Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Blaðsíða 28

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Blaðsíða 28
breytt aldurssamseting þjóðarinnar með meira álagi á lífeyriskerfið og óskir um frekari útþenslu á flestum sviðum velferðarkerfisins valda því að við getum reiknað með ört vaxandi fjárhagsvandræðum hins opinbera. Neginmarkmið stefnumót- unar í velferðarríkinu er að viðhalda velferðinni án þess að eyða um leið þeim siðferðilegu og fjárhagslegu und- irstöðum sem hún hvílir á. Það þýðir að við verðum að reyna að draga úr mikilvægi hins opinbera í velferðar- kerfinu án þess að sú þjónusta sem við viljum viðhalda hverfi. Við verðum að skilgreina hlutverk hins opinbera þannig að þáttur þess á sviði velferð- armála sé fyrst og fremst að tryggja lágmarks félagslegt öryggi. Hlutverk hins opinbera á alls ekki að vera að jafna tekjur né heldur að neyða félags- lega þjónustu upp á einstaklingana. I lífeyrismálunum verður að tryggja að hver kynslóð spari fyrir sig, að framlög í lífeyrissjóðina séu nægi- lega há og að ávöxtun sjóðanna sé trygg svo að unnt sé að greiða fólki nægan lífeyri þegar starfsævi lýkur. Hið opinbera ætti smám saman að draga sig út úr lífeyristryggingunum nema fyrir þá sem aldrei komast inná vinnumarkaðinn. Ennfremur mætti útvíkka hlutverk lífeyrissjóðanna. Til dæmis mætti hugsa sér að fólk sparaði í lífeyrissjóðunum og gripi til pen- inganna við tekjubrest svo sem í at- vinnuleysi eða veikindum. Slíkur sparnaður gæti verið bundinn við hvern einstakling og safnast í sjóð sem væri til ráðstöfunar við lok starfs- ævinnar ef eitthvað væri eftir í hon- um. Með svona fyrirkomulagi væri hægt að draga verulega úr þátttöku ríkisins í atvinnuleysistryggingunum og jafnframt væri hægt að koma til móts við það sjónarmið að atvinnu- leysisbætur miðist við tekjur að ein- hverju leyti. í heilbrigðismálunum þarf að skilgreina betur þau markmið sem við höfum. Mikill hluti af heilbrigðisút- gjöldunum fer í að framlengja líf sjúklinganna um nokkra mánuði. Það er spurning hvort þessum útgjöldum sé betur varið á öðrum sviðum, en aðalmálið er að útgjöld okkar til heil- brigðismála hafa aukist nánast mark- miðslaust. Við höfum ekki viljað horf- ast í augu við að velja og hafna, draga markalínurnar þar sem við teljum að nóg sé að gert. Sífellt mikilvægara verður að koma böndum á þá óþarfa eyðslu sem fylgir því að þriðji aðili, hið opinbera, borgi reikninginn fyrir þjónustuna sem læknar og sjúklingar ákveða. í þeim efnum hafa Bandaríkja- menn náð athyglisverðum árangri með svokölluðum „Health Maintainance Organizations (HMO’s)“ sem mætti kalla heilsuverndarfélög. Starfsemi þeirra byggist á því að sama fyrirtækið er bæði tryggingaraðili og veitir þjón- ustuna. Vel hugsanlegt er að koma á slíku fyrirkomulagi hér á landi, sér- staklega á helstu þéttbýlisstöðunum. Ennfremur má nefna aðra hugmynd sem byggist á sjálfsáhættusjónarmið- inu, og felst í því að fólk greiði fyrir heilbrigðisþjónustuna upp að ákveðnu hlutfalli af tekjum t.d. 5%—8% eða safni í sjálfstæðan einstaklingsbund- inn tryggingarsjóð eins og lýst var hér að framan. í menntakerfinu mætti auka hlut- verk einkaskóla bæði í menntun barna og unglinga sem á æðri stigum. Slíkt myndi auka fjölbreytni og gæði. I þessu sambandi má benda á hið svo- kallaða ávísanakerfi sem byggist á hugmyndum Miltons Friedman. Þá fær hver nemandi ávísun sem hann getur aðeins notað til að greiða skóla- gjöld með. Á þann hátt væri tryggt að allir nytu lágmarksmenntunar en jafn- framt væru líkur til þess að þjónustan yrði betri. Félagsleg aðstoð við fullfrískt fólk er sá hluti velferðarkerf- isins sem verður að takmarka verulega og helst að uppræta ef mögulegt er. Gera þarf áætlun um afnám útflutningsuppbóta, niður- greiðslna á landbúnaðarafurðum og annarra beinna styrkja til atvinnuveg- anna á nokkrum árum. Niðurgreiðsl- um á orku verður að hætta um leið og skattlagning á búnað til orku- framkvæmda ætti alveg að leggja niður. Allt húsnæðislánakerfið verður að taka til endurskoðunar með það fyrir augum að það standi undir sér sjálft og að framlög ríkisins til hús- næðislánasjóðanna verði óþörf. Vextir af lánum sjóðanna verða að vera í sam- ræmi við vexti af því fé sem tekið er að láni til þeirra. Aðstoð til húsbyggjenda hefur löngum tíðkast í velferðarríkjum ann- aðhvort með lánafyrirgreiðslum eða með sérstökum skattaívilnunum. Varla er við því að búast að almenn samstaða náist um að hætta allri þess- ari aðstoð og ekki kannski ástæða til þar sem húseign er oft lykillinn að sparnaði og eignamyndun einstakl- inganna. En sú aðstoð sem veitt hefur verið hér á landi með Byggingarsjóði verkamanna er komin út í öfgar. Istað þeirrar félagslegu aðstoðar við fullfrískt fólk sem við höfum svo mikið af má í mörgum tilvik- um beita öðrum ráðum, sérstak- lega þar sem aðstoð við landsbyggðina er annars vegar. Áhersla á möguleika til tekjuöflunar verður að koma í stað- inn fyrir aðstoð við eyðslu. Lykilatrið- ið hér er gengisskráningin sem ræður tekjumöguleikum útflutningsgrein- anna og samkeppnisgreinanna á heimamarkaði. Gengisskráningin hef- ur því úrslitaþýðingu fyrir lands- byggðina þar sem svo mörg pláss standa og falla með afkomu sjávarút- vegsins. Eins og viðskiptahalli undan- farinna ára sýnir hefur gengi krónunn- ar löngum verið of hátt skráð, en rétt gengisskráning hefði gefið íbúum landsbyggðarinnar mun betri lífsskil- yrði heldur en öll eyðsluhjálpin. Við höfum nú bent á örfá atriði sem betur mættu fara í velferðarkerfi okkar. Með því er ekki hugmyndin að benda á einhvern endanlegan sann- leika heldur að vekja umræðu og um- hugsun um framtíð íslenska velferð- arríkisins. Verði ekkert að gert lend- um við í sömu sjálfheldunni með vel- ferðarkerfi okkar og svo mörg ná- grannaríki okkar. Við verðum líka að hafa hugfast að lausnin á vanda vel- ferðarríkisins felst ekki í því að eyða meiri peningum heldur minni. f því liggur lykillinn að því að halda velferðinni, en jafnframt að auka verðmætasköpunina og efla sið- ferðisþrek einstaklinganna sem hljóta alltaf að vera undirstöðurnar sem vel- ferðin hvílir á. Dr. VHhjálmur Egilsson er hagfræðingur hjá Vinnuveitendasambandi fslands. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.