Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 111
109
9. Sterkjumagn í tíu kartöfluafbrigðum árin 1939—’45.
Tafla CI. Rannsóknir á sterkju tíu kartöfluafbrigða 1939—45.
MeÖaltal
Afbrigði: 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1943 afbrigða
Gullauga ........... 16.3 13.3 18.4 14.1 12.6 16.5 11.5 14.7
Alpha.......... 15.5 11.0 12.6 11.9 11.8 11.8 13.0 12.5
Kerr’s Pink...... 16.3 10.7 13.8 12.8 11.5 10.5 11.3 12.4
Ben Lomond .... 14.7 11.3 13.4 11.8 11.4 11.2 10.0 12.0
Stóri Skoti...... 14.0 10.5 11.8 12.0 10.5 10.5 10.3 11.4
Rosefolia .......... 15.3 10.7 13.0 11.6 10.2 10.0 11.5 11.8
Duke of York.......... 11.2 13.4 12.4 10.7 10.4 10.2 11.4
Akurblessun ........ 16.2 10.0 12.0 10.5 9.8 .. .. 11.7
Up to Date....... 15.5 11.1 15.1 13.5 10.9 11.1 11.0 12.6
King Edward .... 14.2 9.8 13.5 11.2 11.8 10.0 10.1 11.5
Meðaltal áranna .. 15.3 11.0 13.7 12.2 11.1 11.3 11.0 12.2
f töflu CI er yfirlit um sterkjumagn í 10 kartöfluafbrigðum í sjö ár.
Rannsóknirnar eru gerðar með þýzkri sterkjuvog, sem er afmörkuð fyrir
sterkjuprócent, þegar vegið er ákveðið magn af kartöflum (5 kg) á vogina.
Þessar rannsóknir hafa borið allvel saman við rannsóknir atvinnudeildar
Háskóla íslands, og má því telja þær fullgildar, enda kemur eðlilegur
munur fram hjá hverju kartöfluafbrigði frá ári til árs miðað við veðráttu-
far. Af þessum sjö árum eru öll afbrigðin með mesta sterkju árin 1939
og 1941, enda eru þessi tvö ár hlýjust af þessum sjö árum, sem greint er
frá í tilrauninni.
Eins og gefur að skilja, þá er sterkjan í afbrigðunum mjög breytileg
frá ári til árs, og er það hitamagnið fyrst og fremst, sem hefur gagngerð-
ust áhrif. í slæmum kartöfluárum, eins og 1940, 1943 og 1945, verða
kartöflurnar með lágt sterkjuinnihald, allt niður í 9.8%, en í beztu ár-
unum, eins og 1939 og 1941, er sterkjuinnihaldið 16—18.4%, og kemur
þetta auðvitað fram í matargæðum kartaflnanna og rúmþyngd þeirra.
Fyrir utan það, að ha-uppskeran verður minni í köldum árum en hlýj-
um, verður hinn raunverulegi munur á slæmum og góðum sumrum
meiri en heildaruppskeran af ha gefur til kynna. Þau afbrigði, sem gefa
sterkjuauðugasta uppskeru, eru: Gullauga, A Ipha, Kerr’s Pink, Ben Lo-
mond og Up to Date. Hin fimm afbrigðin eru öll með mun lægra sterkju-
innihald, nema í hlýjustu sumrum.