Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2015, Page 96
Múlaþing
Fastir starfsmenn Austurgluggans við upphaf útgáfu blaðsins árið
2002. Frá vinstri: Katrín Oddsdóttir blaðamaður, Brynjólfur
Þorvarðarson ritstjóri og Erla Traustadóttir framkvœmda- og aug-
lýsingastjóri. Ljósmyndari óþekktur. Eigandi myndar: Austurglugginn.
nýjar leiðir til útgáfu. Amdís Þor-
valdsdóttir var blaðamaður hjá
Austra í 8 ár (1990-1998). Lýsing
hennar á aðdraganda að lokum
útgáfu blaðsins rímar við lýsingu
Steinþórs en Arndís tilgreinir þó
líka aðrar ástæður:
... fjárhagsstaða [Austra] var erfið
og mikil samkeppni um auglýs-
ingar. Eins held ég að hafi verið
komin þreyta í útgáfu Austra, að
sumu leyti tilkomin vegna tíma-
leysis og menntunarskorts starfs-
manna á sviði blaðamennsku. I raun
var aldrei tími til að vinna svo vel
væri hvorki viðtöl eða fréttir. Einnig
held ég að hafi haft áhrif sú bylting
sem varð á seinni hluta 10. áratugar-
ins í fjölmiðlun sem varð til þess að
þær fréttir sem blaðið flutti höfðu yfirleitt
heyrst í ljósvakamiðlum þegar það kom
út á öðrum degi eftir að það fór í prentun,
en þá átti pósturinn eftir að dreifa því um
fjórðunginn. Framan af 10. áratugnum
var vöxtur og hugur í útgáfu fréttamiðla
á landsbyggðinni. [...] En svo var eins
og drægi allan mátt úr þessum miðlum í
kringum aldamótin.39
Sumarið 1997 sendu forsvarsmenn Austra og
Austurlands sameiginlegt erindi til Þróunar-
félags Austurlands. Þar er óskað eftir aðstoð
Þróunarfélagsins, í formi ráðgjafar og grein-
ingar, við könnun á möguleikum á sam-
einingu blaðanna. Bréfið var ritað samkvæmt
samþykkt nefndar á vegum blaðanna (með
fjórum fulltrúum frá hvoru). Nefndinni var
ætlað að afla upplýsinga sem síðan yrðu
lagðar til grundvallar við ákvarðanatöku.
Hugmyndin sem unnið var út frá fól í sér
að sameinað blað yrði með ritstjórn bæði á
Egilsstöðum og í Neskaupstað. Það yrði 12
síður til að byrja með, en yrði brátt stækkað í
16 síður. Auk blaðaútgáfunnar var hugmynd-
in sú að nýr fjölmiðill gæti unnið tilfallandi
útgáfuverkefni. Starfsmannafjöldi yrði að
lágmarki sá sami og samanlagður þáverandi
starfsmannaijöldi Austra og Austurlands.40
Þróunarfélagið svaraði erindi blaðanna í
júní 1997. í svari þess er tekið jákvætt í hug-
myndirnar en lögð áhersla á að nýr fjölmiðill
nýti sér að a.m.k. tvær leiðir til dreifingar
efnis, þ.e. blaða- og netútgáfu.41
Endalok útgáfu Austra
Eitthvað stóð i aðstandendum^iwtra og Austur-
lands að taka skrefið í átt til sameiningar árið
1997. Þann 7. nóvember það ár ritar Jörundur
Ragnarsson, þáverandi útgáfustjóri Austra,
39 Spurningakönnun. SvarAmdísarÞorvaldsdóttur, 30. september 40 HerAust: Stofh 150,ÞFA5(7)[skjölÞróunarfélagsAusturlands].
2013. 41 HerAust: Stofn 150, ÞFA 5 (7).
94