Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 39

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 39
Ógiftar konur í hópi vesturfara, 1870-1914 á Rjúpnafelli“ þangað til hún var 18 ára gömul. Eftir það var hún „meira og minna langdvölum að heiman“ og einn vetur stundaði hún saumanám í Reykjavík.27 Saumakonur voru stétt iðnlærðra kvenna sem kom fram á sjónarsviðið á Islandi um 1860. En það að læra slíka iðn var skref í átt til aukins sjálfstæðis.28 Anna fluttist „til Ameríku“ vorið 1903 ásamt systur sinni Jónu og settust þær að í Winnipeg. Þá var hún 27 ára gömul. Veturinn 1904-1905 giftist hún Sigbimi Sigbjömssyni frá Ytra-Núpi í Vopnafírði. Þau bjuggu í Winnipeg til ársins 1908 er þau námu land í grennd við Leslie í Saskatchewan þar sem þau bjuggu upp frá því.29 Hugsanlega fellur Anna Guðmundsdóttir ekki undir þá skilgreiningu að vera „ættstór“ en engu að síður er ljóst að hún hafði ákveðin „góð“ íjölskyldutengsl. Minningargreinin vitnar um nauðsyn þess að gera grein fyrir slíkum tengslum, en fyrir utan systur hennar Jónu er gift var Lofti Jörundssyni, húsameistara í St. Jomes, Manitoba, og bróður hennar Pál, bónda við Leslie, þá er einnig nefndur annar bróðir er var Þorsteinn, „kvæntur Ragnhildi Jónsdóttur, alþingismanns frá Sleðbrjót."30 Mannkostir Önnu eru að sjálfsögðu tíundaðir en meðal þeirra var hæfileiki sem ljóst er að var í miklum metum meðal íslendinga í Kanada.31 Anna var orðsins 27 Lögberg 18. október 1951, bls. 4. 28 Sjá Anna Sigurðardóttir, Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár (Reykjavík 1985), bls. 308-311. 29 Lögberg 18. október 1951, bls. 4. „Hugmyndin um „landnám“ í kanadískri sögu hefur verið mikið gagnrýnd. Hefur t.d. verið bent á að hún geri ráð fyrir að enginn hafi búið á landinu áður og „gleymi“ meðvitað þeirri stefnu við stofnun nýlendna (icolonization) sem ffamfýlgt var. Sjá C. Lesley Biggs with Stella Stephanson, „In Search of Gudrun Goodman: Reflections on Gender, „Doing History“ and Memory“, The Canadian Historical Review 87:2 (2006), bls. 304.“. 30 Lögberg 18. október 1951, bls. 4 [leturbr. mín]. 31 Sjá Daisy L. Neijmann, The Icelandic voice in Canadian Letters. The Contribution of Icelandic-Canadian writers to Canadian literature. Nordic Voices 1 (Ottawa 1997), bls. 78, 90; Viðar Hreinsson, „Vestur-íslenskar bókmenntir“, í Islensk bókmenntasaga III, Ritstj. Halldór Guðmundsson (Reykjavík 1996), bls. 730. manneskja og „prýðilega hagmælt". Eins og segir í minningargreininni þá orti hún „marga hnyttna bögu og enda bragi“ þegar hún var ung „um eitt og annað, sem til féllst“.32 Þessu virðist hún hafa haldið áfram en a.m.k. er til heimild um að hún hafi flutt frumort kvæði í gullbrúðkaupi sem haldið var í Leslie árið 1946.33 Þá má sjá að hún tók þátt í samræðum um íslenskar bókmenntir en það sést á bréfi til vinafólks hennar þar sem hún lýsti skoðunum sínum á verki Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk.34 Raunar virðist hún hafa tengst nokkuð náið samfélagi bókmenntafólks og skálda sem varð til í Leslie upp úr aldamótunum 1900 og fjallað er um í ritinu The Saskatchewan Icelanders eftir W. J. Lindal.35 Ennfremur má nefna að sonur hennar, Haukur Stefánsson, varð listmálari og bróðir hennar Björgvin Guðmundsson var tónskáld, en hann var einnig höfundur minningargreinarinnar.36 Anna Guðmundsdóttir Sigbjömsson virðist hafa verið kona með umtalsverð félagsleg og menningarleg tengsl eða „auðmagn“. Jóhanna og Anna em tvö dæmi af fjöl- mörgum um konur sem voru einhleypar þegar þær héldu frá íslandi til Vesturheims. Við rannsóknina á þessum konum hef ég notið góðrar aðstoðar frá Héraðsskjalasafni Austfírðinga á Egilsstöðum. Hér hefur verið varpað ljósi á lífsferil þeirra og hvernig þær sköpuðu sér vettvang, og er markmiðið að þegar rannsókn þessari lýkur þá verði orðin til vitneskja um stóran hóp kvenna í hópi vesturfara sem hingað til hefur verið ósýnilegur og í rauninni gleymdur. 32 Lögberg 18. október 1951, bls. 4. 33 Lögberg 6. júní 1946, bls. 5. 34 Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. KB, 228 4to, Bréfasafn Önnu og Lárusar Nordal, Gimli. Bréf frá Önnu Sigbjömsson 18. desember 1946. 35 Walter J. Lindal, The Saskatchewan Icelanders. A strand of the Canadian Fabric (Winnipeg 1955), bls. 142-144. 36 Sjá Haukur Stefánsson 1901-1953 (Akureyri 1995); Haukur Agústsson, Ferill til frama. Ævisaga Björgvins Gudmundssonar tónskálds (Akureyri 2011). 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.