ráðlegt að bera köfnunarefnisáburð einan
á tún lengur en 2—3 ár án þess að bera einnig á kalí og fosfóráburð, jafn-
vel þótt túnin hafi haft góða teðslu um nokkurt árabil.
Tilraunir þessar voru gerðar á gamalli sáðsléttu, en tilraunirnar með
yfirbreiðslu og undirburð mykju voru gerðar á gömlu túni, með alinn-
lendum gróðri.