Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Síða 99
97
Tafla XCIII. Tilraunir með hirðingu á kartöfluökrum.
(Uppskera hkg/ha).
Söluhœfar Samtals Hlutföll
Árið 1941:
a. Venjuleg hreinsun . 229.2 255.9 100
b. Herfað með illgresish. tvisvar og hr. . . 240.6 272.0 106
c. 200 kg tröllamjöl á ha, dreift 5. júní . . 225.3 249.7 98
d. 300 kg tröllamjöl á ha, dreift 5. júní . . 245.8 274.7 107
Árið 1942:
a. Engin hreinsun 67.0 73.5 100
b. Venjuleg hreinsun 150.0 156.1 212
c. 250 kg tröllamjöl á ha, dreift 18. maí . 180.0 187.8 256
d. Sama áburðarsk., dreift 17. júní . 205.7 214.0 291
Árið 1943:
a. Venjuleg hreinsun 157.6 170.1 100
b. 250 kg tröllarnjöl, dreift 26. maí 163.0 178.8 105
c. Sama áburðarsk., dreift 6. júní 183.2 200.6 118
d. 400 kg tröllamjöl, dreift 26. júní 178.8 195.7 115
Árið 1944:
a. Venjuleg hreinsun . 285.9 310.9 100
b. 250 kg tröllamjöl, dreift 30. maí 312.0 340.8 110
c. Sama áburðarsk., dreift 13. júní . 272.8 299.4 96
d. 400 kg tröllamjöl, dreift 30. júní . 294.6 322.3 104
b-liður, en þar var herfað tvisvar með illgresisherfi áður en kartöflurnar
komu upp, betri raun en a-liður, venjuleg hreinsun. Lakari raun en
venjuleg hreinsun gaf c-liður, 200 kg tröllamjöl, en d-liður, 300 kg trölla-
mjöl, gaf beztan árangur. Stafar þessi útkoma af því, að í júní og fyrri
hluta júlímánaðar var úrkomusöm tíð. Minni skammturinn af trölla-
mjöli, c-liður, reyndist í slíku tíðarfari of lítill til að ráða niðurlögum
arfans. Við athugun um haustið var d-liður tilraunarinnar næstum því
laus við arfa, en tciluverður arfi var í þremur fyrstu liðum tilraunarinnar.
Tilraunin virðist benda til þess, að ekki veiti af 300 kg af tröllamjöli á ha,
þegar rakviðrasöm tíð er fyrri hluta vaxtartímans.
Tilrauninni 1942 í sömu töflu er hagað dálítið á annan hátt. Þar er
verið að leita eftir, hverju það munar, að komast hjá allri hirðingu og
hins vegar með því að beita mismunandi aðferðum til að halda arfanum
niðri. Árangurinn verður líka sá, að venjuleg hreinsun, b-liður, gefur
7