Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 59

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 59
Úr æviminningum Kristjáns Jónssonar Vopna náðu fullorðinsaldri, nema annar pilturinn, sem dó ungur, og var tvíburi við konu mína. Oddur var með hærri mönnum, mikill um herðar og vel á sig kominn, dökkur á hár og skegg; skeggið afarmikið, náði langt ofan á bringu, vel hirt, glaður og skemmtilegur í viðræðum og fróður um margt, og yfir höfuð mikill hreinleiki yfir svip hans og öllu fasi. Hann var víst góður verkmaður, þó sagt væri að konan hefði stundum ýtt við honum á morgnana, ífaman af árum. Hann var ágætur vegghleðslumaður og öll hans verk og umgengni traust og með listrænum svip, en hann þótti sérvitur í sumum háttum og vinnubrögðum, svo á orði var haft. Einn af háttum Odds var sá, að þegar hann tók út sauðataðið á vorin, þurftu allir hnausarnir að vera nákvæmlega teningsmyndaðir, og aldrei mátti hvolfa úr börunum, heldur varð að tína úr þeim með höndunum, og fleira þessu líkt í háttum hans, er menn gerðu gaman að. Sólveig var vel meðal kvenmaður á hæð, fremur vel vaxin, björt yfírlitum og kvik í hreyfíngum, og hafði sjálfsagt verið falleg á yngri árum, og bar með sér dugnað og myndarskap, enda sögðu mér fróðir menn um þá hluti, að hún hefði ekki alltaf legið marga daga á sæng þegar hún átti bömin, einkum ef að stóð á annatíma. Oft hefur hlotið að vera vel á haldið, að koma upp jafnstórum bamahóp, hjálparlaust, á öðru eins rýrðarkoti, þó það sé að mörgu leyti þægilegt, enda úttekt úr kaupstað af skornum skammti framan af ámm, því ekki mátti skulda. Oddur fór alltaf tvær ferðar á Seyðisijörð, þegar hann fór með ull sína, og fyrri ferðin flutt upp í Hrafnavík hjá Höfða á Völlum, og svo á bát yfír fljótið. Hann hafði jafnan þrjá hesta undir burði og reið þeim ijórða. Úttektin var ekki margbrotin lengi framan af búskaparámm hans. Rúgur og bankabygg, ein skjóða af kaffí og egsport [export] og önnur með kandíssykur, eitt búnt af eldspýtum, og tveggja potta kútur af brennivíni; þetta lét hann ætíð fara heim í fýrri ferðinni. Aldri var keypt pjatla, allt tætt og ofið heima, fínustu sjöl og svuntudúkar, og pokamir sem notaðir voru til heimilisþarfa, og allir dúkar þar á milli; allt rómað fyrir snilldarhandbragð. Heyrt hefí ég þá sögu með sannindum, að þegar burðurinn var kominn í sandinn neðan við túnið, hafí Sólveig farið ofaneftir, leyst upp pokann sem kúturinn var í, sopið vel á, og borið svo allan burðinn heim á bakinu; er það þó góður spölur og allt í fangið. Heyrt hefí ég það líka, að borið hafí það við, að hún hafí þurft að fara í fyrsta pokann sem hún bar heim og fá sér rúghnefa og mala í brauð handa börnunum. Þeir voru viðskiptavinir um mörg ár, Oddur og Eiríkur á Karlsskála í Reyðarfírði. Þær ferðir voru famar að áliðnu sumri, og var mér sagt að húsfreyja hefði lengi farið þær og haft þá einhverja dótturina með sér, þegar þær stálpuðust. Eftir því sem tímar liðu og bömin komust upp breyttist búskapurinn; var farið að láta heldur meira eftir sér; þó var það alltaf í hófí, og mörg síðari árin bjuggu þau mjög snotru búi. Vafalaust hafa þær ekki alltaf verið gamlar Hreiðarsstaðasystur, þegar þær lærðu að spinna spotta og skjóta skyttu, því allar vora þær rómaðar fyrir dugnað og myndarskap í þeim efnum. Það mátti einu gilda hvort maður sá þær allar saman, eða eina milli Qöldans, þá veittu menn þeim athygli fyrir þann myndarskap sem þeim fylgdi hvarvetna. Þau Hreiðarsstaðahjón munu hafa dáið á árunum 1886 til 1890, Sólveig dó síðar [Oddur lést 1888, Sólveig 1889]. Dauða Odds bar þannig að, að hann var að lesa húslestur að kvöldlagi, en þegar hann stóð upp til þess að ganga frá bókunum, féll hann á gólfíð og var þegar örendur. Ég eignaðist fýrir konu yngstu dóttur þeirra Hreiðarsstaðahjóna, Sesselju að nafni. Við giftum okkur snemma sumars 1890, og vorum það ár hjá Sigfúsi mági mínum, Oddssyni, og Guðrúnu Bjarnadóttur 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.