Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Síða 70
Múlaþing
Jensdóttur stjúpmóður sinni fyrir árið 1920
og starfaði á ljósmyndastofu Eyjólfs um hríð.
Hún var talsímakona á Seyðisfirði og á
ritsímanum þar um tíma árin 1918-1920 og
aftur 1937-1939. Fráum 1928 til 1937 vann
Svava á ljósmyndastofu í Kaupmannahöfn
og síðan við ljósmyndastörf í heimahúsum
fyrir ljósmyndastofu í Kaupmannahöfn frá
1939 til dánardags.
Svava lést í Kaupmannahöfn 26. október
árið 1959, ógift og barnlaus.
Solveig Einardóttir, Seyðisfirði
Solveig Einarsdóttir fæddist í Fjarðarseli í
Seyðisfjarðarhreppi 29. ágúst 1905. Foreldrar
hennar voru Bergljót Guðlaug Einarsdóttir
húsfreyja og Einar Sölvason bóndi þar og
víðar.
Strax eftir fermingu flutti Solveig til
Eyjólfs Jónssonar og Sigríðar Jensdóttur á
Seyðisfirði og var þar í 10 ár. Fyrstu árin
sinnti Solveig heimilisstörfum en vann síðan
á Ijósmyndastofu Eyjólfs. Solveig lærði
ljósmyndun hjá Sigríði Jensdóttur árið 1925
og starfaði við þá iðju til ársins 1929.
Solveig giftist Hannesi J. Magnússyni,
síðar skólastjóra og rithöfundi. Þau bjuggu
fyrst í Búðakauptúni á Fáskrúðsfirði en þar
var maður hennar barnakennari og sjálf kenndi
hún nokkrum stúlkum ýmiss konar hannyrðir
veturinn 1929-1930.
Haustið 1930 fékk Hannes kennara-
stöðu við Barnaskólann á Akureyri. Hjónin
eignuðust fímm böm en á ámnum 1954-1963
var Solveig handvinnukennari við Barna-
skólann. Hún lést í Reykjavík 11. maí 1976.
Samantekt
Nicoline Weywadt var langt á undan
sinni samtíð á Islandi þegar hún fór til
Kaupmannahafnar að læra ljósmyndun árið
1871 og var öðmm konum gott fordæmi
um möguleika til menntunar. Annar íslenski
kvenljósmyndarinn sem vann við greinina
Solveig Einarsdóttir. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn
Austurlands.
var Anna Schiöth á Akureyri sem nam árin
1877-1878. Næsta austfirska konan, Anna
Ólafsdóttir, fór ekki í liósmyndanám fyrr en
árið 1892.
Sex þeirra kvenna sem hér hefur verið
fjallað um voru sjálfstætt starfandi ljós-
myndarar á Austurlandi; Nicoline Weywadt,
Hansína Björnsdóttir, Margrét Möller,
Lára Ólafsdóttir, Anna Klausen og Salvör
Kristjánsdóttir. Verður það að teljast nokkur
fjöldi miðað við að árin 1890, 1900 og 1920
vom samtals tólf ljósmyndarar á sama svæði.
Sé litið til landsins í heild vom sjötíu starfandi
ljósmyndarar á umræddum ámm.
Konurnar hófu störf á þéttbýlisstöðum á
Austurlandi, gjaman í sjávarþorpum sem vom
að myndast á síðari helmingi 19. aldar og buðu
bæði upp á verslunar- og löndunaraðstöðu.
Um þessar mundir var uppgangstími á
Austfjörðum, þorp voru að myndast í
68