Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 36

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 36
Múlaþing Árið 1876 fluttist Kristrún til Winnipeg og vann til að byrja með á gistihúsi. En hún átti eftir að verða umsvifamikil þar og varð m.a. annar Islendingurinn sem byggði sér hús. Einnig var hún virk í ýmsum félögum en meðal þess sem hún gerði var að taka á móti íslendingum sem voru nýkomnir til landsins.14 I heild má segja að heimildir þessar sýni ákveðinn íjölbreyti leika í aðstæðum kvenna og lífsháttum og „gerendahæfni“ eða möguleika til að móta eigin kringumstæður. Verkefnið er m.a. að skilja og útskýra samhengi þeirra við kvenna- og kynjasöguna og sögu vesturferða. „Auðmagn“ Það er vandasamt að gera blæbrigðum í lífí kvenna skil þannig að „gerendamáttur“ kvenna, máttur til að hafa áhrif á eigin aðstæður sé hvorki ofmetinn né vanmetinn. Hér er notuð kenning franska félagsfræðingsins Pierre Bourdieu um „kapítal“ sem þýtt hefur verið sem „auðmagn“. Gert er ráð fyrir fems konar tegundum „auðmagns“: efnahagslegu, menningarlegu, félagslegu og táknrænu. Efnahagslegt auðmagn er gegnsætt hugtak og þarfnast ekki skýringa. Með því að gera ráð fyrir öðrum mismunandi tegundum auðmagns en hinu efnahagslega er hægt að varpa ljósi á hvernig fleira en efnahagslegir þættir skapa fólki stöðu og virðingu. Þannig felst t.d. „félagslegt auðmagn“ í möguleikum eða bjargráðum sem byggjast á félagslegum tengslum og samböndum, svo sem að tilheyra fjölskyldu eða hópi eða þekkja Jón J. Bíldfell, „Kristrún Sveinungadóttir“, bls. 44-51. „rétta fólkið“.15 „Menningarlegt auðmagn“ felst í því hvernig menntun og menning skapar fólki þjóðfélagslega stöðu og getur birst bæði í formlegri menntun og öðrum menningarlegum þáttum sem fólk hefur á valdi sínu eins og t.d. góðu valdi á máli.16 Þá er ótalið hið „táknræna auðmagn" en það öðlast fólk þegar framangreindar tegundir kapítals verða almennt viðurkenndar og færa fólki viðurkenningu og virðingu.17 Þetta sjónarhom má segja að geri sýnilegan hóp af konum sem hefur runnið okkur úr greipum í hefðbundinni sagnfræði, konur sem um er fjallað í þessu verkefni. Þetta em konur sem tilheyra ekki efstu lögum samfélagsins, tengjast ekki karlkyns „mikilmennum“ sem eiginkonur eða dætur, em ekki annálaðir kvenskömngar eða baráttukonur, né heldur nafntogaðar verkakonur. Þær em gleymdar konur. Jóhanna Ketilsdóttir (1856-1908) Hér í lokin verður tjallað um tvær austfirskar konur og hvemig lífshlaup þeirra er skoðað út frá minningargreinum. Slíkar greinar em t.d. að mörgu leyti nokkuð staðlað form en í 15 Pierre Bourdieu, Distincíion; Beverly Skeggs, Formations of Class & Gender. Becoming Respectable (London 1997), bls. 8; Ylva Ulfsdotter Eriksson, „Yrke, Status & Genus. En sociologisk studie om yrken pá en segregerad arbetsmarknad.“ Óprentuð doktorsritgerð frá Háskólanum í Gautaborg, 2006, bls. 49-50. https://gupea.ub.gu.Se/bitstream/2077/l 6843/4/ gupea_2077_16843_4.pdf (30-12-14); Sjá Torfí Tulinius, Skáldið í skriftinni. Snorri Sturluson og Egils saga (Reykjavík 2004); Torfi Tulinius, „Pierre Bourdieu and Snorri Sturluson. Chieftains, sociology and the development of literature in medieval Iceland?“ í Snorres Edda - i europeisk og islandsk kultur. Ritstj. Jon Gunnar Jorgensen (Reykholt 2009), bls. 47-71; íris Ellenberger, Danskir innflytjendur á íslandi 1900-1970. Félagsleg staða, samþætting ogþverþjóðleiki (Reykjavík 2013), bls. 33-34. 16 Diane Reay, „Gendering Bourdieu's concepts of capitals? Emotional capital, women and social class“, Feminism after Bourdieu, Ritstj. Lisa Adkins og Beverley Skeggs (Oxford 2004), bls. 58-59. 17 Beverly Skeggs, Formations of Class & Gender, bls. 8; Torfí Tulinius, „Pierre Bourdieu and Snorri Sturluson“, bls. 52, 134. 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.