Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Qupperneq 23
„Látið mig segja það sem sagan þarfnast“
Merkta hygg eg
á myrkar töflur
marga dimma stafi
óráðnar gátur
íþeim stöfum
líst mér leynast muni.
Fleiri og fleiri
fólgnar myndir
skynji skýrri sálir
ófœdd augu
œtl 'eg margar
dularrúnir ráði.
Sigfús var búsettur á Seyðisfirði nokkur
fyrstu ár þriðja áratugar síðustu aldar
og fékk lítilsháttar styrk úr bæjarsjóði í
viðurkenningarskyni fyrir störf sín - en hann
nægði hvergi nærri fyrir þörfum hans, enda
var þá heilsa hans tekin að bila til erfiðisvinnu.
Lifði hann því við þröngan kost. Aðbúnaði
hans þar lýsir Sigurður Björgólfsson (1887
-1964), þá kennari á Seyðisfirði, á þessa
leið:16
„Hann (þ.e. Sigfús) hefur marga sárbitra
vetrarvökuna setið við það, loppinn af
kulda í ofnlausu, héluðu herbergi, að bjarga
frá glötun ýmsum perlum þjóðarinnar,
of góðum til að týnast, og skrifað á
bókakofforti sínu meðan hann þoldi við.“17
16 Sigurður var kunnur hagyrðingur eystra og fékkst auk þess við
þýðingar. Hann starfaði lengi sem skrifstofumaður hjá Stefáni
Th. Jónssyni kaupmanni á Seyðsfirði.
17 Sigíus mun hafa haft til umráða herbergi uppi á lofti í svonefndu
„Pálshúsi“; fyrsta húsi á vinstri hönd er komið var niður á
Vestdalseyrina við SeyðisQörð. Jón Þórarinsson tónskáld segir
hann hafa haldið til víðar á árum sínum á Seyðisfirði. Víst er að
um tíma hafði hann til umráða herbergi í húsinu „Skaftfelli“ og
einnig eru uppi sagnir um að hann hafi leigt á loftinu í húsinu
„Tungu“. Greinargóða lýsingu á híbýlum Sigfúsar er að finna í
bók Guðmundar G. Hagalíns, „Stóð ég úti í tunglsljósi" bls. 204.
Að lokum fékk Sigfús vist á elliheimilinu
Grund í Reykjavík og dvaldi hann þar síðustu
árin. Eftir að hann kom til Reykjavíkur kynntist
hann ýmsum mönnum sem reyndust honum
vel. Má þar nefna fyrstan Matthías Þórðarson
þjóðminjavörð. Matthías skildi manna best
viðhorf hans og ævikjör. Hann gekkst íyrir því
að árið 1932 var Sigfus kjörinn heiðursfélagi
Hins íslenska bókmenntafélags.18
Sigfús lifði sitt síðasta á Grund. Ekki
þarf lengi að skyggnast í skrif hans til að
sannfærast um að ekki var vera hans þar hátt
á hrygginn reist. Svo segir í bréfi til kunningja
hans á Seyðisfírði:
„Eg gleymi þessu atriði, enda eigi
vitauðgandi að búa í þessu fuglabjargi
sem von er, því hingað er sent úrkastið
og héðan er skammt í kirkjugarðinn. Það
sem ánægjulegt er dregur sig í hlé, hitt
stjómar umræðum og verkum og þarf
ekki að vanda sig. Hús og herbergi ágæt,
gott efni ef nokkur temdi.“
Annar bréfkafli lýsir kjörum hans nokkuð
á þessum tíma. Þá fékk hann lítilsháttar
styrk úr ríkissjóði. Bréfkaflann ritaði hann
bæjarstjóranum á Seyðisfirði. Bréfið er
ódagsett.
„Þér mun sýnast all-ólíklegt að eg telji mig
einatt til heimilis hjá ykkur og þó er það
svo, þó eg starfi hér að því verki sem ei
var hægt hjá ykkur - og sem þess vegna er
nú byrjað aftur og óneyddur hætti eg eigi
við það þó erfítt gangi úr þessu. En vegna
aldurs og fátæktar er ég eigi vel staddur. Því
þó að herbergi séu góð í Hælinu og sumt
annað þolanlegt í ófullkomleika sínum, þá
Af handriti Eiríks frá Dagverðargerði virðist mega ráða að
velgjörðarmenn Sigfúsar í Reykjavík - eða hjá Bókmenntafélaginu
- hafi verið þessir helstir: Guðmundur Finnbogason, Ólafur
Lárusson, Matthías Þórðarson og Halldór Jónasson frá Eiðum.
21