Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 12

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 12
Múlaþing fjórðungi hans og fjárhöldum lýðveldisins að 80 árum eftir lát hans skuli svo stór hluti skrifa þessa fræðaþuls, skálds og forvígismanns liggja óprentaður á söfnum inni. Það er þó nokkur búningsbót að lesa má nokkur handrita hans á síðunni handrit.is (Lbs 2585 4to, Lbs 2493 8vo I-IV). Mun sú ráðstöfun vera Helga Hallgrímssyni fræðimanni á Egilsstöðum að þakka en Helgi hefur tekið sér sagnaþulinn að hjarta og margt ritað um hann. Einnig eru allmargar lausavísur Sigfúsar aðgengilegar á netinu; munar þar mest um Skjalasafn Skagfirðinga (http://bragi.info/skag/hofundur. php?ID= 16051.) Ekki verður hér fjölyrt um æviferil Sigfusar enda hafa ýmsir þegar gert honum góð skil á prenti. Nægir þar að nefna grein Eiríks Eiríkssonar frá Dagverðargerði í Múlaþingi 19711 - og þó einkum hinn ítarlega þátt Jóns Hnefils Aðalsteinssonar í ellefta bindi Islenskra þjóðsagna og sagna 19932. Verður hér því látið nægja að staldra eilítið við persónu mannsins, eins og hún birtist í lýsingum samtíðarmanna - en þó einkum við ljóðagerð Sigfúsar. Ekki þarf lengi augum að renna yfír hinn ótrúlega skrifskafl sem eftir sagnaþulinn liggur til að sannfærast um orðkynngi hans og málauðgi. Dr. Helgi Pjeturs mun hafa sagt frá því að þá er hann kom frá áralöngu námi sínu erlendis hafí hann verið búinn að tapa svo niður málfæmi sinni í íslensku að hann hafi tekið það til bragðs að lesa allar Islendingasögumar upp á nýtt. En sannlega hefði það gert Helga sama gagn að lesa skrif „Sigfusar Sagna“ - eða „Drauga-Fúsa“ eins og samtíðarmenn hans nefndu hann, honum til háðungar - til að endurheimta stílfæmi og orðaforða - og mætti mörgum verða þarft verkefni nú á tímum þegar hátíð má telja ef einhverjum tekst að koma frá sér óbrotinni 1 Bls. 116-128. 2 Bls.123 -213. setningu á móðurmálinu. „Látið mig segja það sem sagan þarfnast,“ er haft eftir Sigfúsi og vel kann að vera að hann hafí fært í stílinn í skrifum sínum. En víst er um það að sögur hans hafa aðeins batnað við inngrip hans; orðið kynngimagnaðri og fjölskrúðugri, jafnt að efni sem orðgnótt. Sjálfur kvaðst hann hafa látið orðfæri sögumanna sinna halda sér þar sem því mátti við koma - en gmnur minn er sá að hann hafi einnig verið drjúgur orða- og málfarssmiður. Tónlist tungumálsins leikur honum á penna! Og sannlega var æfilöng minnimáttarkennd hans andspænis „hinum lærðu“ á sandi byggð! Eg fæ ekki stillt mig um að nefna hér nokkur dæmi af handahófi úr fyrstu útgáfu sagnanna: All-ósiðvar Afreksmannasögur bls. 333 Innviðaveikur Afreksmannasögur bls. 335 Stakkst í odda með þeim/ Voru blíðskapir með þeim Afreksmannasögur bls. 336 Sérgæðingsmenn Afreksmannasögur bls. 339 Hæfileg skamreka andskotanum Afreksmannasögur bls. 340 Það varð endabrennt Afreksmannasögur 341 Holdslystamef Afreksmannasögur bls. 344 Afspring Jarðbúasögur bls. 1 Snertuspölur Jarðbúasögur bls. 14 Dalsvompa Jarðbúasögur bls. 14 10 Hagbann Jarðbúasögur bls. 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.