Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Qupperneq 35
Ógiftar konur í hópi vesturfara, 1870-1914
vinnukonur alla sína tíð. Langalgengasta
atvinnugrein kvenna á þessum tíma var þó
vinnukonustarfið en rannsóknir kanadíska
sagnfræðingsins Evu St. Jean sýna að
samkvæmt kanadísku manntali árið 1931
unnu 58% skandinavískra kvenna við
þjónustustörf, einkum sem þjónustustúlkur.7
Þessum konum sem rannsóknin beinist
að hefur fremur lítið verið haldið á lofti i
íslenskri kvenna- og kynjasögu eða í sögu
vesturferða. Hér er að fínna dæmi um konur
sem ferðuðust á milli landa eins og Guðný
Þorvaldsdóttir (1871-1946) sem starfaðit.d.
á gistihúsum í Skotlandi í átta ár áður en
hún fluttist til Kanada.8 Ennfremur um konur
sem lærðu iðngrein á borð við saumaskap,
ýmist áður en þær héldu vestur um haf eða
eftir komuna þangað. Sem dæmi má nefna
Elínu Sigurðardóttur Hall (1883-1960).9
Hún fluttist 17 ára gömul úr Skagafirði til
Kanada og giftist aldrei en lærði saumaskap
og sá fyrir sér með því. Auk þess var hún góð
söngkona og virk í áhugamannaleikfélagi
í Winnipeg.10 Þá má nefna ljósmóður eina,
Ingibjörgu Björnsdóttur er fædd var i Húsey
í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu árið 1873.
Ingibjörg lauk ljósmæðranámi árið 1896
og starfaði í Hjaltastaðahreppsumdæmi og
Vopnaijarðarhreppsumdæmi áður en hún hélt
til Ameríku árið 1903.11
7 Eva St. Jean, „Swedes on the Move. Politics, Culture, and Work
among Swedish Immigrants in British Columbia, 1900-1950“.
Óprentuð doktorsritgerð frá University ofVictoria, 2004. https://
dspace.library.uvic.ca/bitstream/handle/1828/48 l/stjean_2004.
pdf?sequence=l (30-12-14), bls. 115.
8 Sjá Lögberg 30. maí 1946, bls. 7; Hallgrímur Pétursson og
Guðríður Símonardóttir. Niðjatal. II. Ritstj. Ari Gíslason
(Reykjavík 1989), bls. 305.
9 Vestur-íslenzkar œviskrár I. Benjamín Kristjánsson bjó undir
prentun (Akureyri 1961), bls. 153.
10 Heimskringla 4. febrúar 1953, bls. 1. Sjá einnig t.d. Vestur-
íslenzkar œviskrár I. Ritstj. Benjamín Kristjánsson (Akureyri
1961), bls. 190.
11 Ljósmœður á íslandi I (Reykjavík 1984), bls. 303. Upplýsingar
vantar um dánarár Ingibjargar Bjömsdóttur.
Mögulega var lífshlaup þessara kvenna
að einhverju leyti dæmigert fyrir ákveðinn
hóp kvenna en það verður á hinn bóginn ekki
sagt um lífsferil Kristrúnar Sveinungadóttur
(1835-1917). Kristrún var fædd í Kelduhverfi
í Norður-Þingeyjarsýslu. Hún giftist og átti
eina dóttur en skildi við mann sinn árið
1862. Síðustu fimm árin áður en hún fór frá
Islandi var hún vinnukona hjá séra Arnljóti
Ólafssyni á Bægisá og konu hans Hólmfríði
Þorsteinsdóttur. Ljóst virðist að Kristrún hafí
tengst þessari fjölskyldu nánum böndum. í
minningargreininni er sérstaklega greint frá
bréfaskiptum hennar við fyrrum húsmóður
sína. I bréfi sem ritað er í desember 1901,
25 árum eftir að Kristrún fluttist búferlum til
Vesturheims, ritaði Hólmfríður henni bréf og
þakkaði „[hjjartanlega ... fyrir elskulegt og
gott bréf frá í ágúst í sumar. Þú getur ekki trúað
hvað vænt mér þótti um það. Eg fmn í því þína
fágætu óslítandi trygð við mig og mína, þá
elsku og trúfesti, sem svo fáum er gefm.“12
En vist Kristrúnar á heimilinu á Bægisá gefur
tilefni til ákveðinna athugasemda varðandi
vinnumennsku. I því sambandi er fróðlegt
að skoða skrif finnska sagnfræðingsins Varpu
Lindström um fmnskar vinnukonur í Kanada
en hún hefur t.d. bent á ákveðið stigveldi
eða virðingarröð sem ríkti innan þeirrar
starfsgreinar. Vinnukonur sköpuðu sína eigin
virðingarröð en meðal þess sem þar skipti máli
var efnahagur húsbændanna.13 „Vinnukona“
og „vinnukona“ var sum sé ekki hið sama. Af
minningargreininni um Kristrúnu í Almanaki
Olafs S. Þorgeirssonar má í það minnsta ráða
að vinnumennsku á „betri heimilum“ hafi
fylgt einhvers konar virðingarsess.
12 Jón J. Bíldfell, „Kristrún Sveinungadóttir“, Almanak Ólafs S.
Þorgeirssonar 49 (1943), bls. 45-46.
13 Varpu Lindström, ,„,I Won't Be a Slave!“ Finnish Domestics in
Canada, 1911-30“, í I Won't Be a Slave! Selected Articles on
Finnish Canadian Women 's History (Beaverton Ontario 2010),
bls. 41.
33