Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 20

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 20
Múlaþing hvíslað var: „Æ, þekkirðu nú ekki hann Drauga-Fúsa?“ Og hvem láta þessi orð - sem Guðmundur G. Hagalín lætur Sigfúsi að sönnu í munn - ósnortinn? „Það skilur það ekki, fólkið, að það sem ég hef tínt upp, er ekki mitt verk eða mér til fjár eða fremdar. Það er verk sjáandans, sem aldrei hefur orðið óskyggn, hve myrkt sem hefur verið yfir byggðum þessa lands, - sem alls staðar hefur séð líf, líkt og ólíkt, - já, og þess skapandi anda sem manneskjan er gædd, hve aum og vesöl sem hún er - sem er hennar aðall - já verk þess hvors tveggja, sem nú er ekki verið að glæða í skólunum heldur binda og kefja, en haldið hefur þessari þjóð við á liðnum öldum, nært hana og styrkt í myrkri og kulda, í allsleysi og í áþján drauga og djöfla og djöflum líðilegri mannlegra kvala... En ÉG - hvað er ég? Mannskepna gædd áráttu til að tína saman og forða frá glötun, frá tortímingu því, sem ég hef fundið vera sem hold af mínu holdi og blóð af mínu blóði, þegar hlust mín nam orðin, sem voru eins og partur af stemmu liðins tíma - raunar allra tíma í þessu landi ef vel væri - já, og augu mín hafa séð svo sem í skuggsjá aldanna það sem þetta land býr yfir í svip og svipbrigðum við mannlegu lífi, sem í skauti þess hrærist- líka hitt hvernig þetta hefur lýst sér í sýnum sjáandans og í athöfnum skapandi máttar þjóðarinnar." (Bls. 208- 209) Áhugi Sigfúsar á hinu yfirskilvitlega mun einnig hafa sprottið af hæfileikum hans sjálfs í því efni, líkt og hann rekur í bókum sínum „Dulsýnum" sem út komu 1915 og 1930. Mun hann hafa erft eitthvað af hæfileikum Ingunnar ömmu sinnar Davíðsdóttir frá Hellisfirði sem sögð var gáfuð og fróð kona, völva Fljótsdalshéraðs. Hún var forspá og sá fyrir örlög manna, auk þess var hún skyggn og fjarsýn. Þá hafa áhrif í uppeldinu haft sitt að segja um starfa Sigfúsar á manndómsárum. Hann minntist oft á æskuheimili sitt í ritum sínum. I formála fyrir fyrstu bók sinni, „Dulsýnum“, segir hann: Þegar faðir minn dó tók Guðrún systir hans mig og ól mig upp síðan á Skeggjastöðum sem ástríkasta móðir... Þegar eg var unglingur vandist eg mjög sögum, sögnum, rímum og fleiri þjóðfræðum. Var eg mjög notaður til að lesa sögur og kveða rímur því þá var þetta aðalskemmtun sveitamanna. Fomsögumar og riddarasögur urðu því snemma hinir áhrifamestu vinir mínir. Jafnframt þessu voru óskráðar sögusagnir og allt til þessa hefur mér virst þessi fróðleikur vera mér nokkuð það sama og hressandi lífsloft eftir óholla inniveru. Þetta var aðalorsök þess að eg lagði eins mikla rækt við þessi fræði og eg þykist hafa gert. Einn í hópi þeirra sem Sigfús Sigfússon og fræði hans höfðu í hávegum var vinur minn og frændi, Eiríkur Eiríksson frá Dagverðargerði. Auk hinnar ítarlegu nafnaskrár sem Eiríkur vann fýrir seinni útgáfu sagnanna og er mikið þrekvirki, gerði hann á sínum tíma útvarpsþátt um Sigfus og birti í framhaldinu fyrmefnda grein um hann í Múlaþingi13. Aflaði hann sér ýmssa heimilda í tengslum við þennan starfa og er í eftirlátnum skjölum hans sitthvað fróðlegt að finna um Sigfús, s.s. heimildir þeirra er kynni höfðu af manninum sjálfum og sitthvað geymdu sér í minni af fræðum hans og andagift. Þar á meðal er bréf sem Eiríki hefur borist eftir þátt hans í útvarpi um Sigfús og æfistarf hans. Bréfið er frá Sólrúnu Eiríksdóttir, fyrrum húsfreyju á 13 Múlaþing 6, 1971 bls. 116. 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.