Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 23

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 23
„Látið mig segja það sem sagan þarfnast“ Merkta hygg eg á myrkar töflur marga dimma stafi óráðnar gátur íþeim stöfum líst mér leynast muni. Fleiri og fleiri fólgnar myndir skynji skýrri sálir ófœdd augu œtl 'eg margar dularrúnir ráði. Sigfús var búsettur á Seyðisfirði nokkur fyrstu ár þriðja áratugar síðustu aldar og fékk lítilsháttar styrk úr bæjarsjóði í viðurkenningarskyni fyrir störf sín - en hann nægði hvergi nærri fyrir þörfum hans, enda var þá heilsa hans tekin að bila til erfiðisvinnu. Lifði hann því við þröngan kost. Aðbúnaði hans þar lýsir Sigurður Björgólfsson (1887 -1964), þá kennari á Seyðisfirði, á þessa leið:16 „Hann (þ.e. Sigfús) hefur marga sárbitra vetrarvökuna setið við það, loppinn af kulda í ofnlausu, héluðu herbergi, að bjarga frá glötun ýmsum perlum þjóðarinnar, of góðum til að týnast, og skrifað á bókakofforti sínu meðan hann þoldi við.“17 16 Sigurður var kunnur hagyrðingur eystra og fékkst auk þess við þýðingar. Hann starfaði lengi sem skrifstofumaður hjá Stefáni Th. Jónssyni kaupmanni á Seyðsfirði. 17 Sigíus mun hafa haft til umráða herbergi uppi á lofti í svonefndu „Pálshúsi“; fyrsta húsi á vinstri hönd er komið var niður á Vestdalseyrina við SeyðisQörð. Jón Þórarinsson tónskáld segir hann hafa haldið til víðar á árum sínum á Seyðisfirði. Víst er að um tíma hafði hann til umráða herbergi í húsinu „Skaftfelli“ og einnig eru uppi sagnir um að hann hafi leigt á loftinu í húsinu „Tungu“. Greinargóða lýsingu á híbýlum Sigfúsar er að finna í bók Guðmundar G. Hagalíns, „Stóð ég úti í tunglsljósi" bls. 204. Að lokum fékk Sigfús vist á elliheimilinu Grund í Reykjavík og dvaldi hann þar síðustu árin. Eftir að hann kom til Reykjavíkur kynntist hann ýmsum mönnum sem reyndust honum vel. Má þar nefna fyrstan Matthías Þórðarson þjóðminjavörð. Matthías skildi manna best viðhorf hans og ævikjör. Hann gekkst íyrir því að árið 1932 var Sigfus kjörinn heiðursfélagi Hins íslenska bókmenntafélags.18 Sigfús lifði sitt síðasta á Grund. Ekki þarf lengi að skyggnast í skrif hans til að sannfærast um að ekki var vera hans þar hátt á hrygginn reist. Svo segir í bréfi til kunningja hans á Seyðisfírði: „Eg gleymi þessu atriði, enda eigi vitauðgandi að búa í þessu fuglabjargi sem von er, því hingað er sent úrkastið og héðan er skammt í kirkjugarðinn. Það sem ánægjulegt er dregur sig í hlé, hitt stjómar umræðum og verkum og þarf ekki að vanda sig. Hús og herbergi ágæt, gott efni ef nokkur temdi.“ Annar bréfkafli lýsir kjörum hans nokkuð á þessum tíma. Þá fékk hann lítilsháttar styrk úr ríkissjóði. Bréfkaflann ritaði hann bæjarstjóranum á Seyðisfirði. Bréfið er ódagsett. „Þér mun sýnast all-ólíklegt að eg telji mig einatt til heimilis hjá ykkur og þó er það svo, þó eg starfi hér að því verki sem ei var hægt hjá ykkur - og sem þess vegna er nú byrjað aftur og óneyddur hætti eg eigi við það þó erfítt gangi úr þessu. En vegna aldurs og fátæktar er ég eigi vel staddur. Því þó að herbergi séu góð í Hælinu og sumt annað þolanlegt í ófullkomleika sínum, þá Af handriti Eiríks frá Dagverðargerði virðist mega ráða að velgjörðarmenn Sigfúsar í Reykjavík - eða hjá Bókmenntafélaginu - hafi verið þessir helstir: Guðmundur Finnbogason, Ólafur Lárusson, Matthías Þórðarson og Halldór Jónasson frá Eiðum. 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.