Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 22
Múlaþing
„ Margt má bralla með vélum. “ Ljósmynd: Sigurður
Magnusson.
hefði verið sjerstaklega góð kona, mild
og ljúf í lund og allsstaðar komið fram
til góðs. Einar var bráður og uppstökkur,
en besti maður. Sagði Guðlaug að alltaf
hefði Guðný getað sefað Einar og talið
um fyrir honum þegar hann varð reiður,
og ætíð hafði hún áhrif á hann til góðs. Jeg
tek það fram að það skiptir engu máli þó
Guðný væri amma mín. Það kemur ekkert
þessu máli við. Einu sinni voru fiórar
Guðnýjar á Eyvindará svo árum skipti:
Guðný Jónsdóttir, Guðný Einarsdóttir,
Guðný Sveinsdóttir og svo gömul
einstæðingskona, Guðný Eyjólfsdóttir,
sem var þar síðustu æviár sín og dó þar.
Guðný Sveinsdóttir var þá til aðgreiningar
alltaf kölluð Guðný litla. Eitt sinn sem oftar
var Sigfús Sigfússon þar og bað hann þá
Guðnýju litlu að bæta buxur fyrir sig, en
hún gaf þess engan kost nema hann gerði
um sig vísu. Svaraði hann því litlu en gekk
út þegjandi. Næst þegar Sigfús kom inn
fjekk Guðný honum buxumar og mælti
hann þá fram þessa vísu:
Litla Guðný stór og sterk
stillt með æsku blóma,
þú ert fœdd að vinna verk
sem verður þjer til sóma.
Manni dettur í hug að Sigfús hafi spáð
fyrir Guðnýju í vísunni. Eins og við
vitum misstu þau systkinin báða foreldra
sína í sömu vikunni. Og var Unnur þá á
barnsaldri. Gengu þá eldri systkinin henni
í foreldrastað. Næst verður svo Guðný
ljósmóðir og hjúkrunarkona og í þriðja
lagi verður hún stjúpa fimm ára telpu sem
missti móður sína er hún fæddist. Hefur
alla tíð verið eins kært með þeim eins og
þær væm mæðgur.
Eiríkur minn. jeg bið þig að fyrirgefa
þetta kerlingarraus en stórrar bónar langar
mig að biðja þig. Svo óheppilega vildi til
að jeg missti af erindi þínu þegar það var
endurtekið og sé jeg mikið eftir því. Væri
nokkur vegur til þess að þú vildir gefa mjer
það uppskrifað? Jeg orðlengi þetta ekki
frekar en bið að heilsa í bæinn.
Lifðu heill. Sólrún Eiríksdóttir.15
Sigfús dregur mikinn arnsúg í flugnum í
formála „Dulsýna“ 1915:
15 Á lausu blaði er bréfí þessu fylgdi er að finna efitirfarandi:
Ingi í Refsmýri
Þrællinn hann Ingi með óeirðarstingi og áflogalæti snýr sér í
hringi, rekur á ringi og riðar af kæti. En hátt þó nú klingi og
hlátur við syngi, hjarðar í sæti ungdómsins vingi vöskum unglingi,
vitsmuna gæti. Jeg lærði þetta af mömmu í mínu ungdæmi og
er ekki alveg viss, hvort það er rjett. Hefur þú sjeð þetta? Jeg
hafði hugsað mjer að setja þetta í Múlaþing.
Sólrún
20