Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 60

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 60
Múlaþing frá Hafrafelli, er þá voru farin að búa á Hreiðarsstöðum. Það varð mitt hlutskipti að fara með ullina á Seyðisfjörð um sumarið, náttúrlega í heimaunnum pokum með fangamarki Odds heitins. Ég kom ofanyfir seinni part nætur og staflaði pokum mínum og reiðfærum upp hjá svokölluðu Thostrúps-pakkhúsi; við þá verslun hafði Oddur verslað í mörg ár. Umsjónarmaður utanbúðar við þá verslun hafði um mörg ár verið danskur maður, Andrés Rasmussen að nafni; átti íslenska konu, hreinskilinn og góður drengur. Um morguninn snemma kemur Rasmussen upp að pakkhúsinu, þar sem ég sat hjá burði mínum; við heilsumst, hann opnar pakkhúsið og býður mér að ganga inn með sér, hallar aftur og fer með mig út í enda hússins, tekur þar upp fulla brennivínsflösku og fékk sér vænan teig, og gaf mér svo eins og ég vildi drekka. Mátti því með sanni segja að við tækjum rækilega nóttina úr munninum á okkur, sem svo er kallað, með brennivínstárinu. Svo fórum við út og karlinn lokaði, því þetta var fyrir vinnutíma, og mátti á því sjá að þetta var vani hans. Þegar hann gengur framhjá pokastaflanum, klappar hann á hann og segir: „Þetta eru pokar Odds míns á Hreiðarsstöðum, það þarf ekki að skoða þá.“ Ég hló með sjálfum mér, en leiðrétti ekki villuna hjá karlinum, en ég hefí oft hugsað um það síðan, að þetta eru sjálfsagt þau stystu eftirmæli sem ég þekki, eftir nokkurn mann, en jafnframt þau bestu. Af Þórsnesfundi 1880 Vorið 1880 mátti heita síðasta góða vorið sem Islendingar fengu í mörg ár, eða frá 1880 til 1892, sem öll máttu heita sannnefnd harðindaár þó lítið eitt brygði út af. Það var líka þetta vor, að mig minnir, að boðaður var pólítískur fundur á Þórsnesi við Lagarfljót, niður frá Kolsstöðum. Þar var saman kominn fjöldi manna, bæði úr Fjörðum og Héraði, og margt stórmenni. Þar var sýslutjaldið, sem fólki þótti mest sport í þá daga, og sem átti að rúma 150 manns, en sem að ég efast mikið um að hafi verið svona stórt. Þar var enginn lögreglumaður, ekkert fyllirí, og fundurinn fór hið besta fram. Það var eins og menn hefðu betri skilning á því þá en nú, til hvers þeir komu þama saman. Þá var skáldið og rithöfundurinn Jón Ólafsson með Skuld sína á Eskifírði, og hefur sjálfsagt átt mikinn þátt í því að þessi fundur var haldinn, því ég man það að við komum nokkuð snemma úr Fram-Fellum, náttúrlega á bátnum8 fengum logn og sólskin út eftir, og það man ég einnig að þegar við komum var ijöldi fólks kominn, en ekki var fundur settur, og það man ég að talsvert lengi var beðið eftir Jóni. En svo sem vænta mátti kom hann, þó seint væri, og í fylgd með honum var séra Magnús Jónsson frá Skorrastað. Þetta var rétt um þær mundir sem hann fékk Laufás; hann var faðir Jóns forsætisráðherra og Sigurðar læknis á Vífilsstöðum. Jafnskjótt og Jón var kominn var firndur settur; mig minnir að Páll á Hallormsstað setja fundinn, en Jón Ólafsson tók fyrstur til máls. Hann talaði ekki hátt og nokkuð hratt, en lá þó vel rómur, og var auðheyrt að hann hafði gott vald og þekkingu á því málefni er hann ræddi um. Mikið hafði ég hlakkað til að sjá þann mann, manninn sem orti „Islendingabrag“ í hita æsku sinnar, og hafði tvisvar orðið að flýja land. Hann var fríður maður, ljós yfirlitum, hár vexti, en bar sig ekki vel að sama skapi; ég man eftir því að mér fannst hann heldur draslaralega til fara, ekki þó illa; í stórum stígvélahosum, sem voru náttúrulega forugar af reiðinni, og svo fór hann eins og hann kom í ræðustólinn, enda var ekki siður í þá daga að reiða með sér pressuð föt og blænkskó; það var látið sitja Af tilkomu Fram-Fellabátsins og siglingu hans upp Lagarfljót segir Kristján í næsta þætti á undan, sem birtist í Múlaþingi 37 /2011, bls. 158-159, og er því sleppt hér. 58
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.