Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Blaðsíða 78
Múlaþing
hafa að stofni til enst í rúm 90 ár. í vísitasíunni
1800 er m.a. lýst prédikunarstólnum „sem
er útskorinn með snikkara verki með hurð
fyrir og hingað lagður frá þeirri afsköffuðu
Skriðuklausturskirkju í stað hins fomfálega er
áður umgetur.“ Einnig er þar „ Brík útskorin,
brotnar af rámur að ofanverðu, 2 líkneski í
hulstrum, brotinn annar vængurinn af því
minna.“ Samkvæmt þessu er hér enn til
staðar altaristafla Jóns lærða, en umgjörðin
löskuð, sem og líkneskin sem séra Hjörleifur
lýsir í fomminjaskýrslu sinni 1818, en það
minna er Maríumyndin sem nú er varðveitt
á Þjóðminjasafni (Vid. 5). Sýnirþetta hversu
sannfróður reyndist Jón Sigurðsson bóndi
og fræðimaður í Njarðvík, en eftir honum
er haft, að myndskreyting Jóns lærða í
Hjaltastaðakirkju hafi að einhverju leyti verið
þar til staðar fram yfir 1800.16
Þann25.júlí 1818 svaraðiHjörleifurprestur
fýrirspumum dönsku fomleifanefndarinnar,
sem sendar höfðu verið prestum vorið 1817.
Þar fjallar hann af nákvæmni „um merkilegar
fomaldar-leifar í Hjaltastaðar sókn“, þar á
meðal að í kirkjunni sé prédikunarstóll, en
nefnir ekki að hann sé nýlega fenginn innan
úr Fljótsdal. Lýsing hans á þessum kjörgrip
er sem hér greinir:17
4° A Predikunar stólnum eru 11 kantar;
á 6 af þeim er stor mansmind a hvorn
úthöggvin, enn a hina 5 eru negld Spjöld,
á hvorjum virdast jyristilt nockur sérleg
atridi ur Iesu Lífs sögu; á þvi fyrsta eru
5 uthoggnar mindir, hvar Frelsarinn er
fyristiltur reirdur vid stolpa, med hendur
bundnar a bak aptur, enn 2 standa sinn
hvorumeginn med reiddar Svipur; þar
undir er med storum Latinskum stofum
úthoggvid Geiselung Matth: XXVII. — a
16 Islenzkar þjóðsögur og œvintýri IV. Saíhað hefur Jón Amason.
Nýtt safn. Reykjavík 1957, s. 216.
17 Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823. Fyrri hluti. Sveinbjöm
Rafnsson bjó til prentunar. Reykjavík 1983. s. 49-50.
Hjaltastaða-María Eini gripurinn nú varðveittur, sem
var í kirkjunni á Hjaltastað í tíð Jóns lœrða. Ljósmynd
Þjóðminjasafn.
odru Spjaldinu eru 16 uthoggnar mindir,
og synist líkast þar egi ad fyristillast
Frelsarans Fæding, þar dúfumind synist
vera uppyfir midpersónunni. — a þvi
eru 12 uthoggnar mindir, hvar 1 situr a stol
i midjunni, og sin ludurþeitari vid hvörja
hlid, en þarjyri nedann standa Karlmadur
og Kvennmadur sitt hvörumeginn, milli
þeirra eru 4 Barnamindir úthoggnar. —A
þvi 4da eru 9 mindir hvar eirn er adþrysta
76