Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 15
„Látið mig segja það sem sagan þarfnast“
Bjarni Siggeirsson prests Pálssonar,
Guðmundssonar ríka sýslumanns stýrði
þar (þ.e. á Seyðisfírði) verzlun Sigurðar
kaupmanns Jóhansen. Hann fékk Sigfus
fyrir húskennara um veturinn og gekk
það allt sæmilega. En um vorið réði hann
hann verkstjóra Páls skálds móðurbróður
síns að Hallfreðarstöðum. Var Sigfús þar
sumarið 1894. En þar var þá líka Björn
Hjörleifsson, er í gadda var slegið að væri
launsonur Páls og þar upp alinn og honum
líkur að gáfnafari. En „fjórðungi bregður til
fósturs". Hann var gáfaður og hjólliðugur
hagyrðingur og kátglettinn. Hann var þar
löngum og þar öllu kunnari og því engu
síður verkstjóri en Sigfús og keppti hann
eigi við hann um það. Margt fór þeim á
milli í vísum og öðru en allt í góðu. A
Sigfús síðari helming ýmsra vísna er út
bárust og eru eignaðar Bimi. ...Bjöm sagði
Páli heimullega það sem á milli fór.
Eitt sinn segir Bjöm við Sigfús: „Þekkir
þú sextánmæltan hátt?“ „Eigi vel,“ svarar
hann. „Þykir hún þér eigi góð, vísan Páls:
Sól gyllir sal fjalla / Sést Hlíðin, mest
prýðin... „Páll hefir margt ort betur en
þetta,“ svarar hann. „Þykist þú geta sett
út á vísur Páls?“ segir hann. „Eg var ekki
að setja út á þær, en það stend eg við sem
sagði,“ mælti Sigfús. Um kvöldið gerði
húsbrjótsvind og gat hann eigi sofnað og
datt þá í hug þessi hálfkveðna vísa:
Hvass vindur - Húss grindur
Hristandi - Byrst andar
Allkaldur - Fjallfalda
Fönn strýkur - Hrönn rýkur
Strá beygir - Blá sveigir
Blóm vallar- Rómsnjallur
Lim þýtur - Brim brýtur
Blásandi - Rásandi
Um morguninn segir hann Birni vísuna og
orsök hennar. „Þessi vísa er ekki aldýr,“ segir
Minnisvarði um Sigfús Sigfusson sem staðsettur er í
Sigfúsarlundi í landi Eyvindarár. Ljósmynd: Skarphéðinn
G. Þórisson.
hann. „Nei, það veit eg vel,“ segir Sigfús.
„Eg ætla að sýna Páli hana,“ segir Björn.
„Það máttu, en ekki er hún til þess, „ segir
Sigfús. Þegar Bjöm kom með vísuna til Páls
og fékk honum hana var þar inni Einar söðlari
úr Hjáleigu. Páll segir: „Hún er ekki aldýr
en eg á ekkert við hana; hann er helvíti vel
hagmæltur.“ Alltaf fór vel á með Sigfúsi og
þeim hjónum.4
Það má hver teljast fullsæmdur af því að
vera útnefndur „helvíti vel hagmæltur“ af
þjóðskáldinu á Hallfreðarstöðum. Og Eiríkur
Sigurðsson kennari telur að dvöl Sigfúsar í
Pálsgarði hafí orðið honurn hvatning til að
4 Æviþáttur I bls. 25-26.
13