Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 17

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 17
„Látið mig segja það sem sagan þarfnast“ Enda var honum afar illa við hunda - en Vestdalseyrin hundamörg byggð í þá daga. Sigfús var ekki dús við vatn og sápu og því jafnan frekar óhreinlegur. Hann var vínhneigður og afar sérsinna. Þá var hann mjög spéhræddur og hreint ekki allra. Hann var þó í vinfengi við móður mína og ömmu mína, Oddnýju Ólafsdóttur á Kirkjuhvoli og kom oft á heimilið. Hann hafði þann sið að koma á matmálstímum og bauðst til að lesa fyrir okkur meðan við værum að matast. Auðvitað endaði það með því að móðir mín bauð honum að borða. Hann var lítið fyrir fisk, sagði hann ekki mannamat - en borðaði hann þó ávallt með bestu lyst hjá okkur. Árin á Vestdalseyrinni sinnti hann engum starfa öðmm en skrifúm sínum og hafði ekki mikið handa í millum. Guðný eldri systir mín var send til hans til að læra að lesa, en hún hafði ekki mikla köllun til þess lærdóms hjá karlinum og harðneitaði að ganga til hans nema ég kæmi með. Svo ég fylgdi henni og sat lestrartímana ásamt henni. Sigfús lánaði mér ævintýrabækur til að lesa á meðan hann stautaði með Guðnýju. Á tímabili geymdi móðir mín hið mikla safn hans heima á Hjalla og fylgdi sú sporsla í geymslugjald að við máttum lesa í handritunum. En við urðum að ganga frá þeim á réttan stað! Sigfús var latur til húsþrifa og stundaði það að fá Guðjón bróður minn og aðra pottorma af Vestdalseyrinni til að skúra hjá sér gólfíð. Sat hann þá á meðan uppi á eldhúsbekknum og las fyrir hina ungu verkamenn, þeim til afþreyingar við þrifin. Þóttu strákunum þetta hin bestu verkalaun og fóru ekki fram á annað. Rödd Sigfúsar var sérstæð, mjó og öldungsleg og ekki laust við að hann drægi seiminn. Sigfús var haldinn þeirri dillu að aldrei mátti neinn ganga honum framar á götu. Hann vildi einskis manns sporgöngumaður vera. Þá skálmaði hann áfram sem mest hann mátti og hafði krókstaf mikinn í hendi. Einhverju sinni vorum við að leika okkur úti í fjöru, nokkrir krakkar, þegar Sigfús kom skálmandi út og stefndi austur veginn. Strákamir, leikfélagar mínir, mönuðu mig til að hlaupa á eftir karli og komast fram fyrir hann - og auðvitað tók ég áskomn þeirra! Ég hljóp svo sem fætur toguðu - og framúr karli! En hann brá við skjótt, seildist til mín með krókstafnum og náði í olnbogann á mér! Svo tók hann á rás og sagði svo: „Nú vann ég kapphlaupið!“ Sigfús virðist þannig hafa farið sínar eigin leiðir á Vestdalseyrinni og lítt hirt um að vinna sér almenningshylli. Þar orti hann þær vísur sem hvað tíðast er vitnað til eftir hann, enda mergjaðar í meira lagi: Hneyksluðu þær marga Eyrarbúa - og raunar var hann kærður fyrir þær. En dómur gekk aldrei því engin nöfn voru nefnd og ekkert til að standa á. Mannblóma eikur eru fáar í þessum litla, skitna heim. En kalviðarrusl og krœklur smáar, kolefnasafn i myrkrageim, flárœðispestar fáráðar, fjandanum best til skemmtunar. Það tjóar lítt að spjátra og sparða Spillandi hag um granna þinn. Hygg ég að meiru mætti varða mannvöndun heldur en fjölgunin. Afþví að nægir eru þar umskiptingar og hálfvitar.9 Vestdaleyringum varð sérstaklega uppsigað við Sigfús eftir þennan kveðskap. Og ekki að ástæðulausu. Hann sá þó ástæðu til að koma niður í „Gránu“ og segja Benedikt verslunarstjóra Jónassyni að kveðskapnum 9 Sjá nánar Eirík Sigurðsson: AfHéraði og úrfjörðum, útg. Skuggsjá 1978. 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.