Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 77

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 77
Kirkjugripir frá Skriðuklaustri til Hjaltastaðar getið, að til viðbótar við silfurkaleik og patínu til Klyppstaðar fékk kirkjan á Hjaltastað prédikunarstól og ljósahjálm. Þótt örfáir munir hafi bjargast til nútíðar má taka undir með guðfræðinemanum Heimi Steinssyni þegar hann í prófritgerð sinni segir: „Tímans tönn bryður æti sitt ótæpilega á íslandi fyrr á tíð. Að því hefur Skriðuklausturskirkju orðið.“ 13 Prédikunarstóll með kostulegt snikkverk I vísitasíugjörð Skriðuklausturskirkju frá árinu 1641 er nefndur „prédikunastóll með kostulegt snikkverk“, en ekki er hann tíundaður að séð verði af tilvitnun Heimis Steinssonar (s. 86) í vísitasíu Hannesar Finnssonar frá árinu 1779, sem var síðasta biskupsheimsókn í kirkjuna. í framhaldi af upptalningu innanstokksmuna kirkjunnar segir Heimir: „Innan skamms er munum þessum tvístrað í allar áttir. Einn gripur aðeins nær að svamla yfir 19. öldina fram til okkar daga.“ Þar mun vera vísað til áðumefnds Maríulíkneskis, en síðar komu einnig fram silfurkaleikur og patína úr Klypp- staðarkirkju. Nú vitum við hins vegar að prédikunarstóllinn kostulegi fékk um tíma að gegna hlutverki í kirkjunni á Hjaltastað og leysti þar af hólmi smíðisgrip Jóns lærða.14 Heimir Steinsson vekur athygli á að ekki er getið um prédikunarstól í áðumefndum úttektum nálægt aldamótunum 1600. Alyktar hann að líklega hafi enginn slíkur verið í klausturkirkjunni, og bendir jafnframt á að getið sé um „loft að framanverðum kór“ í úttektinni frá 1610. Kunni það að hafa þjónað sem „lektorium“, þ.e. svalir ofan við kór sem algengar voru í kirkjum á Norðurlöndum 13 Heimir Steinsson. Saga munklífis að Skriðu í Fljótsdal. Sérefnisritgerð til embættisprófs við Guðfræðideild Háskóla íslands, unnin sumarið 1965. Handrit. Landsbókasafn - Háskólabókasafn. 14 Hjörleifur Stefánsson. Kirkjur Hjaltastaðar. í spor Jóns lærða. Reykjavík 2013, s. 151. Prédikunarstóll úr Vatnsjjarðarkirkju eftir Hjalta Þorsteinsson prest þar 1692-1742. Ljósmynd: Þjóðminjasafn öðrum en íslandi. „Þar stóðu menn, er þeir lásu pistil og guðspjall og fylgdu svo fyrirmælum Innocentiusar páfa .,.“.15 Lýsing í fornleifaskýrslunni 1818 Aldamótaárið 1800 setur Arni prófastur Hjörleif Þorsteinsson inn í prestsembætti á Hjaltastað, sem hann gegndi síðan til dauðadags 1827. Hafði kirkjunni verið gert til góða árin á undan og var hún áfram í notkun til árins 1819 en var þá endurbyggð, eftir að 15 Heimir Steinsson. Saga munklífis að Skriðu í Fljótsdal. Ritgerð til embættisprófs 1965. Handrit. Landsbókasafn Háskólabókasafn, s. 53. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.