Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 19
„Látið mig segja það sem sagan þarfnast“
og frið til að sinna því sem honum brann í sál
og sinni. Hitt er öllu furðulegra að 21.öldin,
þegar hver sótraftur er á sjó dreginn, styrktur
og undirhlaðinn, skuli enn ekki hafa skapað
það skúmaskot á landi hér er sinni fræðum
þeim og fróðleik sem Sigfus Sigfússon hefur
látið þjóð sinni eftir. En þrátt fyrir þetta voru
þó alltaf einhverjir sem skilning höfðu á
Sigfusi og fræðum hans; voru reiðubúnir að
helja merki hans og ævistarf. Stoltur er ég
æ af framlagi nafngjafa míns og afabróður,
Benedikts Jónassonar á Vestdalseyri, sem
alla ævi var maður fátækur en „gerði þó það
sem honum datt í hug“, svo vitnað sé til orða
föður míns. Hann stökk þar sem tvö stærstu
bókaforlög landsins- og eitt danskt að auki
- höfðu hrokkið, og hóf útgáfu á hinu mikla
safni Sigfúsar. Annar í þessum kallendakór
Sigfúsar var skáldið Guðmundur G. Hagalín
sem ungur að aldri - aðeins rúmlega tvítugur
- kynntist Sigfúsi og hreifst svo mjög af
manninum og starfi hans að hann reisti honum
óbrotgjaman minnisvarða í æviminningum
sínum. Svo segir í bók Hagalíns, „Stóð ég
úti í tunglsljósi“:
Eg greip efstu bókina í þeim hlaðanum
sem nær mér var. Hún var þunn, en
eins og raunar allar hinar í stóru broti.
Á titilsíðuna var skrifað skýru, settlegu,
en dálítið luralegu letri - annar stafurinn
rauður, hinn blár: Sögur um æðstu völdin.
Ég fletti, las hér setningu, hér málsgrein,
ritaðar með settlegri, nokkuð stirðlegri,
en greinilegri hendi, las fyrirsagnir sem
allar voru með stærra letri en meginmálið,
auðsæilega lögð við þær mikil alúð. Ég
tók aðra bók og þá þriðju og fjórðu, fletti,
las - þannig áfram. I sumum bókunum
var meira en einn aðalflokkur sagna, líka
voru ýmsir af flokkunum svo langir að
þeir fylltu tvær þykkar bækur. Augljóst
var að flokkunin var sérlega rækileg,
gerður til dæmis glöggur greinarmunur
á hinum ýmsu tegundum jarðbúa, sæbúa
og anda, sögur um sérkennilega menn
einnig flokkaðar nokkuð eftir því hvað
það var sem hafði sérkennt þá. Heiti staða
og manna, sem komu við sögu að meira eða
minna leyti, skiptu áreiðanlega þúsundum.
Sumar sögumar gerðust við sjó eða á sjó,
aðrar uppi í dölum eða óbyggðum. En
yfirleitt fjallaði þetta feiknamikla safn um
Austurland og Austfirðinga, dularverur og
menn að fomu og nýju, feiknlegar furður
og off harmræn örlög, samleik þess flestum
dulda og hins, sem hverjum og einum er
skynjanlegt... Hvílík vinna, hvílíkur áhugi,
hvílík elja- já, hvílík heilsa að geta þetta auk
þess að vinna sér fyrir fötum og fæði! Ég sá
hinn hálfsjötuga sagnaritara stika rösklega
í blóma lífsins yfir snæviþakin fjöll, með
létta hliðartösku sem byrði, sá hann síðar
aldurhniginn kafa fönn í sviðringsbyl
upp bratta brekku og brekku af brekku
- með þykka og þunga tösku á hálflotnu
baki. Ég sá hann sitja við hlóðarstein í
útieldhúsi og hlýða á mál gamallar konu,
augun hvöss af athygli. Ég sá hann sitja
á jötubandi í ijárhúsi og leggja eyrun við
orðum veðurbitins beitarhúsasmala með
lambúshettu á höfði. Ég sá hann ennffemur
rölta um afréttir og útilegumannaslóðir,
stanza, horfa, hlusta, skoða af sérstakri
natni hvers konar missmíði á náttúmnni,
sem hugsanlega kynnu að vera af
mannavöldum. - Svo var það vinnan við
að færa hvaðeina sem hann hafði talið
frásagnarvert eða sjónarvert, í letur, og
ég sá hann sitja um myrka vetrarnóttu á
héluðu dyralofti með blýantspáruð blöð á
öðm hnénu og bók - eina af þessum bókum
- á hinu, ljósið glæta frá kerti, olíutým,
kannski einungis tunglskin...Og loks sá ég
hann standa við krambúðarborð og bíða,
sjómenn, bændur, strákagalgopar, sá hann
líta arnfráum augum snöggt til hliðar þegar
17