Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 7
Konum hefur fjölgað í röðum höfunda
Þegar ég sest við tölvuna í þeim tilgangi að fylgja þessu 41. hefti Múlaþings úr hlaði með
fáeinum orðum flýgur margt um hug minn. A komandi hausti er hálf öld liðin síðan nokkrir
menn, áhugasamir um sögu Austurlands komu saman og stofnuðu félag í þeim tilgangi að
standa að útgáfu byggðasögurits sem skyldi hafa það hlutverk að halda saman og miðla ýmsum
fróðleik úr landshlutanum bæði úr fortíð og samtíð. Ari síðar barst fyrsta hefti Múlaþings
lesendum og enn er það á ferðinni trútt því hlutverki sem því var ætlað í upphafi. Ytra útlit
hefur þó breyst og orðið glanslegra samhliða aukinni tækni í prentun og Ijósmyndun.
Margir hafa í árana rás lagt ritinu til efni. Framan af voru það aðallega áhugamenn og
grúskarar um austfirsk fræði, en með aukinni menntun þjóðarinnar hefur greinum fræðimanna
sem flestir hafa stundað háskólanám í þjóðlegum fræðum eða náttúruvísindum farið íjölgandi.
Enn koma þó inn greinar frá leikmönnum og vona ég að þeir haldi áfram að skrifa því þannig
vil ég hafa Múlaþing, íjölbreytt að efni, vettvang fyrir jafnt leika sem lærða.
Þegar gluggað er í Múlaþing ffá fyrstu áratugum útgáfunnar má segja að það sé undantekning
að þar birtist efni eftir konur. Það hefur breyst hin seinni ár, þó í langt sé í land með að þær
standi þar jafnfætis körlum. Á seinni árum hefur það aukist að yngra fólk eigi efni í ritinu. Því
miður hefur það ekki haft í för með sér fjölgun áskrifenda en kaup á tímariti, af þessari gerð,
virðast ekki vera á áhugasviði unga fólksins á öld margmiðlunar og þyrfti það að breytast.
Áskrifendur eru þó ritinu tryggir og víða á heimilum er það til frá upphafi og nokkuð algengt
að eldri kaupendur hafi að dægradvöl að binda það inn.
Undirrituð hefúr frá árinu 2003 verið ritstjóri Múlaþings ásamt Jóhanni G. Gunnarssyni að
undanskildum árunum 2010-2012 þegar Rannveig Þórhallsdóttir kom í minn stað að útgáfu
þriggja hefta. Þetta hefur verið skemmtileg og gefandi vinna sem sem hefur haft í för með
sér ánægjuleg samskipti, bæði við lesendur og þá mörgu sem ljáð hafa okkur efni í ritið. Ég
tel þó að tími sé kominn til að draga sig í hlé og hleypa að nýju fólki.
Jóhanni þakka ég góða samvinnu og óska Múlaþingi farsældar á komandi árum.
Arndís Þorvaldsdóttir
Eg vil fyrir hönd útgáfustjórnar Múlaþings þakka Arndísi Þorvaldsdóttur fyrir hennar
góðu störf við útgáfu ritsins þann tíma sem hún hefur verið ritstjóri ásamt undirrituðum.
Einnig vil ég persónulega þakka henni fyrir prýðisgott samstarf i hvívetna við ritstjómina
og síðast en ekki síst útsjónarsemi hennar við að fmna myndir til að birta með greinum.
Jóhann G. Gunnarsson
5