Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Síða 98
96
ræktaðri jörð. í þessari tilraun eru blöndunarhlutföll áburðarefnanna
þannig: 30% KoO, 33% P2Og og 37% N, og er borið á eins og taflan
sýnir, 750, 1200, 1600 og 2000 kg á ha af framanskráðri blöndu.
Tafla XCII. Tilraun með vaxandi skammta af tilbúnum áburði á kartöflur 1950.
(Uppskera hkg/ha).
Söluhœfar Samtals Hlutföll
a. 150 kg kalí, 200 kg þrífosfat, 400 kg brennisteinss. amm. . . 125.0 141.3 100
b. 240 kg kalí, 320 kg þrífosfat, 640 kg brennsteinss. amm. . . 132.7 143.7 102
c. 320 kg kalí, 427 kg þrífosfat, 853 kg brennisteinss. amm. . . 142.7 156.4 111
d. 400 kg kalí, 534 kg þrífosfat, 1066 kg br.steinss. amm 156.7 167.0 119
Tilraunin sýnir, að stærsti skammturinn, d-liður, hefur gefið mesta
og verðmætasta uppskeru, og fjárhagslega hefur þessi áburðarnotkun
borgað sig, enda var hér um mjög rýran heiðamáajarðveg að ræða og
eins árs forræktun með byggi. Það er því næsta líklegt, að á magra ný-
ræktarjörð þurfi að minnsta kosti þann áburðarskammt, er hafður er
mestur í þessari tilraun, þ. e. 2000 kg af framanskráðri blöndu á ha.
3. Tilraunir með hirðingu á kartöfluökrum.
Hinar fjórar tilraunir með útrýmingu arfa úr kartöflugörðum eru
allar gerðar á þriggja ára forræktaðri móajörð. Var kominn töluverður
arfi í jarðveginn, þegar hver tilraun var gerð. Búfjáráburður var notað-
ur um 50 tonn á ha, sama árið og kartöflurnar voru ræktaðar, og notaður
var viðbótarskammtur af tilbúnum áburði, 150 kg kalí, 300 kg superfos-
fat og 300 kg brennisteinssúrt ammoniak eða annar tilsvarandi áburður.
Þar sem talað er um venjulega hreinsun, er átt við að garðlandið sé
hreinsað með arfasköfu einu sinni til tvisvar og hreykt. Á þennan hátt
hefur verið hægt í öllu venjulegu tíðarfari að halda akrinum sæmilega
arfalausum, en ef rigningasamt er síðara hluta júní og fyrra hlutann í
júlí, hefur venjuleg hreinsun ekki skilað nægilega góðri hirðu á kartöflu-
ökrunum.
/ töflu XCIII eru fjórar mismunandi tilraunir. í tilraun 1941 gaf