Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Qupperneq 21

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Qupperneq 21
„Látið mig segja það sem sagan þarfnast“ Krossi í Fellum (14.12.1902 - 18.03.2000) og er á þessa leið: Skógargerði 9. jan. 1970 Góði vinur! Jeg klóra fáein orð á blað til að þakka þjer kærlega fyrir þitt ágæta erindi um okkar gamla vin, Sigfús Sigfússon sagnaritara. Mjer þótti mjög vænt um þetta erindi sem þú fluttir með mikiili prýði. Það er mitt álit að þetta verði þjer alla tíð til sóma. Það má segja um sagnaritarann okkar eins og ævintýraskáldið H.C. Andesen sagði við móður sína þegar hann kvaddi hana og lagði af stað út í heiminn: „ Fyrst verður maður að þola margt illt og svo verður maður frægur.“ Ekki getum við Austfirðingamir verið ánægð með að hafa sýnt okkar ágæta og merkilega sagnaritara_ sóma. Því hann var næsta lítill. Hann hefði þó átt það skilið. Mig hefur alltaf tekið sárt til þessa einstæðings sem jeg man svo vel eftir. Hann var oft kaupamaður hjá Páli fóstra mínum, bæði við siátt og fleiri verk. Líka kom hann oft án þess að vera við vinnu, var þá oft nokkrar nætur. Og töluðu þeir þá alltaf langt fram á nætur, oftast um fornsögur og annan þjóðlegan fróðleik. Mikið leit jeg hýru auga pokaskjattann sem hann hafði á bakinu. Þessi litli poki fannst mér hafa að geyma dýrmætan fjársjóð. Stundum fór Sigfús niður í pokann með hendina og tók upp nokkrar bækur, sumar stórar, aðrar litlar, allar þjettskrifaðar með alla vega litu bleki; svörtu, bláu, grænu og rauðu. Þá las hann oft fyrir okkur nokkrar sögur og er mjer í minni hvað jeg var hrifm af sögunum, þó sjerstaklega huldufólkssögum. Oft bað hann systur mína (fóstru mína) að þvo fötin sín, og stundum bauðst hún til þess. Voru þau oft mjög óhrein og rifin. Var það oft mikill munur að sjá hann þegar hann fór í hreinum og vel bættum fötum. Oft gaf systir mín honum vettlinga og sokka. Aldrei mátti jeg hlæja þegar Sigfús var nálægur; mjer var bannað það.14 Eitt langar mig til að minnast á við þig, Eiríkur minn og vona jeg að þú misvirðir það ekki við mig. Mjer fmnst eitt vanta í erindi þitt: Þú minntist ekki á húsfreyjuna á Eyvindará, Guðnýju Jónsdóttur. Hún var að allra dómi mikið valkvendi og öllum einstæðingum einstaklega góð. Guðlaug Bjömsdóttir, sem lengi var þar vinnukona, sagði að Guðný 14 Hér má tilfæra eftirfarandi kafla úr endurminningum Jóns Þórarinssonar tónskálds (1917-2012): „Ég man vel eftir Sigfúsi, hann var alltíður gestur, einkum er við vorum búsett í Skaftfelli. Raunar var hann einhverju sinni með herbergi í Skaftfelli, annars bjó hann á ýmsum stöðum í bænum. Þetta var lítill karl með lufsulegt yfírskegg, grannur og hokinn. Það mun hafa verið í Skaftfelli sem hann tók mig á hné sér og sagði: Litli Jón er laglegur drengur, litli Jón með athygli gengur, litli Jón er ljúfúr og glaður, litli Jón er framtíðarmaður. Sigfús var sagnaþulur í þess orðs fyllstu merkingu; lifði og hræðist í sínum sagnaheimi. Sagt var að hann hefði trúað öllu sem hann sagði og skrifaði. En raunar var þessi setning höfð eftir honum: „Látið mig segja það sem sagan þarfnast!“ Móðir mín kvaðst hafa gert ítrekaðar tilraunir til að aflúsa karlinn á skeiði hans í Gilsárteigi en hann þverskallaðist við; trúði því statt og stöðugt að ef lýsnar dæju væri hann sjálfur feigur. Þannig kom hann alltaf einhverri flík undan þegar mamma var búin að tína saman alla hans leppa og sjóða í einhverjum snardrepandi samsetningi. Sigfús var afar spéhræddur maður og hjátrúarfullur. Strákar á Seyðisfirði gerðu at í karlinum á árum hans þar. Ekki þurfti annað en að hlaupa framúr honum á götu; þá trúði Sigfús því að fylgjan mundi ruglast í ríminu og villast frá sér. Og ekki vissi það á gott. Stundum lenti hann í kapphlaupi við strákagemsa út af svona vitleysu. Einhverjum sinnum heyrði ég hann segja frá en aldrei sagði hann sögur á mannamótum; til þess var hann of spéhræddur.“ (Jón Þórarinsson: Obirt minningabrot). 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.