Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 54

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 54
Múlaþing Andrés Kjerúlf á Melum. Ljósmyndari: Nicoline Weywadt. Eigandi myndar: Þjóðminjasafn Islands. bókmenntir. Ég sá hann t.d. kenna yngstu bömum sínum dönsku, en sjálfur stóð hann og tvinnaði band á snældu. Andrés var sonur Jörgens Kjerúlfs læknis á Brekku; hann var læknir þar 1805, en ekki veit ég hvað lengi, en líklega hefur hann verið lengi læknir þar, því þar hafa böm hans vaxið upp og staðfestu þau öll ráð sitt hér eystra.4 Þau vom: 1. Andrés, giftur Önnu Jónsdóttur frá Melum, 2. Jóhanna, kona Sigfúsar á Klaustri, 3. Kristján er bjó út á Héraði, bæði á Gilsárteigi og Fossvöllum, hann var athafnasamur búmaður, það sagði Andrés bróðir hans mér, en hann varð víst ekki gamall. Þegar ég kynntist Andrési gæti ég trúað að hann hefði verið nær sjötugur, þá var hann frískur á fæti og kvikur í hreyfmgum. Hann var meðalmaður á vöxt, fríður og vel á sig 4 Jörgen var læknir á Brekku frá 1819 til dauðadags 1831. kominn, með Ijóst hár og skegg; heldur þurr á manninn og snöggur í tilsvörum, en kæmist maður að honum, helst í einrúmi, og leitaði fræðslu, þá var annað uppi á teningnum. Færðist þá bros yfír andlitið og augun sindmðu af fjöri, enda fannst mér hann ótæmandi fróðleiksuppspretta. Hann sagði afar skýrt og vel frá öllu, hafði þróttmikinn málróm og talaði vel á mannfundum. Hann lærði ungur bókband hjá Grími Laxdal á Akureyri, og tók að mig minnir sveinsbréf í þeirri iðn. Var hann sýslunefndarmaður Fljótsdælinga og á þjóðfundinn 1851 var hann kosinn.5 En aðalstarf hans var búskapurinn á Melum, þar gerði hann garðinn frægan með kartöflurækt og vatnsveitingum langt á undan samtíð sinni. A Melum bjó Andrés allan sinn búskap. Þau hjón áttu tíu böm, er öll komust til aldurs, en dóu mörg á besta aldri til hins mesta skaða fýrir þjóðfélagið. Andrés hafði á sínum yngri árum verið íþróttamaður, besta skytta, og orðlagður skautamaður. Aldrei át Andrés svo nokkra máltíð, að hann hefði ekki opna bók fyrir framan sig, enda var hann lengi að éta, og skeið og hnífur vildu oft lenda á skökkum stað. Húslestra las hann oft í „Mynsters hugleiðingum“. Einu sinni tók ég eftir því að Andrés hafði eina bók venju fremur lengi á matborðinu hjá sér; forvitnin vaknaði þá hjá mér, svo ég fór að skyggnast eftir því hvaða bók þetta væri. Hún var um Jóhannesar guðspjall, eftir Magnús Eiríksson, á dönsku. Svo bað ég hann síðar að lána mér hana. Hann varð glaður við og sagði mér margt og mikið af Magnúsi. Eins og áður er sagt var Andrés fremur óþjáll í lund og erfitt að nálgast hann, og þessa hefur viljað kenna með fleira af því fólki. Má geta þess að ef böm hans vom með 5 Það er ekki rétt. Þjóðfundarmenn Norðmýlinga voru þeir Guttormur stúdent, Arnheiðarstöðum og Sigurður Gunnarsson pr. á Desjarmýri. 52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.