Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Síða 58

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Síða 58
Múlaþing séra Sigurðar, og María á Ormarsstöðum, tengdamóðir Þorvarðar Kjerúlfs læknis. Þær sendu jólakökur til ýmsra kvenna í kringum sig fyrir jólin, stórar kökur, hnöttóttar, fullar af rúsínum. Þetta þótti svo merkileg gjöf, að konumar komu sér varla að því að skera í þær. Eftir 1880 fer þessi brauðgerð að tíðkast, og er þá jólabrauð bakað í hlóðum eins og pottkökur. Mér virðist að lýsingin á þessu heimili muni svipuð [og á öðmm bæjum] og sanna nokkuð aðalsvip sem er á heimilum yfirleitt á þessum tíma á Héraði. Að endingu langar mig til að geta eins atburðar, sem fyrir mig kom á þessum tíma. [Fyrirburður þessi er skráður framar í handritinu. Hann átti sér stað haustið 1879, þegar Kristján var vinnumaður hjá Páli í Hrafnsgerði og var við heyskap á Asseli, ásamt Olafi Amasyni o.fl. af þeim bæ. Þetta er nokkuð löng saga, sem snýst um dulsýn, sem Kristján sá þegar þeir gistu á Asseli, og hann túlkaði sem fyrirburð vegna skyndilegs dauða Ama vinnumanns, föður Olafs. I lok frásagnar sinnar segir Kristján að þetta sé eini yfirnáttúrlegi atburður, sem fyrir sig hafí komið.] Eitt sinn, þegar ég var í Hrafnsgerði, hjá þeim Páli og Guðríði, það mun hafa verið snemma sumars. Ég kom eitthvað þar að utan, sjálfsagt frá því að ganga við fé. Þegar ég kom á hjalla skammt fýrir utan túnið, situr spói þar á háum steini og vellir í ákafa. Það blossaði upp í mér gamla íþrótta- löngunin, [ég] fæ mér steinkörtu og miða, læt ijúka. Spóinn steyptist steindauður niður af steininum, og þó var þetta á talsvert löngu færi. Ég hleyp til og tek spóann; þetta var skrokkstór spói og feitur. En svo stóð á heima, að Páll lá í einu þessu blóðspýtingskasti sínu, sem öllum var hryggðarefni, en á þeim árum var ekki mikið um nýjan mat á bæjum, ekkert annað en súrt og saltað, og svo var nýmjólkin. Ég fór svo heim með spóann, til frú Guðríðar, sagði henni frá málavöxtum; hún hló að mér og varð allshugar fegin, og víst var um það að hún matreiddi spóann handa Páli, og honum varð gott af, eins og til var ætlast. Mér er alltaf í fersku minni hvað þau voru bæði glöð yfir þessari smávægilegu heppni minni. Og nú man ég það einnig, að eftir að Páll komst á fætur úr þessu kasti sínu, að ég var inni staddur. Páll gekk um gólf og sneri tóbaksbauknum milli fingra sér, sem hans var oft vandi, og sagði brosandi: „Það er líklegast að þú eigir talsvert af líftórunni í mér í þetta sinn“, og fannst mér þetta meira þakklæti en ég átti skilið fyrir annaðeins lítilræði. Fleiri sögur af líku tagi gæti ég sagt frá æskuárum mínum, en læt hér staðar numið, en því neita ég fastlega, að í öllum þessum tilfellum hafi vaknað hjá mér nokkur drápslöngun, heldur einhverskonarhálfósjálfráð íþróttahneigð, og enn þann dag í dag hefi ég gaman af að horfa á óþvingaða bamaleiki. [Fyrr í þessum kafla segir höf. frá því er hann rotaði geithafur, með steinkasti, en habbi jafnaði sig fljótt. Það gerðist í Vopnafirði. Þar gerðist það líka, að Kristján, sem þá var 12 ára, kastaði steini á arnarhreiður á Amarstapa við Leiðarhöfti, og birtist sú saga í Múlaþingi 37, 2011, bls. 156.] Fáein orð um tengdaforeldra mína Oddur Jónsson og Sólveig Guðmundsdóttir bjuggu allan sinn búskap á Hreiðarsstöðum í Fellum, rýrðarkoti, en hægu. Honum var gefið það af gamalli konu, að mig minnir. Þau eignuðust 9 börn, 7 dætur og 2 syni, sem öll 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.