Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Síða 49

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Síða 49
Úr ævimmningum Kristjáns Jónssonar Vopna Smávegis um Kristján Jónsson Vopna og handrit hans Kristján varfæddur28. apríl 1861 á Refstað í Vopnafírði en fluttist 16ára(1877)austurí Fljótsdal og átti svo heima á Héraði til æviloka. Hann nam við Búnaðarskólann á Eiðum 1888-1890, og kvæntist Sesselju Oddsdóttur frá Hreiðarsstöðum. Þau voru á ýmsum bæjum á Héraði við búskap eða í vinnumennsku. Eina bam þeirra sem lifði var Kristbjörg, sem giftist Einari Guðmundssyni frá Hafrafelli, en þau bjuggu 1907-1922 á Hrjót í Hjaltastaðaþinghá, og síðan Kristbjörg ekkja til 1933, með bömum sínum, en meðal þeirra var Sveinn Einarsson, hinn landskunni hleðslumaður. Kristján mun hafa dvalið einhver ár hjá dóttur sinni og tengdasyni á Hrjót, og kenndi sig því við þann bæ á efri ámm, en var þó alltaf betur þekktur sem Kristján Vopni. A árunum 1925-30 var hann langdvölum á Eiðum. Kristján var sögufróður og vel ritfær og skrifaði margt um dagana, svo sem endurminningar, þætti af fólki, ýmsan fróðleik og hugleiðingar, og orti mörg kvæði. Lítið af þessum ritverkum hefur verið prentað, aðeins ritgerð um Lambanesþingstað, sem hann taldi hafa verið við Hrjótarvatn, upphaflega flutt sem erindi á Eiðum, síðan birt í ÁrbókFornleifafélagsins 1924. Guðgeir Ingvarsson skjalavörður ritaði æviþátt Kristjáns Vopna og birti í Múlaþingi 37, 2011. Þar er gerð ýtarleg grein fyrir ritverkum hans, sem geymd eru í Héraðsskjalasafni Austfirðinga, og birt fáein sýnishom úr þeim. Nokkur eftirmælakvæði hans birtust í blöðum meðan hann var á lífi. Haustið 1941 gaf Kristján handritasafn sitt, Birni Sveinssyni á Eyvindará. Dagmar Hallgrímsdóttir, ekkja Bjöms, afhenti Héraðsskjalasafni Austfírðinga þessi handrit í nóvember 1993, ásamt allmiklu bréfasafni frá Kristjáni. Efnislega skiptast handritin í þrjá aðalflokka, þ.e.: 1. Æviþættir frá æsku höfundar í Vopnafírði og á Héraði, ná fram undir tvítugsaldur. 2. Ýmsir þættir um menn og málefni á Héraði. 3. Kveðskapur af ýmsu tagi. Undirritaður fékk leyfí til að ljósrita handritin (nema béfín) í des. 1993, og em ljósritin geymd í sérstakri möppu í handritasafni hans. Nokkurþeirra hef ég tölvusett á ýmsum tímum, og verða hér birtir fáeinir kaflar úr æviminningum Kristjáns. Klausur innan homklofa og ýmsar skýringar neðanmáls hef ég ritað, einnig fært ritmál höfundar til nútímavenju. Helgi Hallgrímsson. (2002 / 2014). 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.