Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 49
Úr ævimmningum Kristjáns
Jónssonar Vopna
Smávegis um Kristján Jónsson Vopna og handrit hans
Kristján varfæddur28. apríl 1861 á Refstað í Vopnafírði en fluttist 16ára(1877)austurí
Fljótsdal og átti svo heima á Héraði til æviloka. Hann nam við Búnaðarskólann á Eiðum
1888-1890, og kvæntist Sesselju Oddsdóttur frá Hreiðarsstöðum. Þau voru á ýmsum bæjum
á Héraði við búskap eða í vinnumennsku. Eina bam þeirra sem lifði var Kristbjörg, sem giftist
Einari Guðmundssyni frá Hafrafelli, en þau bjuggu 1907-1922 á Hrjót í Hjaltastaðaþinghá, og
síðan Kristbjörg ekkja til 1933, með bömum sínum, en meðal þeirra var Sveinn Einarsson, hinn
landskunni hleðslumaður. Kristján mun hafa dvalið einhver ár hjá dóttur sinni og tengdasyni
á Hrjót, og kenndi sig því við þann bæ á efri ámm, en var þó alltaf betur þekktur sem Kristján
Vopni. A árunum 1925-30 var hann langdvölum á Eiðum.
Kristján var sögufróður og vel ritfær og skrifaði margt um dagana, svo sem endurminningar,
þætti af fólki, ýmsan fróðleik og hugleiðingar, og orti mörg kvæði. Lítið af þessum ritverkum
hefur verið prentað, aðeins ritgerð um Lambanesþingstað, sem hann taldi hafa verið við
Hrjótarvatn, upphaflega flutt sem erindi á Eiðum, síðan birt í ÁrbókFornleifafélagsins 1924.
Guðgeir Ingvarsson skjalavörður ritaði æviþátt Kristjáns Vopna og birti í Múlaþingi 37,
2011. Þar er gerð ýtarleg grein fyrir ritverkum hans, sem geymd eru í Héraðsskjalasafni
Austfirðinga, og birt fáein sýnishom úr þeim. Nokkur eftirmælakvæði hans birtust í blöðum
meðan hann var á lífi.
Haustið 1941 gaf Kristján handritasafn sitt, Birni Sveinssyni á Eyvindará. Dagmar
Hallgrímsdóttir, ekkja Bjöms, afhenti Héraðsskjalasafni Austfírðinga þessi handrit í nóvember
1993, ásamt allmiklu bréfasafni frá Kristjáni.
Efnislega skiptast handritin í þrjá aðalflokka, þ.e.:
1. Æviþættir frá æsku höfundar í Vopnafírði og á Héraði, ná fram undir tvítugsaldur.
2. Ýmsir þættir um menn og málefni á Héraði.
3. Kveðskapur af ýmsu tagi.
Undirritaður fékk leyfí til að ljósrita handritin (nema béfín) í des. 1993, og em ljósritin
geymd í sérstakri möppu í handritasafni hans. Nokkurþeirra hef ég tölvusett á ýmsum tímum,
og verða hér birtir fáeinir kaflar úr æviminningum Kristjáns.
Klausur innan homklofa og ýmsar skýringar neðanmáls hef ég ritað, einnig fært ritmál
höfundar til nútímavenju.
Helgi Hallgrímsson. (2002 / 2014).
47