Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Side 77
Kirkjugripir frá Skriðuklaustri til Hjaltastaðar
getið, að til viðbótar við silfurkaleik og patínu
til Klyppstaðar fékk kirkjan á Hjaltastað
prédikunarstól og ljósahjálm.
Þótt örfáir munir hafi bjargast til nútíðar
má taka undir með guðfræðinemanum
Heimi Steinssyni þegar hann í prófritgerð
sinni segir: „Tímans tönn bryður æti sitt
ótæpilega á íslandi fyrr á tíð. Að því hefur
Skriðuklausturskirkju orðið.“ 13
Prédikunarstóll með kostulegt
snikkverk
I vísitasíugjörð Skriðuklausturskirkju frá árinu
1641 er nefndur „prédikunastóll með kostulegt
snikkverk“, en ekki er hann tíundaður að séð
verði af tilvitnun Heimis Steinssonar (s. 86) í
vísitasíu Hannesar Finnssonar frá árinu 1779,
sem var síðasta biskupsheimsókn í kirkjuna.
í framhaldi af upptalningu innanstokksmuna
kirkjunnar segir Heimir: „Innan skamms er
munum þessum tvístrað í allar áttir. Einn
gripur aðeins nær að svamla yfir 19. öldina
fram til okkar daga.“ Þar mun vera vísað til
áðumefnds Maríulíkneskis, en síðar komu
einnig fram silfurkaleikur og patína úr Klypp-
staðarkirkju. Nú vitum við hins vegar að
prédikunarstóllinn kostulegi fékk um tíma
að gegna hlutverki í kirkjunni á Hjaltastað og
leysti þar af hólmi smíðisgrip Jóns lærða.14
Heimir Steinsson vekur athygli á að ekki
er getið um prédikunarstól í áðumefndum
úttektum nálægt aldamótunum 1600. Alyktar
hann að líklega hafi enginn slíkur verið í
klausturkirkjunni, og bendir jafnframt á að
getið sé um „loft að framanverðum kór“ í
úttektinni frá 1610. Kunni það að hafa þjónað
sem „lektorium“, þ.e. svalir ofan við kór sem
algengar voru í kirkjum á Norðurlöndum
13 Heimir Steinsson. Saga munklífis að Skriðu í Fljótsdal.
Sérefnisritgerð til embættisprófs við Guðfræðideild Háskóla
íslands, unnin sumarið 1965. Handrit. Landsbókasafn -
Háskólabókasafn.
14 Hjörleifur Stefánsson. Kirkjur Hjaltastaðar. í spor Jóns lærða.
Reykjavík 2013, s. 151.
Prédikunarstóll úr Vatnsjjarðarkirkju eftir Hjalta
Þorsteinsson prest þar 1692-1742.
Ljósmynd: Þjóðminjasafn
öðrum en íslandi. „Þar stóðu menn, er þeir lásu
pistil og guðspjall og fylgdu svo fyrirmælum
Innocentiusar páfa .,.“.15
Lýsing í fornleifaskýrslunni 1818
Aldamótaárið 1800 setur Arni prófastur
Hjörleif Þorsteinsson inn í prestsembætti
á Hjaltastað, sem hann gegndi síðan til
dauðadags 1827. Hafði kirkjunni verið gert
til góða árin á undan og var hún áfram í notkun
til árins 1819 en var þá endurbyggð, eftir að
15 Heimir Steinsson. Saga munklífis að Skriðu í Fljótsdal. Ritgerð
til embættisprófs 1965. Handrit. Landsbókasafn Háskólabókasafn,
s. 53.
75